Ástkonan unga og hæfileikaríka

Hollande og ástarmálin | 26. janúar 2014

Ástkonan unga og hæfileikaríka

Julie Gayet, ástkona Francois Hollande Frakklandsforseta, er afkastamikil leikkona sem hefur leikið í um sjötíu kvikmyndum. Upp komst um framhjáhald forsetans í byrjun janúar og í gær tilkynnti hann sambandsslit sín við sambýliskonu sína til margra ára, Valerie Trierweiler. Engar fréttir hafa borist af því hvort samband þeirra Gayet og Hollande standi enn. Komið hefur fram að líklega hafi þau byrjað að vera saman áður en hann var kosinn forseti árið 2012. 

Ástkonan unga og hæfileikaríka

Hollande og ástarmálin | 26. janúar 2014

Francois Hollande og leikkonan Julie Gayet.
Francois Hollande og leikkonan Julie Gayet. EPA

Ju­lie Gayet, ást­kona Franco­is Hollande Frakk­lands­for­seta, er af­kasta­mik­il leik­kona sem hef­ur leikið í um sjö­tíu kvik­mynd­um. Upp komst um fram­hjá­hald for­set­ans í byrj­un janú­ar og í gær til­kynnti hann sam­bands­slit sín við sam­býl­is­konu sína til margra ára, Val­erie Trierweiler. Eng­ar frétt­ir hafa borist af því hvort sam­band þeirra Gayet og Hollande standi enn. Komið hef­ur fram að lík­lega hafi þau byrjað að vera sam­an áður en hann var kos­inn for­seti árið 2012. 

Ju­lie Gayet, ást­kona Franco­is Hollande Frakk­lands­for­seta, er af­kasta­mik­il leik­kona sem hef­ur leikið í um sjö­tíu kvik­mynd­um. Upp komst um fram­hjá­hald for­set­ans í byrj­un janú­ar og í gær til­kynnti hann sam­bands­slit sín við sam­býl­is­konu sína til margra ára, Val­erie Trierweiler. Eng­ar frétt­ir hafa borist af því hvort sam­band þeirra Gayet og Hollande standi enn. Komið hef­ur fram að lík­lega hafi þau byrjað að vera sam­an áður en hann var kos­inn for­seti árið 2012. 

Hún er grann­vax­in, bros­mild og með kast­aníu­brúnt hár. Hin 41 árs gamla Ju­lie Gayet hef­ur leikið fjöl­breytt hlut­verk, í róm­an­tísk­um gam­an­mynd­um sem og í drama­tísk­um mynd­um og hroll­vekj­um. 

En allt frá því að upp komst um fram­hjá­hald for­set­ans hef­ur hún haldið sig til hlés. Hún hef­ur þó höfðað mál á hend­ur tíma­rit­inu Closer sem birti fyrst allra frétt­ina um ástar­sam­bandið, fyr­ir brot á friðhelgi einka­lífs henn­ar. Hún fer fram á háar bæt­ur frá blaðinu.

hinn 10. janú­ar birti Closer grein um að Hollande, sem er 59 ára, ætti oft ástar­fundi með Gayet í íbúð í ná­grenni for­seta­hall­ar­inn­ar í Par­ís. Meðal ann­ars kom fram að líf­vörður hans færði þeim skötu­hjú­um brauðhorn á morgn­ana.

Hollande hafði ekki tjáð sig um málið fyrr en í gær er hann loks til­kynnti að hann og Trierweiler væru skil­in.

Trierweiler brá svo við frétt­irn­ar um fram­hjá­haldið að hún var lögð inn á sjúkra­hús í viku.

Hollande hef­ur þekkt Gayet að minnsta kosti frá ár­inu 2012 en þá tók hún þátt í kosn­inga­bar­áttu hans. Hún kom m.a. fram í aug­lýs­ingu þar sem hún lýsti Hollande sem „auðmjúk­um“ og „frá­bær­um“ manni.

Gayet er þekkt fyr­ir að standa á sínu og ný­verið studdi hún op­in­ber­lega hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra í land­inu. 

Leik­kon­an er fædd í Sures­nes-hverf­inu í Par­ís 3. júní árið 1972. Hún nam leik­list og lista­sögu á yngri árum. Hún var m.a. í starfs­námi hjá Jack Waltzer í Actors Studio í London og lærði einnig söng í Par­ís.

Leik­list­ar­fer­ill henn­ar hófst árið 1993 með hlut­verk­um í mynd­un­um Little Apoca­lyp­se og Blue eft­ir Krzysztof Kieslowski. En það var hlut­verk henn­ar í gam­an­mynd­inni Delp­hine 1, Yvan 0, sem kom út árið 1996, sem skaut henni upp á stjörnu­him­in­inn.

Hún fylgdi vel­gengn­inni eft­ir með mynd­inni Select Hotel í leik­stjórn Laurent Bou­hnik. Þar fór hún með hlut­verk vænd­is­konu í fíkni­efna­neyslu. Fékk hún hin virtu frönsku kvik­mynda­verðlaun, Romy Schnei­der, fyr­ir það hlut­verk. 

Gayet er þekkt fyr­ir að vera djörf í hlut­verka­vali. „Það sem ég kann að meta við þetta fag er að hverfa inn í ann­an heim,“ sagði hún í viðtali árið 2002.

Árið 2007 stofnaði hún lítið kvik­mynda­fram­leiðslu­fyr­ir­tæki sem heit­ir Fix Me. Í fyrra var hún svo aðstoðarleik­stjóri heim­ild­ar­mynd­ar um kvik­mynda­gerðarfólk.

Gayet á tvö börn á ung­lings­aldri með arg­entínska rit­höf­und­in­um og hand­rits­höf­und­in­um Santiago Amig­or­ena.

Forsíða Closer þann 10. janúar.
Forsíða Closer þann 10. janú­ar. AFP
Francois Hollande og fyrrverandi sambýliskona hans, Valerie Trierweiler.
Franco­is Hollande og fyrr­ver­andi sam­býl­is­kona hans, Val­erie Trierweiler. EPA
mbl.is