Alamuddin hafnar rannsóknarstöðunni

George Clooney | 12. ágúst 2014

Alamuddin hafnar rannsóknarstöðunni

Amal Alamuddin, unnusta stórleikarans George Clooney, hefur hafnað stöðu í rannsóknarnefnd á vegum mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sökum anna.

Alamuddin hafnar rannsóknarstöðunni

George Clooney | 12. ágúst 2014

Alamuddin er lögfræðingur með gráðu frá bæði Oxford-háskóla og New …
Alamuddin er lögfræðingur með gráðu frá bæði Oxford-háskóla og New York-háskóla. mbl.is/AFP

Amal Alamudd­in, unn­usta stór­leik­ar­ans Geor­ge Cloo­ney, hef­ur hafnað stöðu í rann­sókn­ar­nefnd á veg­um mann­rétt­inda­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna sök­um anna.

Amal Alamudd­in, unn­usta stór­leik­ar­ans Geor­ge Cloo­ney, hef­ur hafnað stöðu í rann­sókn­ar­nefnd á veg­um mann­rétt­inda­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna sök­um anna.

Hún var skipuð í nefnd­ina í gær, en hún hefði orðið einn af þrem­ur sér­fræðing­um nefnd­ar sem rann­sak­ar ásókn Ísra­els­hers á Gaza-strönd­ina. 

Yf­ir­maður mann­rétt­inda­nefnd­ar SÞ, Bau­delaire Ndong Ella, seg­ir ástæðu þess að Alamudd­in hafnaði stöðunni vera að hún hafi þegar verið skuld­bund­in í öðrum verk­efn­um. Hann bætti við að henni þætti jafn­framt leitt að geta ekki nýtt sérþekk­ingu sína á þessu sviði í verk­efnið.

Ella skipaði í gær þrjá nefnd­ar­menn sér­stakr­ar rann­sókn­ar­nefnd­ar um átök­in á Gaza-svæðinu, en nefnd­inni ber að skila skýrslu í mars. Hann hafði sam­band við hugs­an­lega nefnd­ar­menn áður en hann til­kynnti um hverj­ir hefðu verið skipaðir, en nokkr­um klukku­stund­um síðar hafði Alamudd­in sagt sig frá verk­efn­inu.

Þrátt fyr­ir frá­hvarf henn­ar seg­ir Ella að nefnd­in sé starf­hæf og muni þegar hefjast handa við rann­sókn­ina. Í nefnd­inni eru þaul­reynd­ir lög­fræðing­ar, en ásamt Alamudd­in voru skipaðir kanadíski alþjóðarétt­ar­sér­fræðing­ur­inn William Schabas og Doudou Diene frá Senegal, en hann hef­ur áður starfað fyr­ir SÞ í bar­áttu gegn kynþátt­aníði á Fíla­beins­strönd­inni.

mbl.is