„Við erum öll orðin feit á ný“

Biggest Loser Ísland | 31. janúar 2015

„Við erum öll orðin feit á ný“

Önnur þáttaröð Biggest Loser Ísland hófst í síðustu viku. Þættirnir hafa verið umdeildir hér landi og erlendis og hafa aðeins örfáir keppendur vestanhafs talað við fjölmiðla um neikvæða upplifun sína, þar sem þeir eiga á hættu að að vera lögsóttir fyrir að tjá sig án leyfis framleiðanda. Þau tala um langar, krefjandi æfingar, niðurlægingu þjálfara og að þau hafi nánast verið svelt er þau tóku þátt í þættinum. 

„Við erum öll orðin feit á ný“

Biggest Loser Ísland | 31. janúar 2015

Jóhanna Engelhartsdóttir sigraði The Biggest Loser Ísland árið 2014.
Jóhanna Engelhartsdóttir sigraði The Biggest Loser Ísland árið 2014. mbl.is/Eggert

Önnur þáttaröð Big­gest Loser Ísland hófst í síðustu viku. Þætt­irn­ir hafa verið um­deild­ir hér landi og er­lend­is og hafa aðeins ör­fá­ir kepp­end­ur vest­an­hafs talað við fjöl­miðla um nei­kvæða upp­lif­un sína, þar sem þeir eiga á hættu að að vera lög­sótt­ir fyr­ir að tjá sig án leyf­is fram­leiðanda. Þau tala um lang­ar, krefj­andi æf­ing­ar, niður­læg­ingu þjálf­ara og að þau hafi nán­ast verið svelt er þau tóku þátt í þætt­in­um. 

Önnur þáttaröð Big­gest Loser Ísland hófst í síðustu viku. Þætt­irn­ir hafa verið um­deild­ir hér landi og er­lend­is og hafa aðeins ör­fá­ir kepp­end­ur vest­an­hafs talað við fjöl­miðla um nei­kvæða upp­lif­un sína, þar sem þeir eiga á hættu að að vera lög­sótt­ir fyr­ir að tjá sig án leyf­is fram­leiðanda. Þau tala um lang­ar, krefj­andi æf­ing­ar, niður­læg­ingu þjálf­ara og að þau hafi nán­ast verið svelt er þau tóku þátt í þætt­in­um. 

Í frétta­til­kynn­ingu sem barst frá Skjá ein­um og Saga Film áður en fyrsta þáttaröðin fór í loftið á síðasta ári sagði að ís­lenska þjóðin stæði á tíma­mót­um. Hún væri sú feit­asta í Evr­ópu og við blasti al­var­legt lýðheilsu­vanda­mál. Því hafi fyr­ir­tæk­in ákveðið að ráðast í „stærsta sjón­varps­verk­efni síðustu ára, Big­gest Loser Ísland.“

Sum­ir þeirra sem hafa stigið fram og greint frá upp­lif­un sinni eru stolt­ir og ánægðir með ár­ang­ur­inn en aðrir draga upp skelfi­lega mynd af keppn­inni og aðferðunum sem notaðar eru. Hér að neðan má sjá um­mæli nokk­urra þátt­tak­enda. 

Ef­laust síðasta hálmstráið í bar­áttu margra

Í þætt­in­um er fylgst með hópi ein­stak­linga keppa í þyngd­artapi. Þeir eiga það sam­eig­in­legt að vera í yfirþyngd en sá sem hef­ur misst mest­an hluta af þyngd sinni í lok­in fer með sig­ur af hólmi. Þætt­irn­ir hafa einna helst verið gagn­rýnd­ir fyr­ir áherslu á mikið þyngd­artap á stutt­um tíma en einnig fyr­ir að sýna fólk í yfirþyngd í niður­lægj­andi ljósi. 

mbl.is ræddi ný­lega við Dr. Veru Tarm­an, yf­ir­lækni á stærstu meðferðar­stöð Kan­ada við vímu­efnafíkn. Hún bend­ir á að matarfíkn sé raun­veru­leg fíkn sem vís­inda­sam­fé­lagið þurfi að verða opn­ari fyr­ir. Sum­ir sjúk­ling­ar henn­ar, sem glímdu bæði við mat­ar- og eit­ur­lyfja­vanda, sögðu að matarfíkn­in væri verri en fíkn­in í kókaínið, þeir hefðu alla­vega stjórn á eit­ur­lyfjafíkn­inni. 

Þau sem taka þátt í Big­gest Loser, hér á landi og er­lend­is, eru eins og áður sagði í yfirþyngd. Ekki er ólík­legt að þau glími við matarfíkn, sjúk­dóm sem þau hafa ef til vill glímt við frá barnæsku. Þau hafa reynt hinar ýmsu leiðir til að létt­ast, farið í gegn­um hvern megr­un­ar­kúr­inn á fæt­ur öðrum og fengið að finna fyr­ir for­dóm­um. 

Þátt­taka í þætti sem þess­um er ef­laust síðasta hálmstráið í bar­áttu margra kepp­enda. Þau sjá ekki aðra leið út og kjósa að hleypa áhorf­and­um að sín­um dýpstu hjartarót­um, leyfa hon­um að fylgj­ast með sér púla í von um að vera ekki send­ur heim. Fólkið stend­ur fá­klætt á vigt­inni og áhorf­end­ur fylgj­ast spennt­ir með. 

Hin meinta „vott­un“ á ekki við hér á landi

Á heimasíðu Skjás­ins þar sem lesa má um efni þátt­ar­ins seg­ir að þúsund­ir ein­stak­linga hvaðanæva úr heim­in­um hafi farið í gegn­um heilsu­ferli The Big­gest Loser sem hafi gjör­breytt lífs­hátt­um þeirra og sé það vottað af lækn­um, sál­fræðing­um og nær­ing­ar­fræðing­um. 

