Komið í veg fyrir allsherjarhrun

Komið í veg fyrir allsherjarhrun

„Ég ætla því að leyfa mér að eiga áfram gott samstarf við sveitarstjórnarmenn á þessum stöðum, ræða við þá hvaða lausnir kunna að vera fyrir hendi, en við munum ekki hér, þingmenn, taka einhliða ákvörðun um það að það eigi að vera tiltekinn atvinnurekstur á tilteknum stað eða að við ætlum að fara í ákveðnar aðgerðir án samráðs. Við verðum að eiga samráð til þess að þær aðgerðir sem kann að verða ráðist í skili sem mestum árangri.“

Komið í veg fyrir allsherjarhrun

Vísir hf. flytur til Grindavíkur | 30. apríl 2014

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Ég ætla því að leyfa mér að eiga áfram gott sam­starf við sveit­ar­stjórn­ar­menn á þess­um stöðum, ræða við þá hvaða lausn­ir kunna að vera fyr­ir hendi, en við mun­um ekki hér, þing­menn, taka ein­hliða ákvörðun um það að það eigi að vera til­tek­inn at­vinnu­rekst­ur á til­tekn­um stað eða að við ætl­um að fara í ákveðnar aðgerðir án sam­ráðs. Við verðum að eiga sam­ráð til þess að þær aðgerðir sem kann að verða ráðist í skili sem mest­um ár­angri.“

„Ég ætla því að leyfa mér að eiga áfram gott sam­starf við sveit­ar­stjórn­ar­menn á þess­um stöðum, ræða við þá hvaða lausn­ir kunna að vera fyr­ir hendi, en við mun­um ekki hér, þing­menn, taka ein­hliða ákvörðun um það að það eigi að vera til­tek­inn at­vinnu­rekst­ur á til­tekn­um stað eða að við ætl­um að fara í ákveðnar aðgerðir án sam­ráðs. Við verðum að eiga sam­ráð til þess að þær aðgerðir sem kann að verða ráðist í skili sem mest­um ár­angri.“

Þetta sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra í umræðum um ákvörðun út­gerðarfyr­ir­tæk­is­ins Vís­is í Grinda­vík að leggja niður starf­semi sína á Djúpa­vogi, Þing­eyri og Húsa­vík. Kristján L. Möller, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hóf umræðuna og spurði að því til hvaða aðgerða ráðherr­ann og rík­is­stjórn­in ætluðu að grípa. Minnti hann í því sam­bandi á að Sig­mund­ur væri ekki aðeins for­sæt­is­ráðherra held­ur einnig fyrsti þingmaður Norðvest­ur­kjör­dæm­is.

Sakaði Vísi um „ótrú­lega ósvífni“

„Við get­um ekki beðið leng­ur, það er bara ekki hægt. Og þess vegna verða stjórn­völd að sýna strax hvað við ætl­um að hafa í boði vegna þess að þarna snýst þetta um fisk og kvóta,“ sagði Kristján og kallaði eft­ir því að við út­hlut­un kvóta í haust fyr­ir nýtt kvóta­ár væri tek­inn frá ákveðinn þorskkvóti til sam­fé­lags­legra aðgerða. Sakaði hann Vísi um að axla ekki þá sam­fé­lags­legu ábyrgð sem fylgdi því að hafa kvót­ann að láni frá þjóðinni. Sagði hann fram­göngu fyr­ir­tæk­is­ins „ótrú­lega ósvífni“.

Sig­mund­ur ít­rekaði að stjórn­mála­menn ættu ekki að segja fólki fyr­ir verk­um um það hver eigi að vera lausn­in á hverj­um stað held­ur leysa mál­in í sam­ráði við fólkið á staðnum. „Hins veg­ar er þetta ákaf­lega mik­il­væg áminn­ing um mik­il­vægi þess að þau lög og þær regl­ur sem stjórn­mála­menn setja séu ekki til þess fall­in að setja nei­kvæða hvata og jafn­vel hættu­lega. Þess vegna er svo mik­il­vægt að menn hverfi af þeirri braut sem síðasta rík­is­stjórn lagði upp með að skatt­leggja sjáv­ar­út­veg­inn á þann hátt að það ýti und­ir og nán­ast krefj­ist samþjöpp­un­ar, krefj­ist samþjöpp­un­ar í grein­inni.“

„Landið væri á hausn­um ef þú hefðir náð þínu fram“

Spurði Sig­mund­ur hvernig staðan væri ef skatt­leggja hefði átt sjáv­ar­út­veg­inn 23-24 millj­arða eins og síðasta stjórn boðaði. Þá hefði þurft að velta fyr­ir sér slíkri stöðu um allt land. Sem bet­ur fer væru stjórn­völd í aðstöðu til þess að bregðast við vand­an­um á um­rædd­um stöðum vegna þess að kerfið væri ennþá til þess fallið að leysa úr svona mál­um. Komið hefði verið í veg fyr­ir alls­herj­ar­hrun með því að stöðva stefnu síðustu rík­is­stjórn­ar.

Þegar Sig­mund­ur mælti þessi loka­orð heyrðust mót­mæli úr röðum stjórn­ar­and­stöðuþing­manna úr þingsaln­um. Þegar hann sté úr ræðustóln­um sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, við hann: „Er þetta það eina sem þú hef­ur að segja við fólkið á þess­um stöðum? Þetta skít­kast.“ Sig­mund­ur svaraði: „Landið væri á hausn­um ef þú hefðir náð þínu fram.“

mbl.is