Áhrifin hríslast um allt samfélagið

Áhrifin hríslast um allt samfélagið

Um helmingur starfsmanna Vísis á Djúpavogi, eða um 30 manns, hefur lýst áhuga á að flytja til Grindavíkur og hefja þar störf fyrir fyrirtækið. Sumir hafa þegar tekið ákvörðun um að flytja og hafa jafnvel tekið tilboði um atvinnu í Grindavík fagnandi. Aðrir hafa ákveðið að búa áfram fyrir austan, þrátt fyrir að óvissan sé mikil um hvað taki við þegar Vísir hættir þar starfsemi. Í dag fór hópur starfsmanna í boði fyrirtækisins í vettvangsferð til Grindavíkur. Eftir þá heimsókn munu hlutirnir skýrast. Velji starfsmennirnir að flytja býðst Vísir m.a. til að aðstoða við búslóðarflutningana.

Áhrifin hríslast um allt samfélagið

Vísir hf. flytur til Grindavíkur | 15. maí 2014

Vísir hefur ákveðið að hætta starfsemi sinni á Djúpavogi.
Vísir hefur ákveðið að hætta starfsemi sinni á Djúpavogi. Sunna Ósk Logadóttir

Um helm­ing­ur starfs­manna Vís­is á Djúpa­vogi, eða um 30 manns, hef­ur lýst áhuga á að flytja til Grinda­vík­ur og hefja þar störf fyr­ir fyr­ir­tækið. Sum­ir hafa þegar tekið ákvörðun um að flytja og hafa jafn­vel tekið til­boði um at­vinnu í Grinda­vík fagn­andi. Aðrir hafa ákveðið að búa áfram fyr­ir aust­an, þrátt fyr­ir að óviss­an sé mik­il um hvað taki við þegar Vís­ir hætt­ir þar starf­semi. Í dag fór hóp­ur starfs­manna í boði fyr­ir­tæk­is­ins í vett­vangs­ferð til Grinda­vík­ur. Eft­ir þá heim­sókn munu hlut­irn­ir skýr­ast. Velji starfs­menn­irn­ir að flytja býðst Vís­ir m.a. til að aðstoða við bú­slóðar­flutn­ing­ana.

Um helm­ing­ur starfs­manna Vís­is á Djúpa­vogi, eða um 30 manns, hef­ur lýst áhuga á að flytja til Grinda­vík­ur og hefja þar störf fyr­ir fyr­ir­tækið. Sum­ir hafa þegar tekið ákvörðun um að flytja og hafa jafn­vel tekið til­boði um at­vinnu í Grinda­vík fagn­andi. Aðrir hafa ákveðið að búa áfram fyr­ir aust­an, þrátt fyr­ir að óviss­an sé mik­il um hvað taki við þegar Vís­ir hætt­ir þar starf­semi. Í dag fór hóp­ur starfs­manna í boði fyr­ir­tæk­is­ins í vett­vangs­ferð til Grinda­vík­ur. Eft­ir þá heim­sókn munu hlut­irn­ir skýr­ast. Velji starfs­menn­irn­ir að flytja býðst Vís­ir m.a. til að aðstoða við bú­slóðar­flutn­ing­ana.

Þegar svo stórt fyr­ir­tæki, í um 470 íbúa sveit­ar­fé­lagi, ákveður að flytja starf­sem­ina í burtu, hríslast áhrif­in um allt sam­fé­lagið. Breyt­ing­in snert­ir ekki aðeins starfs­menn Vís­is og fjöl­skyld­ur þeirra held­ur einnig alla versl­un og þjón­ustu. Börn­um í skól­un­um mun fækka. Færri munu taka upp veskið í kaup­fé­lag­inu. Draga mun úr verk­efn­um iðnaðarmanna sem þar búa. Bæj­ar­brag­ur­inn mun breyt­ast.

