Vísir með vinnslu á Djúpavogi í eitt ár

Vísir hf. með vinnslu á Djúpavogi í eitt ár

Vísir hf. í Grindavík ætlar að halda áfram starfsemi við ferskfiskvinnslu og frystingu á Djúpavogi í eitt ár. Við það starfa rúmlega 30 starfsmenn.

Vísir hf. með vinnslu á Djúpavogi í eitt ár

Vísir hf. flytur til Grindavíkur | 26. maí 2014

Vísir ætlar að vera áfram með ferskfiskvinnslu og frystingu á …
Vísir ætlar að vera áfram með ferskfiskvinnslu og frystingu á Djúpavogi í eitt ár. mbl.is/Sunna Ósk Logadóttir

Vísir hf. í Grindavík ætlar að halda áfram starfsemi við ferskfiskvinnslu og frystingu á Djúpavogi í eitt ár. Við það starfa rúmlega 30 starfsmenn.

Vísir hf. í Grindavík ætlar að halda áfram starfsemi við ferskfiskvinnslu og frystingu á Djúpavogi í eitt ár. Við það starfa rúmlega 30 starfsmenn.

Þurrsöltun, þar sem starfa rúmlega 20 manns, verður flutt til Grindavíkur í haust. „Það verður heldur minni fækkun starfsmanna á Djúpavogi en til stóð,“ sagði Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis. „Við ætlum að gefa þessu þann tíma sem það þarf.“

Pétur ætlaði að fara austur á Djúpavog í dag til að kynna starfsfólki og heimamönnum breyttar áætlanir fyrirtækisins. Hann sagði að á meðan unnið yrði að þessum breytingum yrðu yfir 30 manns í vinnu hjá Vísi á Djúpavogi. Það er svipaður starfsmannafjöldi og þegar þeir byrjuðu þar fyrir 15 árum.

Fjallað var um málið í þættinum Eyjan síðdegis í gær

mbl.is