Íbúar á Djúpavogi skora á Alþingi

Íbúar á Djúpavogi skora á Alþingi

Íbúar Djúpavogshrepps hafa sett fram undirskriftalista þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að grípa til aðgerða vegna yfirvofandi lokunar Vísis hf. á Djúpavogi. Í áskoruninni er farið fram á að tryggð verði byggð og treyst á Djúpavogi til framtíðar.

Íbúar á Djúpavogi skora á Alþingi

Vísir hf. flytur til Grindavíkur | 7. maí 2014

Djúpivogur.
Djúpivogur. mbl.is/Golli

Íbúar Djúpa­vogs­hrepps hafa sett fram und­ir­skriftal­ista þar sem skorað er á rík­is­stjórn Íslands og Alþingi að grípa til aðgerða vegna yf­ir­vof­andi lok­un­ar Vís­is hf. á Djúpa­vogi. Í áskor­un­inni er farið fram á að tryggð verði byggð og treyst á Djúpa­vogi til framtíðar.

Íbúar Djúpa­vogs­hrepps hafa sett fram und­ir­skriftal­ista þar sem skorað er á rík­is­stjórn Íslands og Alþingi að grípa til aðgerða vegna yf­ir­vof­andi lok­un­ar Vís­is hf. á Djúpa­vogi. Í áskor­un­inni er farið fram á að tryggð verði byggð og treyst á Djúpa­vogi til framtíðar.

Þetta kem­ur fram á vefsvæði Djúpa­vogs­hrepps. Þar seg­ir að und­ir­skrift­arlist­arn­ir munu liggja fyr­ir til sunnu­dags á til­tekn­um stöðum í bæn­um. „Aðstand­end­ur list­ans vilja hvetja íbúa til að sýna sam­stöðu og leggja sitt af mörk­um með und­ir­skrift vegna þess vanda sem nú steðjar að.“

Texti und­ir­skriftal­ista er svohljóðandi:

„Áskor­un til Alþing­is Íslend­inga


For­sæt­is­ráðherra 
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son

Við íbú­ar í Djúpa­vogs­hreppi skor­um á rík­is­stjórn Íslands og hið hátt­virta Alþingi að vinna í anda laga nr. 116/​2006 um stjórn fisk­veiða með því að tryggja og treysta byggð á Djúpa­vogi til framtíðar vegna yf­ir­vof­andi lok­un­ar Vís­is hf á Djúpa­vogi.

Í 1. grein laga um stjórn fisk­veiða seg­ir eft­ir­far­andi: 
"Nytja­stofn­ar á Íslands­miðum eru sam­eign ís­lensku þjóðar­inn­ar. Mark­mið laga þess­ara er að stuðla að vernd­un og hag­kvæmri nýt­ingu þeirra og tryggja með því trausta at­vinnu og byggð í land­inu. Úthlut­un veiðiheim­ilda sam­kvæmt lög­um þess­um mynd­ar ekki eign­ar­rétt eða óaft­ur­kall­an­legt for­ræði ein­stakra aðila yfir veiðiheim­ild­um.“

mbl.is