Vís­ir hef­ur rekið fisk­vinnsl­una á staðnum í fimmtán ár. Starfs­menn­irn­ir eru fimm­tíu tals­ins og á aldr­in­um 17-68 ára. Marg­ir þeirra eru með langa starfs­reynslu. Sum­ir eru frá Djúpa­vogi, aðrir aðflutt­ir. Stjórn­end­ur Vís­is segja að ekki verði pakkað sam­an einn dag­inn og skellt í lás. Von­ast þeir til þess að næstu mánuði verði áfram vinna í fisk­vinnsl­unni fyr­ir um 25-30 manns, allt þar til skýrist hvað taki við. En ákvörðunin stend­ur: Það mun koma að því að Vís­ir segi skilið við Djúpa­vog.

Eng­in töfra­lausn

Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra ákvað í vik­unni að auka afla­heim­ild­ir sveit­ar­fé­laga í vanda, m.a. á Djúpa­vogi. Sveit­ar­stjórn­in á eft­ir að fara yfir þá niður­stöðu en seg­ir hana þó í engu sam­ræmi við kröf­ur henn­ar.

Íbúar á Djúpa­vogi eru marg­ir hverj­ir slegn­ir yfir tíðind­un­um. Þeir spyrja hvað taki við og benda á að ferðaþjón­ust­an, þrátt fyr­ir að vera vax­andi í bæn­um, sé eng­in töfra­lausn. Von­ast þeir til að annað fyr­ir­tæki sjái hag í því að halda áfram fisk­vinnslu í bæn­um. Ekk­ert fyr­ir­tæki hef­ur þó enn sem komið er lýst yfir áhuga á slíku.

Djúpa­vogs­bú­ar eru þó þekkt­ir fyr­ir annað en að leggja árar í bát þótt á móti blási. Þeir hafa gripið til ný­stár­legra aðferða til að koma sín­um málstað á fram­færi. Meðal þess sem unnið er að er kynn­ing­ar­mynd­band um Djúpa­vog. „Snú­um vörn í sókn og sýn­um úr hverju við erum gerð,“ seg­ir í frétt um kvik­mynda­gerðina á heimasíðu hrepps­ins.

Rúm­lega 150 íbú­ar í sveit­ar­fé­lag­inu hafa skrifað und­ir áskor­un til Alþing­is um að tryggja og treysta byggð þar til framtíðar. Und­ir­skrift­irn­ar verða af­hent­ar for­sæt­is­ráðherra á morg­un.

„Ég verð að kom­ast af“

„Það var ekki auðvelt að ákveða að flytja frá Djúpa­vogi til Grinda­vík­ur,“ seg­ir­Delia­HomecilloDicdican, starfsmaður Vís­is á Djúpa­vogi. Hún er í hópi þeirra starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins sem hafa ákveðið að taka til­boði um vinnu í Grinda­vík og flytj­ast þangað bú­ferl­um. „Mér þykir vænt um Djúpa­vog. Hér á ég vini. Þegar ég flyt þarf ég að byrja upp á nýtt. Það er ekki ein­falt.“Delia vinn­ur lang­an vinnu­dag og stól­ar á tekj­ur sem hún fær fyr­ir yf­ir­vinnu til að sjá fyr­ir fjöl­skyldu sinni. Hún seg­ist hafa fengið vil­yrði frá Vísi um að hún verði ekki fyr­ir tekju­skerðingu við flutn­ing­inn.

