Clooney og Alamuddin gifta sig í Downton Abbey

George Clooney | 27. maí 2014

Clooney og Alamuddin gifta sig í Downton Abbey

Leikarinn George Clooney og lögmaðurinn Amal Alamuddin ætla ekki að láta neinn tíma fara til spillis, en þau eru þessa daganna að skipuleggja drauma brúðkaupið sitt. Eftir að hafa ákveðið dag í september til að ganga í það heilaga, eru þau einnig búin að finna fullkomin stað fyrir viðburðinn. Samkvæmt heimildum HELLO! hefur parið ákveðið að gifta sig í Highclere kastalanum, sem Íslendingar ættu að þekkja úr sjónvarpsþáttunum Downton Abbey.

Clooney og Alamuddin gifta sig í Downton Abbey

George Clooney | 27. maí 2014

Leikarinn George Clooney og lögmaðurinn Amal Alamuddin.
Leikarinn George Clooney og lögmaðurinn Amal Alamuddin. mbl.is/AFP

Leik­ar­inn Geor­ge Cloo­ney og lögmaður­inn Amal Alamudd­in ætla ekki að láta neinn tíma fara til spill­is, en þau eru þessa dag­anna að skipu­leggja drauma brúðkaupið sitt. Eft­ir að hafa ákveðið dag í sept­em­ber til að ganga í það heil­aga, eru þau einnig búin að finna full­kom­in stað fyr­ir viðburðinn. Sam­kvæmt heim­ild­um HELLO! hef­ur parið ákveðið að gifta sig í Highcl­ere kast­al­an­um, sem Íslend­ing­ar ættu að þekkja úr sjón­varpsþátt­un­um Downt­on Abbey.

Leik­ar­inn Geor­ge Cloo­ney og lögmaður­inn Amal Alamudd­in ætla ekki að láta neinn tíma fara til spill­is, en þau eru þessa dag­anna að skipu­leggja drauma brúðkaupið sitt. Eft­ir að hafa ákveðið dag í sept­em­ber til að ganga í það heil­aga, eru þau einnig búin að finna full­kom­in stað fyr­ir viðburðinn. Sam­kvæmt heim­ild­um HELLO! hef­ur parið ákveðið að gifta sig í Highcl­ere kast­al­an­um, sem Íslend­ing­ar ættu að þekkja úr sjón­varpsþátt­un­um Downt­on Abbey.

Alamudd­in féll fyr­ir sögu­lega setr­inu, er Cloo­ney fór með hana þangað í óvænt ferðalag í síðustu viku, þar sem hann vissi að hún væri mik­ill aðdá­andi þátt­anna.

„Cloo­ney og Hugh Bonn­eville, sem leik­ur Robert Crawley lá­v­arð, urðu góðir vin­ir er þeir léku sam­an í Monu­ments Men á síðasta ári,“ sagði heim­ild­armaður Mail og bætti við: „Cloo­ney hafði sam­band við Bonn­eville og bað hann um að sýna þeim kast­al­ann. Alamudd­in kol­féll fyr­ir staðnum. Þegar Cloo­ney sá viðbrögð unn­ustu sinn­ar, fór hann að grennsl­ast fyr­ir um hvort að þau gætu látið pússa sig sam­an í kast­al­an­um. Hann fékk þau svör að það væri vel­komið.“

Highcl­ere kast­al­inn hef­ur verið heim­ili Carn­ar­von fjöl­skyld­unn­ar síða nárið 1679.

mbl.is