Vegur á við 27 húsketti

Biggest Loser Ísland | 19. desember 2014

Vegur á við 27 húsketti

Anna Lilja Karlsdóttir er 38 ára gamall trompetleikari og tónlistarkennari. Hún vegur á við 27 húsketti og er einn af keppendunum í Biggest Loser Ísland en keppnin byrjar á SkjáEinum í janúar. 

Vegur á við 27 húsketti

Biggest Loser Ísland | 19. desember 2014

Anna Lilja Karlsdóttir keppir í Biggest Loser Ísland.
Anna Lilja Karlsdóttir keppir í Biggest Loser Ísland.

Anna Lilja Karls­dótt­ir er 38 ára gam­all trom­pet­leik­ari og tón­list­ar­kenn­ari. Hún veg­ur á við 27 hús­ketti og er einn af kepp­end­un­um í Big­gest Loser Ísland en keppn­in byrj­ar á Skjá­Ein­um í janú­ar. 

Anna Lilja Karls­dótt­ir er 38 ára gam­all trom­pet­leik­ari og tón­list­ar­kenn­ari. Hún veg­ur á við 27 hús­ketti og er einn af kepp­end­un­um í Big­gest Loser Ísland en keppn­in byrj­ar á Skjá­Ein­um í janú­ar. 

Hef­ur þú alltaf verið svona þung? Sem bet­ur fer ekki alltaf.

Hef­ur þú fundið fyr­ir for­dóm­um vegna þyngd­ar þinn­ar? Það finna all­ir ein­hvern tíma fyr­ir for­dóm­um en það hafa all­ir val um hvort að þeir ætli að láta það hafa áhrif á sig. Í þau skipti sem að ég hef orðið vör við for­dóma þá ímynda ég mér að þetta snerti mig ekki dýpra en þegar verið er að fleyta kerl­ing­ar.

Hvað var erfiðast í Big­gest Loser ferl­inu? Það er nú eitt það fyrsta sem ég lærði í þessu ferli hjá hon­um Evert, að það er ekk­ert sem er erfitt, það er allt skítlétt.

Hvað viltu segja við þá sem þrá að létt­ast en kom­ast ekki úr spor­un­um? Fyrst og fremst að taka þessa stóru ákvörðun og í fram­haldi af því að leita sér hjálp­ar hvort sem það yrði í gegn um lækni, sjúkraþjálf­ara, einkaþjálf­ara eða góðan vin eða vin­konu. Prufa sig áfram og finna þá hreyf­ingu sem að hent­ar og hún verður að vera skemmti­leg til þess að þetta verði að lífs­stíl en ákvörðunin er alltaf fyrsta skrefið. Það er einnig nauðsyn­legt að vinna í and­legu hliðinni þar sem að oft á tíðum leyn­ist ástæðan fyr­ir því að fólk missti tök­in þar og það er eitt­hvað sem þarf að laga til að þetta ger­ist ekki aft­ur og aft­ur.

Hef­ur þyngd­in gert það að verk­um að þú hef­ur ekki látið drauma þína ræt­ast? Ætlaði aldrei að verða ein­hver fim­leika­drottn­ing þannig að svarið er nei.

Hvað mynd­ir þú vilja vera þung? Ég er ekki með neina ákveðna tölu í huga, stefni fyrst og fremst á að líða vel í eig­in lík­ama og að verða besta út­gáf­an af sjálfri mér.

Hvað veit­ir þér mesta lífs­fyll­ingu? Tón­list­in, gælu­dýr­in, vin­ir og vanda­menn.

mbl.is