„Þetta var morð á verkamönnum“

Námuslys í Tyrklandi | 15. maí 2014

„Þetta var morð á verkamönnum“

Ólýsanleg sorg ríkti í tyrkneska bænum Soma í dag þegar meira en tvö hundruð verkamenn voru bornir til grafar. Mennirnir létust þegar sprenging varð í námu við bæinn. Staðfest dauðsföll eru komin yfir 280 og meira en hundrað er enn saknað. Litlar sem engar vonir eru um að mennirnir séu á lífi.

„Þetta var morð á verkamönnum“

Námuslys í Tyrklandi | 15. maí 2014

00:00
00:00

Ólýs­an­leg sorg ríkti í tyrk­neska bæn­um Soma í dag þegar meira en tvö hundruð verka­menn voru born­ir til graf­ar. Menn­irn­ir lét­ust þegar spreng­ing varð í námu við bæ­inn. Staðfest dauðsföll eru kom­in yfir 280 og meira en hundrað er enn saknað. Litl­ar sem eng­ar von­ir eru um að menn­irn­ir séu á lífi.

Ólýs­an­leg sorg ríkti í tyrk­neska bæn­um Soma í dag þegar meira en tvö hundruð verka­menn voru born­ir til graf­ar. Menn­irn­ir lét­ust þegar spreng­ing varð í námu við bæ­inn. Staðfest dauðsföll eru kom­in yfir 280 og meira en hundrað er enn saknað. Litl­ar sem eng­ar von­ir eru um að menn­irn­ir séu á lífi.

Spreng­ing­in snert­ir alla í Soma. Versl­an­ir voru flest­ar lokaðar í dag og ef eig­end­ur lokuðu ekki af sjálf­dáðum urðu þeir að gera það enda fóru flest­ir starfs­menn í verk­fall í dag vegna at­b­urðanna. Marg­ir kenna tyrk­nesk­um stjórn­völd­um um. Nemi sem AFP-frétta­veit­an ræddi við mót­mælti af þeim sök­um. „Þetta var morð á verka­mönn­um,“ sagði kon­an og einnig að hún þekkti til margra sem misst höfðu ein­hvern ná­kom­inn.

Recep Tayyip Er­dog­an, for­sæt­is­ráðherra Tyrk­lands, hafnaði því hins veg­ar al­farið í gær að rík­is­stjórn hans bæri ábyrgð. Hann sagði námuna hafa staðist ör­ygg­is­skoðun í mars síðastliðnum og benti fólki á að vinnu­slys geti orðið. Urðu orð hans sem olía á eld­inn og færðust mót­mæli í auk­anna eft­ir að Er­dog­an tjáði sig.

mbl.is