Allt breytt­ist

Delia flutti til Djúpa­vogs frá Fil­ipps­eyj­um fyr­ir fimmtán árum. Hún hef­ur all­an þann tíma unnið hjá Vísi. Eig­inmaður henn­ar og tvö börn urðu eft­ir í heima­land­inu en hún heim­sótti þau á hverju ári. Fyr­ir þrem­ur árum breytt­ist þó allt. Eig­inmaður henn­ar lést og hún vildi því fá börn­in hingað. Það tók sinn tíma. Það var ekki fyrr en í fyrra að Útlend­inga­stofn­un gaf sitt leyfi fyr­ir komu þeirra og fluttu þau beint til Djúpa­vogs og hófu að vinna hjá Vísi. Þau eru nú 16 og 17 ára, son­ur­inn Ju­del og dótt­ir­in Jade Marie. Delia hef­ur mik­inn metnað fyr­ir hönd barna sinna og vill að þau gangi mennta­veg­inn. Hún seg­ir hins veg­ar dýrt, sér­stak­lega þegar ein­stætt for­eldri á í hlut, að senda börn sín í skóla. Því verði þau að vinna um hríð og safna sér pen­ing.

Delia hef­ur aldrei komið til Grinda­vík­ur. Hún þekk­ir eng­an sem býr þar. „Ég tek ákvörðun­ina um að flytja með framtíð barn­anna minna í huga. Draum­ur minn er að koma þeim í há­skóla.“

Hún seg­ir það hafa verið mik­il viðbrigði fyr­ir börn­in að flytja til Íslands. Djúpi­vog­ur sé lít­ill bær en smám sam­an fóru þau að kunna bet­ur við sig. Þau hafa einnig ákveðið að halda áfram að vinna fyr­ir Vísi í Grinda­vík. „Kannski verður líf okk­ar betra í Grinda­vík,“ seg­ir hún.

Delia mun lík­lega flytja í ág­úst, á meðan lokað er hjá Vísi á Djúpa­vogi vegna sum­ar­fría. „Þetta er stór ákvörðun. Og ég er hrædd því að ég er ein­stæð móðir. En ég verð að flytja til að kom­ast af. Ég verð að kom­ast af.“

Verð að hafa vinnu

Hún seg­ir of mikið óör­yggi fel­ast í því að búa áfram á Djúpa­vogi. Vinnsla verður áfram á staðnum í ein­hverja mánuði en hvað svo?

„En ég verð að hugsa um börn­in mín. Ég verð að hafa vinnu. Ég er að flytja því ég vil hafa vinnu, ég vil ekki bæt­ur frá hinu op­in­bera,“ seg­ir Delia.

Vís­ir býðst til að aðstoða fólk við að finna hús­næði í Grinda­vík og einnig að greiða fyr­ir bú­ferla­flutn­ing­ana. Það seg­ir Delia mik­inn létti.

En myndi Delia vera að flytja frá Djúpa­vogi ef Vís­ir væri ekki að hætta starf­semi sinni þar? „Nei, ég myndi vera áfram.“

Vona það besta

„Ég upp­lifi mikla óvissu,“ seg­ir Guðjón Rafn Steins­son, 15 ára, sem er fædd­ur og upp­al­inn á Djúpa­vogi. „Mér finnst eins og all­ir haldi í von­ina, bú­ist við hinu versta en voni það besta.“

Í haust ætl­ar hann að hefja nám á tungu­mála­braut í Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri. Hann seg­ist stefna á að flytja aft­ur til Djúpa­vogs að loknu námi. Hann seg­ir það þó velta á því að at­vinnu verði að fá í bæn­um. Hann seg­ir að jafn­aldr­arn­ir á Djúpa­vogi tali mikið um brott­hvarf Vís­is og hafi kynnt sér málið vel. „Þetta snýst ekki bara um að Vís­ir sé að fara,“ seg­ir Guðjón. „Það mun fækka í skól­un­um, það minnka viðskipti við búðirn­ar og alla þjón­ustu. Þetta hef­ur áhrif á allt, líka aðrar at­vinnu­grein­ar.“

Guðjón seg­ir að nokkr­ir krakk­ar í grunn­skól­an­um muni nú flytja til Grinda­vík­ur með for­eldr­um sín­um. „Þetta eru krakk­ar sem eiga hér sína vini og þurfa nú að flytja.“

