Aðgerðir Vísis veruleg vonbrigði

Aðgerðir Vísis veruleg vonbrigði

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir það vera veruleg vonbrigði að sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hafi ákveðið að hætta fiskvinnslu á Húsavík, Þingeyri og Djúpavogi og flytja hana til Grindavíkur.

Aðgerðir Vísis veruleg vonbrigði

Vísir hf. flytur til Grindavíkur | 7. apríl 2014

mbl.is/Sigurður Bogi

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, seg­ir það vera veru­leg von­brigði að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Vís­ir hafi ákveðið að hætta fisk­vinnslu á Húsa­vík, Þing­eyri og Djúpa­vogi og flytja hana til Grinda­vík­ur.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, seg­ir það vera veru­leg von­brigði að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Vís­ir hafi ákveðið að hætta fisk­vinnslu á Húsa­vík, Þing­eyri og Djúpa­vogi og flytja hana til Grinda­vík­ur.

Í umræðum á Alþingi í dag sagði hann að rík­is­stjórn­in myndi skoða þetta mál vel. Þetta væri auðvitað veru­legt áhyggju­efni fyr­ir byggðalög­in. Hann sagðist hafa, sem sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, átt fundi með sveit­ar­stjórn­um Djúpa­vogs og Húsa­vík­ur og þá mun hann funda með bæj­ar­stjór­an­um á Ísaf­irði í vik­unni. 

Áform Vís­is hafa vakið hörð viðbrögð meðal sveit­ar­stjórn­ar­manna í bæj­un­um þrem­ur en þeir segja að þetta sé gríðarlegt áfall. „Þetta er hryggj­ar­stykkið í at­vinnu á Þing­eyri,“ sagði til dæm­is Daní­el Jak­obs­son, bæj­ar­stjóri Ísa­fjarðarbæj­ar, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Um fimm­tíu manns hafa unnið í um 35 heils­árs­stöðugild­um hjá Vísi á Þing­eyri, að sögn Daní­els.

mbl.is