Hollande staðfestir sambandsslit

Hollande og ástarmálin | 25. janúar 2014

Hollande staðfestir sambandsslit

François Hollande, forseti Frakklands, hefur staðfest við AFP-fréttastofuna, að hann hafi slitið sambandi sínu við sambýliskonu sína, Valerie Trierweiler, í kjölfar ástarsambands við unga leikkonu, sem er 20 árum yngri en hann 

Hollande staðfestir sambandsslit

Hollande og ástarmálin | 25. janúar 2014

Franço­is Hollande, for­seti Frakk­lands, hef­ur staðfest við AFP-frétta­stof­una, að hann hafi slitið sam­bandi sínu við sam­býl­is­konu sína, Val­erie Trierweiler, í kjöl­far ástar­sam­bands við unga leik­konu, sem er 20 árum yngri en hann 

Franço­is Hollande, for­seti Frakk­lands, hef­ur staðfest við AFP-frétta­stof­una, að hann hafi slitið sam­bandi sínu við sam­býl­is­konu sína, Val­erie Trierweiler, í kjöl­far ástar­sam­bands við unga leik­konu, sem er 20 árum yngri en hann 

Hollande sagði við AFP: „Ég vil taka það fram að ég hef slitið sam­bandi mínu við Val­erie Trierweiler.“

Full­yrt var fyrr í dag að til­kynn­ing þessa efn­is væri vænt­an­leg en um miðjan dag kom yf­ir­lýs­ing frá for­seta­skrif­stof­unni þar fram kom að ekk­ert væri hæft í þeim frétt­um.

Annað hef­ur nú komið á dag­inn. Hollande og Trierweiler eru skil­in.

Tíma­ritið Closer birti fyrr í mánuðinum frétt um að Hollande héldi við leik­kon­una Ju­lie Gayet, og var Trierweiler, sam­býl­is­kona hans, lögð inn á sjúkra­hús sama dag. Hollande hef­ur ekki neitað því að eiga í ástar­sam­bandi við Gayet og hef­ur viður­kennt op­in­ber­lega að það hafi verið erfiðar stund­ir í sam­búð þeirra Trierweiler.

Frá því Trierweiler var út­skrifuð af sjúkra­húsi hef­ur hún dvalið á setri for­seta­embætt­is­ins  La Lanter­ne, skammt frá Versöl­um.


mbl.is