Þingeyskir framsóknarmenn ósáttir við ráðherra

Þingeyskir framsóknarmenn ósáttir við ráðherra

 Framsóknarfélag Þingeyinga lýsir yfir verulegum vonbrigðum yfir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar vegna brotthvarf Vísis frá Húsavík. Félagið krefst þess að ráðherra sjávarútvegsmála bregðist við þessu.

Þingeyskir framsóknarmenn ósáttir við ráðherra

Vísir hf. flytur til Grindavíkur | 28. maí 2014

Frá Húsavík
Frá Húsavík

 Fram­sókn­ar­fé­lag Þing­ey­inga lýs­ir yfir veru­leg­um von­brigðum yfir aðgerðarleysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna brott­hvarf Vís­is frá Húsa­vík. Fé­lagið krefst þess að ráðherra sjáv­ar­út­vegs­mála bregðist við þessu.

 Fram­sókn­ar­fé­lag Þing­ey­inga lýs­ir yfir veru­leg­um von­brigðum yfir aðgerðarleysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna brott­hvarf Vís­is frá Húsa­vík. Fé­lagið krefst þess að ráðherra sjáv­ar­út­vegs­mála bregðist við þessu.

„Þann 28. mars síðastliðinn til­kynnti Vís­ir hf. bæj­ar­yf­ir­völd­um í Norðurþingi að fyr­ir­tækið hugðist loka vinnslu sinni á Húsa­vík 1. maí. Jafn­framt hugðist fyr­ir­tækið loka vinnsl­um sín­um á Djúpa­vogi og Þing­eyri.

Vís­ir hf. bauðst til að flytja fólk hreppa­flutn­ing­um til Grinda­vík­ur þar sem stækka átti verk­smiðju fyr­ir­tæk­is­ins. Þeir sem það ekki þáðu var annað hvort vísað á at­vinnu­leys­is­bæt­ur vegna hrá­efn­is­skorts í vinnsl­unni á Húsa­vík eða aðrir hófu vinnu við niðurrif á verk­smiðjunni. Þetta er nú orðinn hlut­ur.

Sér­tæk­um kvóta hef­ur nú verið út­hlutað á Djúpa­vogi og Þing­eyri vegna brott­hvarfs Vís­is hf. enda hef­ur fyr­ir­tækið nú ákveðið að hverfa ekki frá þess­um stöðum að sinni. Hins­veg­ar hef­ur rík­is­valdið ekki brugðist við brott­hvarfi Vís­is hf. á Hús­vík og lýs­ir Fram­sókn­ar­fé­lag Þing­ey­inga veru­leg­um von­brigðum yfir aðgerðarleys­inu. Fé­lagið krefst þess að ráðherra sjáv­ar­út­vegs­mála bregðist við þessu enda hverfa tæp­lega 3000 afla­heim­ild­ir úr byggðlag­inu og stuðlað að hnign­un út­gerðar á Húsa­vík,“ seg­ir í álykt­un sem Fram­sókn­ar­fé­lag Þing­ey­inga send­ir á fjöl­miðla.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins.
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra og þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is