Seldu brúðkaupamyndirnar

George Clooney | 1. október 2014

Seldu brúðkaupamyndirnar

Hjartaknúsarinn George Clooney gifti sig um helgina og vakti brúðkaupið mikla athygli meðal almennings. Allir virtust vera spenntir að sjá brúðkaupsmyndirnar og kjólinn sem Amal Alamuddin, eiginkona Clooney, klæddist.

Seldu brúðkaupamyndirnar

George Clooney | 1. október 2014

Amal Alamuddin og George Clooney prýddu forsíðu Hello!
Amal Alamuddin og George Clooney prýddu forsíðu Hello!

Hjar­ta­knús­ar­inn Geor­ge Cloo­ney gifti sig um helg­ina og vakti brúðkaupið mikla at­hygli meðal al­menn­ings. All­ir virt­ust vera spennt­ir að sjá brúðkaups­mynd­irn­ar og kjól­inn sem Amal Alamudd­in, eig­in­kona Cloo­ney, klædd­ist.

Hjar­ta­knús­ar­inn Geor­ge Cloo­ney gifti sig um helg­ina og vakti brúðkaupið mikla at­hygli meðal al­menn­ings. All­ir virt­ust vera spennt­ir að sjá brúðkaups­mynd­irn­ar og kjól­inn sem Amal Alamudd­in, eig­in­kona Cloo­ney, klædd­ist.

Til að gera öll­um til geðs seldu þau Cloo­ney og Alamudd­in brúðkaups­mynd­ir til birt­ing­ar í tíma­rit­un­um People, US og Hello! fyr­ir dágóða summu. Nú hafa þau hjóna­korn ákveðið að gefa nán­ast all­an ágóðan til góðgerðar­mála.

„All­ar mynd­irn­ar sem birt­ust munu bjarga manns­líf­um,“ sagði ná­inn vin­ur Cloo­ney í viðtali sem birt­is á TMZ.com en ágóðinn mun renna til Sa­tellite Sent­inel Proj­ect sam­tak­anna sem vinna í þágu bág­staddra í Súd­an

Ekki er vitað hversu mikið þau Cloo­ney og Alamudd­in fengu fyr­ir mynd­irn­ar.

mbl.is