Guðjón bend­ir á að mikið sé talað um að lax­eldi Fisk­eld­is Aust­fjarða í Beruf­irði muni vaxa og að fleiri störf muni skap­ast í tengsl­um við það. Hins veg­ar sé nokkuð í að slíkt ger­ist. Því verði eitt­hvað annað að koma til næstu 2-3 árin, nú þegar Vís­ir er að fara. „Fólk get­ur ekki búið hér án at­vinnu. Það mun því fara ef ekk­ert breyt­ist.“

Hann seg­ir að besta staðan væri sú að Vís­ir eða annað fisk­vinnslu­fyr­ir­tæki yrði áfram og lax­eldið þar að auki. Það hefði breytt miklu, jafn­vel hefði fjölgað í bæn­um og ein­hver upp­bygg­ing orðið. Guðjón seg­ir að vissu­lega sé ferðaþjón­ust­an vax­andi at­vinnu­grein á Djúpa­vogi en hún muni aldrei koma í staðinn fyr­ir stórt fyr­ir­tæki á borð við Vísi. Hann seg­ir þó mik­il­vægt að líta á björtu hliðarn­ar. „Þær eru þó kannski ekki svo marg­ar. En maður verður að reyna að vera bjart­sýnn.“

Þurf­um að standa sam­an

Jóna Krist­ín Sig­urðardótt­ir hef­ur búið á Djúpa­vogi í 32 ár. Maður­inn henn­ar er sjó­maður og er á tog­ara sem gerður er út frá Fá­skrúðsfirði. „Það er margt sem hef­ur breyst hér und­an­far­in ár, hér eru eng­ir tog­ar­ar. Maður­inn minn valdi því þann kost­inn að fara á tog­ara frá Fá­skrúðsfirði. Þeir eru með heima­höfn þar, svo hann keyr­ir bara á milli Fá­skrúðsfjarðar og Djúpa­vogs.“

Jóna á tvo syni, ann­ar er í af­leys­ing­um á sama tog­ara og faðir hans og hinn í Há­skól­an­um í Reykja­vík.

Í sept­em­ber verður Jóna búin að vinna í frysti­hús­inu á Djúpa­vogi í 26 ár, þar af hef­ur Vís­ir rekið vinnsl­una í 15 ár. „Þetta hef­ur verið mjög góður vinnustaður og mér þykir mjög vænt um Vísi.“

Jóna seg­ir stjórn­end­ur Vís­is ætíð hafa reynst sér vel. „Þannig að þegar þetta kom upp í vor, að þeir væru að loka, þá þurfti ég virki­lega að hugsa mig um. Mig langaði að fara,“ seg­ir Jóna sem fer reglu­lega á veg­um Vís­is til Grinda­vík­ur til að bera sam­an bæk­ur sín­ar við aðra mats­menn fyr­ir­tæk­is­ins. Hún seg­ir fólkið þar vina­legt, á sín­um aldri og tæki­færið því spenn­andi í henn­ar huga. „En nú hef ég ákveðið að fara ekki, að minnsta kosti í bili. Ég er orðin sátt við þá ákvörðun.“

En hvað varð til þess að hún tók þá ákvörðun?

„Trú á staðnum,“ seg­ir Jóna ákveðin. „Þó að þetta ger­ist núna tel ég að Djúpi­vog­ur eigi framtíðina fyr­ir sér.“ Hún nefn­ir sem dæmi upp­bygg­ingu í tengsl­um við ferðaþjón­ust­una og seg­ist vilja horfa á tæki­fær­in og mögu­leik­ana.

