Rannsókn á hópnauðgun miðar vel

Rannsókn á hópnauðgun miðar vel

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar, segir að rannsókn í hópnauðgunarmáli miði vel en yfirheyrslur hafa staðið yfir um helgina.

Rannsókn á hópnauðgun miðar vel

Ákærðir fyrir hópnauðgun | 12. maí 2014

Fangaklefi á Litla Hrauni.
Fangaklefi á Litla Hrauni. mbl.is/Brynjar Gauti

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar, segir að rannsókn í hópnauðgunarmáli miði vel en yfirheyrslur hafa staðið yfir um helgina.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar, segir að rannsókn í hópnauðgunarmáli miði vel en yfirheyrslur hafa staðið yfir um helgina.

Fimm ungir karlmenn á aldrinum 17-19 ára voru fyrir helgi úrskurðaðir í gæsluvarðhald til fimmtudags. Þeir kærðu úrskurðinn til Hæstaréttar en ekki liggur fyrir niðurstaða Hæstaréttar.

Pilt­arn­ir fimm eru grunaðir um að hafa nauðgað sex­tán ára stúlku í sam­kvæmi í Breiðholti um þar síðustu helgi. Kæra í mál­inu var lögð fram síðdeg­is á miðviku­dag og voru þeir handteknir síðar það kvöld.

mbl.is