Fái frið til þess að finna lausn

Fái frið til þess að finna lausn

„Ríkisstjórnin hefur að sjálfsögðu sett sig inn í þetta mál og fylgist með. En forstjóri fyrirtækisins sem um ræðir að hann og fyrirtækið sé að vinna með heimamönnum á hverjum stað að ná niðurstöðu sem verði ásættanleg fyrir alla, að minnsta kosti sem flesta, og tryggja að það verði enginn atvinnumissir sem leiði af þessu. Við vonum að sjálfsögðu að sem best gangi í þeirri vinnu og hún skili sem mestum árangri.“

Fái frið til þess að finna lausn

Vísir hf. flytur til Grindavíkur | 2. apríl 2014

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Rík­is­stjórn­in hef­ur að sjálf­sögðu sett sig inn í þetta mál og fylg­ist með. En for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins sem um ræðir að hann og fyr­ir­tækið sé að vinna með heima­mönn­um á hverj­um stað að ná niður­stöðu sem verði ásætt­an­leg fyr­ir alla, að minnsta kosti sem flesta, og tryggja að það verði eng­inn at­vinnum­iss­ir sem leiði af þessu. Við von­um að sjálf­sögðu að sem best gangi í þeirri vinnu og hún skili sem mest­um ár­angri.“

„Rík­is­stjórn­in hef­ur að sjálf­sögðu sett sig inn í þetta mál og fylg­ist með. En for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins sem um ræðir að hann og fyr­ir­tækið sé að vinna með heima­mönn­um á hverj­um stað að ná niður­stöðu sem verði ásætt­an­leg fyr­ir alla, að minnsta kosti sem flesta, og tryggja að það verði eng­inn at­vinnum­iss­ir sem leiði af þessu. Við von­um að sjálf­sögðu að sem best gangi í þeirri vinnu og hún skili sem mest­um ár­angri.“

Þetta sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra, í svari við fyr­ir­spurn frá Stein­grími J. Sig­fús­syni, þing­manni Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, á Alþingi í dag varðandi þau áform útgerðarfyr­ir­tæk­is­ins Vís­is að flytja alla fisk­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins í áföng­um til Grinda­vík­ur en starfs­stöðvar þess á Djúpa­vogi, Þing­eyri og Húsa­vík leggj­ast þar með af. Stein­grím­ur spurði ráðherr­ann hvernig rík­is­stjórn­in ætlaði að beita sér í mál­inu og minnti hann á að tvö af byggðarlög­un­um væru í hans kjör­dæmi.

„Hvað varðar fram­haldið þá er þetta kannski áminn­ing um mik­il­vægi þess að hér sé komið á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi og gjald­töku vegna fisk­veiða sem hvet­ur ekki til samþjöpp­un­ar í grein­inni og neyðir fyr­ir­tæki til þess að ná ein­hvers kon­ar há­marks­hagræðingu sem get­ur bitnað á byggðunum allt í kring­um landið. Það var ein­mitt gall­inn á þeim breyt­ing­um sem gerðar voru á síðasta kjör­tíma­bili, svo ekki sé minnst á þær breyt­ing­ar sem reynt var að inn­leiða, að þær ýttu mjög und­ir samþjöpp­un í grein­inni, veiktu stöðu minni fyr­ir­tækja og þar með líka minni byggðalaga,“ sagði Sig­mund­ur.

Stjórn­völd hlytu ann­ars að gefa út­gerðafyr­ir­tæk­inu Vísi og viðsemj­end­um þess frið til þess að finna lausn á mál­inu.

mbl.is