Vísir vill milda áhrifin af flutningunum

Vísir vill milda áhrifin af flutningunum

„Menn urðu ásáttir um það að leita allra leiða til þess að sem fæstir á Djúpavogi missi vinnuna og það ætlum við að gera meðal annars með Sjávarklasanum. Ég heyri ekki annað en forsvarsmenn Vísis séu tilbúnir til viðræðna um að reyna að milda áhrifin af þessu eins og hægt er.“

Vísir vill milda áhrifin af flutningunum

Vísir hf. flytur til Grindavíkur | 2. apríl 2014

Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, Pétur H. …
Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf., og Sveinn Guðjónsson, sölustjóri hjá Vísi, funduðu í Grindavík í gærmorgun. mbl.is/RAX

„Menn urðu ásáttir um það að leita allra leiða til þess að sem fæstir á Djúpavogi missi vinnuna og það ætlum við að gera meðal annars með Sjávarklasanum. Ég heyri ekki annað en forsvarsmenn Vísis séu tilbúnir til viðræðna um að reyna að milda áhrifin af þessu eins og hægt er.“

„Menn urðu ásáttir um það að leita allra leiða til þess að sem fæstir á Djúpavogi missi vinnuna og það ætlum við að gera meðal annars með Sjávarklasanum. Ég heyri ekki annað en forsvarsmenn Vísis séu tilbúnir til viðræðna um að reyna að milda áhrifin af þessu eins og hægt er.“

Þetta segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, í Morgunblaðinu í dag en hann og Andrés Skúlason oddviti áttu fund með forsvarsmönnum Vísis hf. í Grindavík í gærmorgun um flutning fyrirtækisins frá Djúpavogi.

Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, segir að það verði óbreytt starfsemi á Djúpavogi fram á sumar og verði tíminn fram að því notaður í samvinnu við Sjávarklasann og sveitarfélagið til að skoða hvernig fyrirtækið geti unnið enn frekar að uppbyggingu nýrra starfa í sveitarfélaginu. Vinnan með Sjávarklasanum fer af stað strax í næstu viku.

mbl.is