Að minnsta kosti tíu manns létu lífið í átökum í Bangui, höfuðborg Mið-Afríkulýðveldisins, í dag.
Að minnsta kosti tíu manns létu lífið í átökum í Bangui, höfuðborg Mið-Afríkulýðveldisins, í dag.
Að minnsta kosti tíu manns létu lífið í átökum í Bangui, höfuðborg Mið-Afríkulýðveldisins, í dag.
Átökin brutust út milli heimamanna og fyrrverandi hermanna í miðborg Bangui.
Aðeins tveir dagar eru síðan Catherine Samba-Panza var kjörin forseti Mið-Afríkulýðveldisins. Í stefnuræðu sinni sagðist hún ætla að gera allt sem í hennar valdi stendur til að stilla til friðar í landinu. Hefur blóðugt borgarastríð geisað þar mánuðum saman.
Yfir þúsund manns létu lífið í stríðinu í seinasta mánuði. Vill Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, að gripið verði til tafarlausra aðgerða til að koma í veg fyrir frekari átök.