70 starfsmenn flytja til Grindavíkur

70 starfsmenn flytja til Grindavíkur

Þrjátíu starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis á Djúpavogi og fjörutíu á Húsavík hafa skráð sig á lista fyrirtækisins um að þiggja tilboð um að flytjast búferlum frá sínum heimabyggðum og til Grindavíkur. Þar með heldur það vinnu sinni.

70 starfsmenn flytja til Grindavíkur

Vísir hf. flytur til Grindavíkur | 29. apríl 2014

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna.
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þrjá­tíu starfs­menn sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Vís­is á Djúpa­vogi og fjöru­tíu á Húsa­vík hafa skráð sig á lista fyr­ir­tæk­is­ins um að þiggja til­boð um að flytj­ast bú­ferl­um frá sín­um heima­byggðum og til Grinda­vík­ur. Þar með held­ur það vinnu sinni.

Þrjá­tíu starfs­menn sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Vís­is á Djúpa­vogi og fjöru­tíu á Húsa­vík hafa skráð sig á lista fyr­ir­tæk­is­ins um að þiggja til­boð um að flytj­ast bú­ferl­um frá sín­um heima­byggðum og til Grinda­vík­ur. Þar með held­ur það vinnu sinni.

Þetta sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, þingmaður Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, í umræðum á Alþingi í dag.

Eins og greint hef­ur verið frá hef­ur fyr­ir­tækið ákveðið að hætta fisk­vinnslu á Húsa­vík, Þing­eyri og Djúpa­vogi og flytja hana til Grinda­vík­ur.

„Við horf­umst í augu við stór­kost­leg­ustu hreppa­flutn­inga síðari tíma. Þetta ger­ir auðvitað aðstæður heima­manna enn þá erfiðari og viðkvæm­ari en ella hvað varðar mögu­leg­ar mót­vægisaðgerðir því að fólkið verður ein­fald­lega farið. Þannig verður staðið að þess­ari aðgerð,“ sagði Stein­grím­ur.

Hann sagðist jafn­framt sakna þess að stjórn­völd skuli ekki hafa látið bet­ur til sín taka.

„Ég hef lítið heyrt frá rík­is­stjórn og stjórn­arþing­mönn­um, satt best að segja, en þess­ir hlut­ir eru að ger­ast og það er lít­ill tími til stefnu. Hér í saln­um sit­ur að vísu hæst­virt­ur sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra og er það vel, en það er ekki tími til að hanga yfir þessu máli.

Það þarf að koma til móts við ósk­ir heima­manna um mót­vægisaðgerðir nú þegar og gera þær op­in­ber­ar svo að skriða brott­flutn­ings frá stöðunum skelli ekki á,“ sagði Stein­grím­ur.

mbl.is