Fitnar í fríi

Channing Tatum | 16. september 2014

Fitnar í fríi

Leikarinn Channing Tatum er þekktur fyrir að vera ávallt í flottu formi en hann viðurkennir að það sé vinnan sem haldi honum á tánum hvað varðar líkamsrækt. Tatum kveðst því fitna um leið og hann er ekki að leika í kvikmyndum.

Fitnar í fríi

Channing Tatum | 16. september 2014

Leikarinn Channing Tatum hatar að vera í megrun.
Leikarinn Channing Tatum hatar að vera í megrun. AFP

Leik­ar­inn Chann­ing Tatum er þekkt­ur fyr­ir að vera ávallt í flottu formi en hann viður­kenn­ir að það sé vinn­an sem haldi hon­um á tán­um hvað varðar lík­ams­rækt. Tatum kveðst því fitna um leið og hann er ekki að leika í kvik­mynd­um.

Leik­ar­inn Chann­ing Tatum er þekkt­ur fyr­ir að vera ávallt í flottu formi en hann viður­kenn­ir að það sé vinn­an sem haldi hon­um á tán­um hvað varðar lík­ams­rækt. Tatum kveðst því fitna um leið og hann er ekki að leika í kvik­mynd­um.

Hinn 34 ára Tatum hef­ur gam­an af íþrótt­um að eig­in sögn en hon­um finnst þó erfitt að halda sér í formi þegar hann er í fríi.

„Þegar ég er ekki að vinna þá verð ég “fa­ppy“ eins og ég og kon­an mín köll­um það, það þýðir „fat and happy“,“ sagði leik­ar­inn sem er gift­ur leik­kon­unni Jenna Dew­an-Tatum.

„Ég haf gam­an af því að hreyfa mig en ég hata að vera í megr­un. Hata það. Þegar ég er í megr­un þá borða ég það sama dag­inn út og inn, það er hræðilegt,“ út­skýrði Tatum í viðtali við HELLO! tíma­ritið.

„Allt. Ost­borg­ara, pítsu, bjór...“ sagði leik­ar­inn aðspurður að því hvað hann borðar þegar hann er ekki í megr­un.

mbl.is