Clooney vill hafa brúðkaupið á Ítalíu

George Clooney | 12. júní 2014

Clooney vill hafa brúðkaupið á Ítalíu

George Clooney og unnusta hans, Amal Alamuddin, sáust í Feneyjum í síðasta mánuði við kvöldverð en talið er að parið sé að leita að stað fyrir brúðkaup sitt sem fram fer í september.

Clooney vill hafa brúðkaupið á Ítalíu

George Clooney | 12. júní 2014

mbl.is/AFP

Geor­ge Cloo­ney og unn­usta hans, Amal Alamudd­in, sáust í Fen­eyj­um í síðasta mánuði við kvöld­verð en talið er að parið sé að leita að stað fyr­ir brúðkaup sitt sem fram fer í sept­em­ber.

Geor­ge Cloo­ney og unn­usta hans, Amal Alamudd­in, sáust í Fen­eyj­um í síðasta mánuði við kvöld­verð en talið er að parið sé að leita að stað fyr­ir brúðkaup sitt sem fram fer í sept­em­ber.

Frétt­ir bár­ust að því að parið ætlaði að halda brúðkaups­veislu sína í Highcl­ere Castle á Englandi, sem marg­ir þekkja úr bresku þátt­un­um Downt­on Abbey en nú er það ekki talið ör­uggt. Auk þess hef­ur lúxusvilla Geor­ge Cloo­ney við Como-vatn á Ítal­íu verið nefnd og Fen­eyj­ar. Heim­ild­ir herma að Alamudd­in hafi þótt staður­inn við Como-vatn of op­in­ber.

Geor­ge Cloo­ney hef­ur kynnt sér Fen­eyj­ar vel og mætt á kvik­mynda­hátíðina sem þar er hald­in ár­lega en nú síðast mætti hann á sýn­ingu kvik­mynd­ar­inn­ar Gra­vity þar sem hann fór með aðal­hlut­verkið ásamt Söndru Bullock.

Í viðtalið við New York Post‘s Page Six sagði heim­ild­armaður að parið vilji gifta sig á Ítal­íu en að þau þurfi að finna stað sem gefi þeim og gest­um þeirra næði. 

Gestalisti brúðkaups­ins skart­ar meðal ann­ars þeim Brad Pitt, Ang­el­inu Jolie, Söndru Bullock og Matt Damon.

Geor­ge Cloo­ney og Amal Alamudd­in trú­lofuðu sig í lok apríl á þessu ári eft­ir að hafa verið sam­an í sjö mánuði. 

Ef brúðkaupið verður haldið í sept­em­ber, líkt og áætlað er, verður það í kring­um eins árs trú­lof­un­ar­af­mæli þeirra.  

George Clooney sást ásamt unnustu sinni í Feneyjum.
Geor­ge Cloo­ney sást ásamt unn­ustu sinni í Fen­eyj­um. mbl.is/​AFP
mbl.is