„Ég veit ekki frek­ar en aðrir hvað er framund­an. En ég ætla að vera bjart­sýn. Við sem eft­ir erum þurf­um að standa sam­an. Við þurf­um að vera uppörv­andi, ekki draga hvert annað niður. Við þurf­um að hafa trú á okk­ur sjálf­um og þess­um stað.“

Jóna Krist­ín er matsmaður og seg­ir að sú reynsla muni nýt­ast sér við laxaslátr­un­ina sem hefst hjá Vísi í haust. „En það versta er óviss­an. Við vit­um nokk­urn veg­inn hvað ger­ist þetta árið en hvað ger­ist á næsta ári?“

Lax­eldið eitt og sér nægi ekki til að halda úti fullri starf­semi í fisk­vinnsl­unni á Djúpa­vogi. „Við þurf­um eitt­hvað annað með.“

Jóna seg­ir mis­jafnt hvernig íbú­ar á Djúpa­vogi hafi tekið tíðind­un­um af brott­för Vís­is­manna. Vissu­lega séu sum­ir hrein­lega í sár­um. Fyrstu vik­urn­ar eft­ir að ákvörðunin var kunn­gjörð hafi verið erfiðast­ar. Fólk sé svo að átta sig á því núna að marg­ir muni flytja úr bæn­um í haust. „Og það hef­ur komið svo­lítið bak­slag. En ég breyti þess­ari ákvörðun ekki. Og því ætla ég að vera já­kvæð. Það verður að stappa stál­inu í þá sem eft­ir eru. Það er ein­fald­lega þannig.“

Vill prófa eitt­hvað nýtt

„Það er gott að búa á Djúpa­vogi en ég hef ákveðið að flytja til Grinda­vík­ur,“ seg­ir Jacek Ptak, starfsmaður Vís­is, sem hef­ur búið á Djúpa­vogi í sjö ár. Hann lang­ar að prófa að búa á nýj­um stað, en úti­lok­ar ekki að snúa aft­ur. Jacek á fjöl­skyldu á Djúpa­vogi, móður og bróður. Móðir hans vinn­ur hjá Vísi og hef­ur líka ákveðið að flytja. Bróðir hans ætl­ar að búa áfram á Djúpa­vogi. „Ég er spennt­ur að prófa eitt­hvað nýtt,“ seg­ir Jacek sem er ein­hleyp­ur og barn­laus. „Kannski ég skoði aðeins kon­ur í Grinda­vík,“ seg­ir hann og hlær.

Strax í haust mun verulega draga úr starfsemi Vísis á …
Strax í haust mun veru­lega draga úr starf­semi Vís­is á Djúpa­vogi. Sunna Ósk Loga­dótt­ir
„Þegar ég flyt þarf ég að byrja upp á nýtt,“ …
„Þegar ég flyt þarf ég að byrja upp á nýtt,“ seg­ir Delia. mbl.is/​Sunna Ósk Loga­dótt­ir
Frá starfsstöð Vísis á Djúpavogi.
Frá starfs­stöð Vís­is á Djúpa­vogi. mbl.is/​Golli
Smábátar við höfnina á Djúpavogi.
Smá­bát­ar við höfn­ina á Djúpa­vogi. mbl.is/​Sig­urður Bogi
Guðjón Rafn Steinsson, 15 ára Djúpavogsbúi.
Guðjón Rafn Steins­son, 15 ára Djúpa­vogs­búi. mbl.is/​Sunna Ósk Loga­dótt­ir
Flytji margir úr bænum, eins og útlit er fyrir, mun …
Flytji marg­ir úr bæn­um, eins og út­lit er fyr­ir, mun það hafa áhrif á versl­un, þjón­ustu og bæj­ar­brag­inn. mbl.is/​Golli
Jóna Kristín Sigurðardóttir, matsmaður, ætlar ekki að flytja. Hún segir …
Jóna Krist­ín Sig­urðardótt­ir, matsmaður, ætl­ar ekki að flytja. Hún seg­ir nauðsyn­legt að halda í von­ina og vera bjart­sýnn. Sunna Ósk Loga­dótt­ir
Jacek Ptak hefur unnið hjá Vísi á Djúpavogi í sjö …
Jacek Ptak hef­ur unnið hjá Vísi á Djúpa­vogi í sjö ár. Hann ætl­ar nú að flytja til Grinda­vík­ur. Sunna Ósk Loga­dótt­ir
mbl.is