Hópmálsókn gegn Vodafone

Vodafone hakkað | 17. febrúar 2014

Hópmálsókn gegn Vodafone

Hópur fólks hefur stofnað málsóknarfélag til að sækja sameiginlega í einu dómsmáli skaðabætur á hendur Vodafone vegna upplýsingaleka af vef félagsins hinn 30. nóvember 2013.

Félagið hefur þann tilgang að höfða dómsmál til að fá bætt tjón félagsmanna vegna lekans. Dómsmálið skal félagið reka í eigin nafni fyrir hönd félagsmanna og í umboði þeirra. Nöfn félagsmanna verða ekki birt í dómsniðurstöðu, að því er segir á vef félagsins.

Málsóknarfélagið hefur ráðið lögmannsstofuna Lögvernd ehf. og Skúla Sveinsson hdl. sem lögmann félagsins til að annast fyrirhugaðan málarekstur á hendur Vodafone. Hvorki lögmannsstofa né lögmaður þess hafa áskilið sér þóknun fyrir störf sín né endurgreiðslu útlagðs kostnaðar nema málsóknarfélaginu áskotnist fé af málarekstrinum. Engin félagsgjöld þarf að greiða né eru innheimt gjöld vegna umsóknar, aðilar eða úrsagnar úr félaginu.

Málsóknarfélagið hefur látið rita lögfræðilega álitsgerð vegna lekans. Tilgangur álitsgerðarinnar er að varpa ljósi á hvort Vodafone beri skaðabótaábyrgð á tjóni vegna hans.

Hópmálsókn gegn Vodafone

Vodafone hakkað | 17. febrúar 2014

Vodafone í Skútuvogi
Vodafone í Skútuvogi Ómar Óskarsson

Hóp­ur fólks hef­ur stofnað mál­sókn­ar­fé­lag til að sækja sam­eig­in­lega í einu dóms­máli skaðabæt­ur á hend­ur Voda­fo­ne vegna upp­lýs­ingaleka af vef fé­lags­ins hinn 30. nóv­em­ber 2013.

Fé­lagið hef­ur þann til­gang að höfða dóms­mál til að fá bætt tjón fé­lags­manna vegna lek­ans. Dóms­málið skal fé­lagið reka í eig­in nafni fyr­ir hönd fé­lags­manna og í umboði þeirra. Nöfn fé­lags­manna verða ekki birt í dómsniður­stöðu, að því er seg­ir á vef fé­lags­ins.

Mál­sókn­ar­fé­lagið hef­ur ráðið lög­manns­stof­una Lög­vernd ehf. og Skúla Sveins­son hdl. sem lög­mann fé­lags­ins til að ann­ast fyr­ir­hugaðan mála­rekst­ur á hend­ur Voda­fo­ne. Hvorki lög­manns­stofa né lögmaður þess hafa áskilið sér þókn­un fyr­ir störf sín né end­ur­greiðslu útlagðs kostnaðar nema mál­sókn­ar­fé­lag­inu áskotn­ist fé af mála­rekstr­in­um. Eng­in fé­lags­gjöld þarf að greiða né eru inn­heimt gjöld vegna um­sókn­ar, aðilar eða úr­sagn­ar úr fé­lag­inu.

Mál­sókn­ar­fé­lagið hef­ur látið rita lög­fræðilega álits­gerð vegna lek­ans. Til­gang­ur álits­gerðar­inn­ar er að varpa ljósi á hvort Voda­fo­ne beri skaðabóta­ábyrgð á tjóni vegna hans.

Hóp­ur fólks hef­ur stofnað mál­sókn­ar­fé­lag til að sækja sam­eig­in­lega í einu dóms­máli skaðabæt­ur á hend­ur Voda­fo­ne vegna upp­lýs­ingaleka af vef fé­lags­ins hinn 30. nóv­em­ber 2013.

Fé­lagið hef­ur þann til­gang að höfða dóms­mál til að fá bætt tjón fé­lags­manna vegna lek­ans. Dóms­málið skal fé­lagið reka í eig­in nafni fyr­ir hönd fé­lags­manna og í umboði þeirra. Nöfn fé­lags­manna verða ekki birt í dómsniður­stöðu, að því er seg­ir á vef fé­lags­ins.

Mál­sókn­ar­fé­lagið hef­ur ráðið lög­manns­stof­una Lög­vernd ehf. og Skúla Sveins­son hdl. sem lög­mann fé­lags­ins til að ann­ast fyr­ir­hugaðan mála­rekst­ur á hend­ur Voda­fo­ne. Hvorki lög­manns­stofa né lögmaður þess hafa áskilið sér þókn­un fyr­ir störf sín né end­ur­greiðslu útlagðs kostnaðar nema mál­sókn­ar­fé­lag­inu áskotn­ist fé af mála­rekstr­in­um. Eng­in fé­lags­gjöld þarf að greiða né eru inn­heimt gjöld vegna um­sókn­ar, aðilar eða úr­sagn­ar úr fé­lag­inu.

Mál­sókn­ar­fé­lagið hef­ur látið rita lög­fræðilega álits­gerð vegna lek­ans. Til­gang­ur álits­gerðar­inn­ar er að varpa ljósi á hvort Voda­fo­ne beri skaðabóta­ábyrgð á tjóni vegna hans.

„All­ir þeir sem telja sig hafa orðið fyr­ir tjóni vegna lek­ans eða hafa ástæðu til að ætla að gögn um þá hafi lekið út af vef Voda­fo­ne hinn 30. nóv­em­ber 2013 eru hvatt­ir til að sækja um aðild að mál­sókn­ar­fé­lag­inu. Tjón vegna lek­ans er ekki aðeins bundið við þá aðila sem sent höfðu SMS-skeyt­in held­ur varðar einnig þá sem mót­tekið höfðu skeyt­in. Auk þess kunna aðrir aðilar sem auðkennd­ir hafa verið með ein­hverj­um hætti í um­rædd­um skeyt­um að hafa orðið fyr­ir tjóni vegna lek­ans,“ seg­ir á vef fé­lags­ins.

mbl.is