Hryggjarstykki sjávarþorpanna að bresta

Hryggjarstykki sjávarþorpanna að bresta

„Þetta eru enn bara áform, ég ætla að halda í vonina eins lengi og ég get að af þessu verði ekki,“ sagði Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, um það að Vísir hf. flytti alla fiskvinnslu sína af staðnum. Hann sagði að 50-60 manns ynnu þar hjá Vísi í landi.

Hryggjarstykki sjávarþorpanna að bresta

Vísir hf. flytur til Grindavíkur | 31. mars 2014

Vísir hf. Grindavík - Félagið ætlar að flytja alla fiskvinnslu …
Vísir hf. Grindavík - Félagið ætlar að flytja alla fiskvinnslu til Grindavíkur til að mæta breyttu rekstrarumhverfi og síauknum kröfum um ferskan fisk. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta eru enn bara áform, ég ætla að halda í von­ina eins lengi og ég get að af þessu verði ekki,“ sagði Gauti Jó­hann­es­son, sveit­ar­stjóri á Djúpa­vogi, um það að Vís­ir hf. flytti alla fisk­vinnslu sína af staðnum. Hann sagði að 50-60 manns ynnu þar hjá Vísi í landi.

„Þetta eru enn bara áform, ég ætla að halda í von­ina eins lengi og ég get að af þessu verði ekki,“ sagði Gauti Jó­hann­es­son, sveit­ar­stjóri á Djúpa­vogi, um það að Vís­ir hf. flytti alla fisk­vinnslu sína af staðnum. Hann sagði að 50-60 manns ynnu þar hjá Vísi í landi.

„Þetta er gríðarlegt áfall,“ sagði Daní­el Jak­obs­son, bæj­ar­stjóri Ísa­fjarðarbæj­ar, um það að fisk­vinnsla Vís­is færi frá Þing­eyri eins og áformað er. „Þetta er hryggj­ar­stykkið í at­vinnu á Þing­eyri,“ seg­ir hann í frétta­skýr­ingu um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag. Um 50 manns hafa unnið í um 35 heils­árs­stöðugild­um hjá Vísi á Þing­eyri, að sögn Daní­els.

„Þetta þýðir að 5,7% af öll­um störf­um hér hverfa. Það sam­svar­ar upp­sögn á 3.000 manns í Reykja­vík,“ sagði Berg­ur Elías Ágústs­son, bæj­ar­stjóri Norðurþings, um áhrif áforma Vís­is um að leggja niður fisk­vinnslu á Húsa­vík.

mbl.is