Sameinuðu þjóðirnar hafa ráðið sérfræðing til að rannsaka átökin sem geisað hafa í Mið-Afríkulýðveldinu. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, vill að gripið verði tafarlaust til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari átök.
Sameinuðu þjóðirnar hafa ráðið sérfræðing til að rannsaka átökin sem geisað hafa í Mið-Afríkulýðveldinu. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, vill að gripið verði tafarlaust til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari átök.
Sameinuðu þjóðirnar hafa ráðið sérfræðing til að rannsaka átökin sem geisað hafa í Mið-Afríkulýðveldinu. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, vill að gripið verði tafarlaust til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari átök.
„Ríkið er í frjálsu falli. Við verðum að vinna saman, og það strax, til að koma í veg fyrir frekari hermdarverk í landinu,“ sagði Ki-moon við fjölmiðla.
Tilefni blaðamannafundarins var það að Sameinuðu þjóðirnar höfðu ákveðið að ráða Keita Bocoum, sem hefur starfað fyrir samtökin í Burundi, til að kortleggja átökin í Mið-Afríkulýðveldinu.
Eins og greint var frá á mbl.is í dag var Catherine Samba-Panza, borgarstjóri Bangui, höfuðborgar landsins, kjörin forseti landsins til bráðabirgða. Verkefni hennar verður meðal annars að koma á friði í landinu. Þingið kaus Samba-Panza en hún fékk 75 atkvæði.