Vísir „ber mikla samfélagslega ábyrgð“

Vísir „ber mikla samfélagslega ábyrgð“

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að það sé óeðlilegt þegar fyrirtæki, sem eiga sér sögu eins og útgerðarfyrirtækið Vísir, taki ekki meiri samfélagslega ábyrgð en raun ber vitni.

Vísir „ber mikla samfélagslega ábyrgð“

Vísir hf. flytur til Grindavíkur | 1. apríl 2014

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, þingmaður Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, seg­ir að það sé óeðli­legt þegar fyr­ir­tæki, sem eiga sér sögu eins og út­gerðarfyr­ir­tækið Vís­ir, taki ekki meiri sam­fé­lags­lega ábyrgð en raun ber vitni.

Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, þingmaður Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, seg­ir að það sé óeðli­legt þegar fyr­ir­tæki, sem eiga sér sögu eins og út­gerðarfyr­ir­tækið Vís­ir, taki ekki meiri sam­fé­lags­lega ábyrgð en raun ber vitni.

„Þau tíðindi hafa borist að fyr­ir­tækið Vís­ir í Grinda­vík ætl­ar að loka fyr­ir­tæki sínu á þrem­ur út­gerðar­stöðum á land­inu, á Þing­eyri, Húsa­vík og Djúpa­vogi. Það eru 50 manna vinnustaðir á hverj­um stað og mér þykir þetta dap­ur­leg tíðindi hjá þessu fyr­ir­tæki sem fengið hef­ur meðgjöf í formi byggðakvóta á þess­um stöðum í gegn­um árin,“ sagði hún á Alþingi í dag.

Það hafi afla­heim­ild­ir frá Breiðdals­vík og Djúpa­vogi og beri mikla sam­fé­lags­lega ábyrgð.

„Líta þess­ir aðilar í Grinda­vík á þetta fólk sem hef­ur byggt upp þessi fyr­ir­tæki sem ein­hverja þræla í vinnu­búðum sem þeir geta tekið með sér á þann stað sem þeir kjósa hverju sinni? Eða er þetta fólk sem á rétt til að stunda vinnu á þeim stöðum sem það býr á, þar sem það hef­ur byggt upp heim­ili sín?“ spurði Lilja Raf­ney.

Hann seg­ir að jafn­an sé talað um for­sendu­brest þegar rætt sé um leiðrétt­ingu lána.

„Hver er for­sendu­brest­ur þessa fólks, sem nú stend­ur frammi fyr­ir því að eign­ir þess verði jafn­vel dæmd­ar verðlaus­ar því að stærsta fyr­ir­tækið á staðnum, eins og á Þing­eyri og Djúpa­vogi, legg­ur upp laup­ana?“

Sem bet­ur fer séu þó fleiri at­vinnu­mögu­leik­ar á Húsa­vík.  

„Mér finnst að þess­ir aðilar eigi að sjá sig um hönd og end­ur­skoða þessa ákvörðun sína,“ sagði hún að lok­um.

Eins og greint hef­ur verið frá áform­ar Vís­ir að flytja alla fisk­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins í áföng­um til Grinda­vík­ur, en þar með munu starfs­stöðvar fé­lags­ins á Djúpa­vogi, Þing­eyri og Húsa­vík leggj­ast niður. 

mbl.is