Hafði enga trú á sér vegna offitunnar

Biggest Loser Ísland | 1. desember 2014

Hafði enga trú á sér vegna offitunnar

Gunnfríður Katrín Tómasdóttir er 31 árs leikskólakennaranemi við Háskóla Íslands. Hún er ein af þeim sem keppa í Biggest Loser Ísland er þættirnir hefja göngu sína í janúar á SkjáEinum. Hún er 196,4 kg.

Hafði enga trú á sér vegna offitunnar

Biggest Loser Ísland | 1. desember 2014

Gunnfríður Katrín Tómasdóttir keppir í Biggest Loser Ísland.
Gunnfríður Katrín Tómasdóttir keppir í Biggest Loser Ísland.

Gunn­fríður Katrín Tóm­as­dótt­ir er 31 árs leik­skóla­kenn­ara­nemi við Há­skóla Íslands. Hún er ein af þeim sem keppa í Big­gest Loser Ísland er þætt­irn­ir hefja göngu sína í janú­ar á Skjá­Ein­um. Hún er 196,4 kg.

Gunn­fríður Katrín Tóm­as­dótt­ir er 31 árs leik­skóla­kenn­ara­nemi við Há­skóla Íslands. Hún er ein af þeim sem keppa í Big­gest Loser Ísland er þætt­irn­ir hefja göngu sína í janú­ar á Skjá­Ein­um. Hún er 196,4 kg.

Hef­ur þú alltaf verið svona þung? Ég hef alltaf verið í þyngri kant­in­um. Hins veg­ar hef ég rokkað mikið síðustu ár, kom­ist ná­lægt kjörþyngd en þyngst mikið aft­ur.

Hef­ur þú fundið fyr­ir for­dóm­um vegna þyngd­ar þinn­ar? Ég hef fundið fyr­ir mikl­um for­dóm­um vegna þyngd­ar minn­ar. Ég var eitt sinn að versla í mat­inn og þá stans­ar ung kona fyr­ir fram­an mig og star­ir á mig og fer að taka mynd­ir af mér. Mér var svo brugðið að ég kom ekki upp orði. Ég hef líka verið úti að labba og orðið fyr­ir aðkasti sem mér finnst mjög sér­stakt því maður er að reyna að bæta hreyf­ingu inn í líf sitt til að losna við spikið og þá er gert grín að manni.

Hvað var erfiðast í Big­gest Loser-ferl­inu? Það var erfitt að horf­ast í augu við sjálf­an sig og fyr­ir­gefa sjálf­um sér fyr­ir að hafa farið svona illa með sig. Það var erfitt að öðlast trú á sjálf­an sig, læra að elska sig ná­kvæm­lega eins og maður er núna og læra að bera virðingu fyr­ir sjálf­um sér.

Hvað viltu segja við þá sem þrá að létt­ast en kom­ast ekki úr spor­un­um? Þetta er hægt. Með því að taka einn dag í einu.

Hef­ur þyngd­in gert það að verk­um að þú hef­ur ekki látið drauma þína ræt­ast? Þyngd mín hef­ur staðið í vegi fyr­ir því að ég hafi látið drauma mína ræt­ast. Af því að mér fannst ég ógeðsleg vegna þyngd­ar hafði ég enga trú á mér og þorði ekki að vona að draum­ar mín­ir gætu ræst. Með því að fá þetta frá­bæra tæki­færi að taka þátt í Big­gest Loser Ísland tvö og breyta lífs­stíl mín­um hef ég búið mér til stóra og góða drauma sem ég veit að munu ræt­ast.

Hvað mynd­ir þú vilja vera þung? Draum­ur­inn er 82 kíló en þegar ég verð um 100 kg í heil­brigðum og hraust­um lík­ama mun ég springa úr gleði.

Hvað veit­ir þér mesta lífs­fyll­ingu? Ég er svo hepp­in að eiga frá­bæra fjöl­skyldu sem veit­ir mér mikla lífs­gleði og styður mig í öllu því sem ég tek mér fyr­ir hend­ur. Ég er líka hepp­in að eiga ynd­is­lega vini.

mbl.is