Þyrftu að rífa sig upp með rótum

Þyrftu mörg að rífa sig upp með rótum

„Það er mjög óákveðið hvað er framundan hjá fólki, en það er allavega vitað mál að fólki mun fækka hér,“ segir Reynir Arnórsson, trúnaðarmaður starfsmanna Vísis hf. á Djúpavogi.

Þyrftu mörg að rífa sig upp með rótum

Vísir hf. flytur til Grindavíkur | 30. apríl 2014

Frá höfninni á Djúpavogi. Fiskvinnsla Vísis er einn stærsti vinnustaður …
Frá höfninni á Djúpavogi. Fiskvinnsla Vísis er einn stærsti vinnustaður hreppsins. mbl.is/Golli

„Það er mjög óákveðið hvað er framund­an hjá fólki, en það er alla­vega vitað mál að fólki mun fækka hér,“ seg­ir Reyn­ir Arn­órs­son, trúnaðarmaður starfs­manna Vís­is hf. á Djúpa­vogi.

„Það er mjög óákveðið hvað er framund­an hjá fólki, en það er alla­vega vitað mál að fólki mun fækka hér,“ seg­ir Reyn­ir Arn­órs­son, trúnaðarmaður starfs­manna Vís­is hf. á Djúpa­vogi.

Á Djúpa­vogi starfa um 50 manns við fisk­vinnslu hjá Vísi hf., sem stefn­ir á að flytja starf­semi sína til Grinda­vík­ur. Starfs­fólki hef­ur verið boðið að fylgja fyr­ir­tæk­inu burt og flytja til Grinda­vík­ur. 

Hluti af sam­fé­lag­inu þótt það sé aðkomu­fólk

Aðspurður seg­ir Reyn­ir það orðum aukið að fyr­ir liggi 30 manna listi yfir starfs­menn sem ætli að flytja burt, sum­ir geti hugsað sér að flytja en aðrir ekki og marg­ir hafi ekki tekið end­an­lega ákvörðun um það. Hann ját­ar því að óviss­an sé óþægi­leg.

„Hér er nátt­úru­lega hell­ing­ur af fólki sem þyrfti að rífa sig upp frá sín­um heima­hög­um og fast­eign­um að auki. Það er ekki þannig að menn hlaupi bara til Grinda­vík­ur með glöðu geði. Hér er fólk með fjöl­skyld­ur, hvort sem það eru út­lend­ing­ar eða Íslend­ing­ar, og með börn bæði í skóla og leik­skóla.“

Reyn­ir seg­ir það rangt sem haldið hef­ur verið fram í umræðunni, að meiri­hluti starfs­fólks í fisk­vinnsl­unni sé út­lend­ing­ar eða er­lend­ir far­and­verka­menn sem geti auðveld­lega flutt sig úr stað.

„Er aðkomumaður út­lend­ing­ur ef hann er bú­inn að vera á Djúpa­vogi eða á Íslandi í 10, 14 ár? Þetta er fólk sem er með ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt og ætl­ar að vera á Íslandi, þetta eru Íslend­ing­ar. Auðvitað eru ein­verj­ir ein­stak­ling­ar inn á milli sem koma til að vinna tíma­bundið, en hér er fólk sem er búið að vera hér í fjölda ára og er hluti af sam­fé­lag­inu.“

Ekki verið að skella al­veg í lás

Full­trúi frá Vísi hf. kem­ur á Djúpa­vog í næstu viku til að fara yfir stöðu mála með starfs­fólki og ræða fram­haldið. Eins og staðan er núna seg­ir Reyn­ir að eng­in end­an­leg tala sé kom­in á það hverj­ir fara suður, né hvenær.

„Vís­ir stefn­ir á að reka hér áfram slátrun á lax og sil­ung úr fisk­eldi og þar munu ein­hverj­ir halda áfram störf­um, þannig að í raun og veru er ekki verið að skella hér al­veg í lás þótt það þurfi að fækka starfs­fólki. “

Sem stend­ur sé þó biðstaða hjá flest­um á meðan þess sé beðið að mynd­in skýrist af hálfu Vís­is. „Þau ætla að miðla til okk­ar upp­lýs­ing­um, en það er verið að ganga þarna frá þrem­ur fyr­ir­tækj­um sem er ekki gert einn, tveir og bingó. Ég hef ekki trú á því að það sé með glöðu geði sem þeir fara á milli og til­kynna fólki um þetta.“

Gáttaður á þing­mönn­um kjör­dæm­is­ins

Reyn­ir tek­ur und­ir með Gauta Jó­hann­es­syni, sveit­ar­stjóra á Djúpa­vogi, sem lýsti í sam­tali við mbl.is í morg­un von­brigðum með sinnu­leysi stjórn­valda í mál­inu. 

„Menn eru mjög ósátt­ir við þá lít­ilsvirðingu sem þing­menn sýna okk­ur með því að sýna eng­an áhuga á að koma hér. Það er einn þingmaður sem gerði sér ferð hingað til okk­ar á Djúpa­vog, og það var Stein­grím­ur sem skoðaði fyr­ir­tækið al­veg frá A til Ö. Maður er bara gáttaður á þessu.“

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra er þingmaður norðaust­ur­kjör­dæm­is. Hann gaf sér ekki tíma til að mæta á fund sem Sam­tök sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi buðu til og raun­ar mættu aðeins fjór­ir þing­men, þar af einn úr stjórn­ar­liðinu.

„Núna eru ekki kosn­ing­ar til Alþing­is, en það er al­veg á hreinu að þegar menn koma ríðandi um landið til að redda sér at­kvæðum fyr­ir næstu kosn­ing­ar, þá verðum við ekki búin að gleyma þessu.“

Sjávarútvegur - löndun - kvóti - fiskur - sjómenn - …
Sjáv­ar­út­veg­ur - lönd­un - kvóti - fisk­ur - sjó­menn - Djúpa­vog­ur mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
Um 470 manns búa á Djúpavogi. Þar af hafa um …
Um 470 manns búa á Djúpa­vogi. Þar af hafa um 50 starfað við fisk­vinnslu hjá Vísi hf. mbl.is/​Golli
mbl.is