Giftast á Ítalíu

George Clooney | 7. ágúst 2014

Giftast á Ítalíu

George Clooney og Amal Alamuddin hafa sótt um giftingarleyfi og skráð giftingu sína í London, að því er vefsíða fréttastofan Sky News greinir frá.

Giftast á Ítalíu

George Clooney | 7. ágúst 2014

George Clooney og Amal Alamuddin.
George Clooney og Amal Alamuddin. mbl.is/AFP

Geor­ge Cloo­ney og Amal Alamudd­in hafa sótt um gift­ing­ar­leyfi og skráð gift­ingu sína í London, að því er vefsíða frétta­stof­an Sky News grein­ir frá.

Geor­ge Cloo­ney og Amal Alamudd­in hafa sótt um gift­ing­ar­leyfi og skráð gift­ingu sína í London, að því er vefsíða frétta­stof­an Sky News grein­ir frá.

Hjóna­vígsluna létu þau skrá í Chel­sea Old Town Hall í London og get­ur hver sem er fengið að sjá leyfið en þau mega gifta sig 16 dög­um eft­ir að um leyfi hef­ur verið sótt.

Staðsetn­ing brúðkaups­ins kem­ur fram á leyf­inu en þar stend­ur að brúðkaupið muni fara fram á Ítal­íu líkt og get­gát­ur hafa verið uppi um.

Á leyf­inu er Geor­ge Cloo­ney skráður sem Geor­ge Timot­hy Cloo­ney og starf hans skráð sem leik­ari og leik­stjóri en Amal Alamudd­in sem lög­fræðing­ur. Leyfið gild­ir í 12 mánuði frá út­gáfu­degi.

Amal Alamudd­in og Geor­ge Cloo­ney trú­lofuðu sig í apríl á þessu ári og hyggj­ast gift­ast í glæsi­hýsi Geor­ge Cloo­neys við Como vatn á Ítal­íu í sept­em­ber.

Áður hef­ur Geor­ge Cloo­ney verið gift­ur henni Talia Bal­sam en þau skildu árið 1993 eft­ir fimm ára hjóna­band. Geor­ge Cloo­ney sagðist á þeim tíma aldrei ætla að gifta sig aft­ur en hann hef­ur síðan verið í sam­bandi með Lisa Snowdon, Stacy Kei­bler og Elisa­betta Cana­l­is áður en hann kynnt­ist Amal Alamudd­in.

mbl.is