Sér í andlitinu hvort fólk borðar hollt

Gullkistan | 9. október 2014

Sér í andlitinu hvort fólk borðar hollt

Þorbjörg Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og næringaþerapisti er lesendum Smartlands Mörtu Maríu að góðu kunn því hún fór með ákveðnum hópi í gegnum átakið „10 árum yngri á 10 vikum“ vorið og sumarið 2011. Nú hefur Þorbjörg sent frá sér enn eina bókina sem ætti að vera eins og himnasending fyrir þá sem eru með slæma húð en hvernig kom það til að hún fór að einblína á húðina?

Sér í andlitinu hvort fólk borðar hollt

Gullkistan | 9. október 2014

Þorbjörg Hafsteinsdóttir á mjög auðvelt með að sjá í andliti …
Þorbjörg Hafsteinsdóttir á mjög auðvelt með að sjá í andliti okkar hvort við séum að hugsa vel um okkur eða ekki.

Þor­björg Haf­steins­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur og nær­ingaþerap­isti er les­end­um Smart­lands Mörtu Maríu að góðu kunn því hún fór með ákveðnum hópi í gegn­um átakið „10 árum yngri á 10 vik­um“ vorið og sum­arið 2011. Nú hef­ur Þor­björg sent frá sér enn eina bók­ina sem ætti að vera eins og himna­send­ing fyr­ir þá sem eru með slæma húð en hvernig kom það til að hún fór að ein­blína á húðina?

Þor­björg Haf­steins­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur og nær­ingaþerap­isti er les­end­um Smart­lands Mörtu Maríu að góðu kunn því hún fór með ákveðnum hópi í gegn­um átakið „10 árum yngri á 10 vik­um“ vorið og sum­arið 2011. Nú hef­ur Þor­björg sent frá sér enn eina bók­ina sem ætti að vera eins og himna­send­ing fyr­ir þá sem eru með slæma húð en hvernig kom það til að hún fór að ein­blína á húðina?

„Danska sjón­varið DR1 bað mig að stjórna þátt­um sem sner­ust um ung­legt út­lit. Tveir hóp­ar með bæði körl­um og kon­um voru sett­ir upp, ann­ar leidd­ur af lýta­lækni sem ein­ung­is mátti nota sín verk­færi eins og fillers, bótox, leysi og hníf og hins veg­ar ég með mitt kon­sept; mat­inn, bæti­efn­in, lífsþjálf­un, hreyf­ingu og annað nátt­úru­legt,“ seg­ir Þor­björg.

Hún seg­ir að gald­ur­inn á bak við ung­legt út­lit sé margþætt. 

„Fyrst þarf að skil­greina feg­urð, ekki satt. Fyr­ir mér er það út­geisl­un, fal­leg og ljóm­andi húð, sjálfs­ör­uggi og að standa með sjálf­um sér - líka þegar tím­ar verða erfiðir. Feg­urðin kem­ur þannig að mestu leyti inn­an frá. Lík­ami og hug­ur stjórn­ar því. Mataræðið er al­gjör­lega óhjá­kvæmi­leg und­ir­staða; rétt val og sam­setn­ing og ekki síst gæði. Hreyf­ing og lík­ams­rækt og hug­rækt er ekki síðri.“

Þor­björg hef­ur 25 ára reynslu í fag­inu og veit af eig­in raun að í vannærðum lík­ama er oft­ar en ekki erfiðara og flókn­ara að taka ákv­arðanir og finna fyr­ir ör­yggi. 

„Það sýn­ir sig í húðinni og út­lit­inu. Ég var í kjöl­farið á þess­um vin­sælu þátt­um beðin að skrifa bók um húðina. Og rétt er að minn­ast á að „kál­hóp­ur­inn“, sem keppti við „nál­hóp­inn“, bar af. Ekki ein­ung­is hvað varðar út­lit og ljóm­andi húð held­ur misstu þau öll um­fram­kíló og fengu sterka og þjálfaða vöðva og það besta var að all­ir voru mun ham­ingju­sam­ari og ánægðir með sjálfa sig.“

Þegar hún er spurð hvað fólk geri helst vit­laust þegar húðin er ann­ars veg­ar nefn­ir hún rusl og „mat“ sem fram­kall­ar þurrk, ból­ur, hrukk­ur og út­brot. 

Syk­ur og vond fita eru þar efst á blaði. Svo er líka sjálf um­hirða húðar­inn­ar. Það þarf að skapa góðar venj­ur þar eins og með mat­inn. Hér er ég líka að tala um það sem við ber­um á húðina. Dýr krem sem lofa öllu fögru eru ekki endi­lega svarið en inni­hald og gæði skipta öllu máli ef við vilj­um fram­kalla nátt­úru­leg­an ljóma og fal­lega húð. Til dæm­is eru and­lits- og lík­ams­ol­í­ur vin­sæl­ar. En ef ol­í­urn­ar eru gaml­ar og þránaðar gera þær illt verra. Eins má vara sig á ol­í­um í krem­um og alls kon­ar geymslu- og rot­varn­ar­efni sem inni­halda estrógenlík efni ber að forðast. En ég er með allítar­leg­an lista af vör­um og leiðar­vísi fyr­ir all­ar teg­und­ir af húð og hvað virk­ar á hvað í bók­inni.“

Þor­björg er mik­ill aðdá­andi vatns og hvet­ur fólk til að spara ekki við sig þegar kem­ur að því. 

„Ef þú drekk­ur ekki 2-3 l af vatni dag­lega og ert með ein­hver sýni­leg vanda­mál í húðinni byrjaðu þá að drekka og sjáðu hvað bara það ger­ir. Ég get ekki séð ná­kvæm­lega allt sem fólk borðar rangt í and­lit­inu. En ég get lesið lífs­stíl­inn í ein­kenn­um eins og t.d. baug­um, bólg­um, roða og öðru. Stress og álag, skort­ur á svefni, of mikið að hinu og of lítið af þessu, uppþemba og upp­söfn­un í þörm­um, lifr­arálag til að nefna eitt­hvað. Góðu frétt­irn­ar eru að all­ir geta fengið ljóm­andi húð. Ef þeir bara gera eins og segi,“ seg­ir hún og hlær.

Þorbjörg Hafsteinsdóttir ljómar af fegurð.
Þor­björg Haf­steins­dótt­ir ljóm­ar af feg­urð.
mbl.is