Fyr­ir tæpu ári sendu sjö fé­lög frá sér yf­ir­lýs­ingu í tengsl­um við vott­un­ina sem vísað er í á heimasíðu Skjás­ins. Þar sagði að sú meinta „vott­un“ sem ís­lensk út­gáfa sjón­varpsþátt­anna The Big­gest Loser er sögð hafa fengið frá lækn­um, sál­fræðing­um og nær­ing­ar­fræðing­um ætti ekki við um fag­fólk hér á landi.

Í yf­ir­lýs­ing­unni kom jafn­framt fram að þætt­irn­ir hefðu sætt mik­illi gagn­rýni, bæði er­lend­is og hér á landi, fyr­ir öfga­kennd­ar áhersl­ur á þyngd­artap, mikla fæðutak­mörk­un, álag við æf­ing­ar og harka­lega fram­komu þjálf­ara í garð kepp­enda. Ný­lega var fjallað var um þætt­ina á vef Lík­ams­virðing­ar.

Sýn­ing­ar á þátt­un­um hóf­ust árið 2004 í Banda­ríkj­un­um og koma fjöl­marg­ir í áheyrn­ar­prufu fyr­ir hverja þáttaröð. Sýn­ing­ar á sextándu þáttaröðinni í Band­ara­ríkj­un­um standa nú yfir. Að meðaltali fylgj­ast sjö millj­ón­ir manna með þætt­in­um í viku hverri og um 200 þúsund manns koma í áheyrn­ar­prufu fyr­ir  hverja þáttaröð. 

Vin­kon­an hvatti hana til að taka þátt

Ein þeirra sem stigið hef­ur fram og rætt um reynslu sína er Kai Hibb­ard. Hún tók þátt árið 2006 og missti tæp­lega 55 kíló á meðan á keppn­inni stóð. Í viðtali sem birt­ist ný­lega í  New York Post seg­ist hún skamm­ast sín fyr­ir að hafa tekið þátt. 

Hibb­art seg­ir að hún hafi alltaf verið í vand­ræðum með þyngd­ina en í janú­ar árið 2006, þegar hún var orðin rúm­lega 120 kíló, sagði vin­kona henn­ar við hana að nú væri hún orðin allt of feit og hvatti hana til að reyna að kom­ast í The Big­gest Loser. 

Hún vand­ar fram­leiðend­um þátt­anna ekki kveðjurn­ar og seg­ir að hún hafi meðal ann­ars verið neydd til að dvelja í her­bergi sem henni var út­hlutað á meðan keppn­inni stóð þegar ekki var verið að mynda fyr­ir þætt­ina. „Hót­elið til­kynn­ir stjórn­end­um þátt­ar­ins ef þú yf­ir­gef­ur her­bergið,“ seg­ir hún.

Inn­byrtu eitt þúsund hita­ein­ing­ar á dag

Hibb­ard seg­ir einnig að þjálf­ar­arn­ir hafi látið ýmis ljót orð falla við kepp­end­ur. „Þeir sögðu til dæm­is við kepp­end­urna, þú munt deyja áður en börn­in þín vaxa úr grasi, þú munt deyja rétt eins og móðir þín, við höf­um þegar valið lík­kistu fyr­ir feitt fólk,“ rifjar Hibb­ard upp.

Hér má sjá brot úr þætt­in­um en þar læt­ur þjálf­ari kepp­anda heyra það. 

Hún seg­ir einnig að kepp­end­ur hafi ekki fengið að nær­ast mikið en þau inn­byrtu um eitt þúsund hita­ein­ing­ar á degi hverj­um. Orkuþörf lík­am­ans er mjög breyti­leg og er háð ýms­um þátt­um. Sá sem æfir mikið, líkt og kepp­end­ur The Big­gest Loser, þurfa að inn­byrða mun fleiri hita­ein­ing­ar en sá sem hreyf­ir sig lítið all­an dag­inn.

Sú orka sem fer í grun­nefna­skipti er oft áætluð vera um 1440 hita­ein­ing­ar. Dag­leg orkuþörf lík­am­ans er því sú orka sem þarf við grun­nefna­skipti að viðbættri ork­unni sem þarf til að reka það sem hver og einn ger­ir yfir dag­inn. 

Hætti að fara á blæðing­ar og missti hárið

Hibb­ard lýs­ir því einnig hvernig heilsu henn­ar fór hrak­andi. „Ég hætti að fara á blæðing­ar, ég svaf aðeins þrjár klukku­stund­ir á nótt­unni,“ seg­ir Hibb­ard en hún glímdi einnig við hár­los. Hún seg­ir að tíðahring­ur henn­ar sé ekki enn orðinn eðli­leg­ur átta árum eft­ir keppn­ina. Skjald­kirt­ill henn­ar hafði alltaf verið í góðu lagi en það á ekki leng­ur við.

Blaðamanni New York Post leik­ur þá for­vitni á að vita af hverju kepp­end­ur hætta ekki keppni. 

„Þú ert heilaþveg­inn til að trúa því að þú sért afar hepp­inn að vera þarna,“ seg­ir Hibb­ard. „Ég hugsaði, þú munt líta út fyr­ir að vera vanþakk­lát ef þú létt­ist ekki meira fyr­ir lokaþátt­inn.“

Fyrsta æf­ing­in var fjór­ar klukku­stund­ir

Ann­ar kepp­andi sem ræddi við New York Post en vildi ekki láta nafns síns getið seg­ir að farsími henn­ar og far­tölva hafi verið tek­in af hon­um þegar hann inn­ritaði sig á hót­elið í fyrsta skiptið til að taka þátt í keppn­inni. Hann tel­ur að tölva hans hafi verið hleruð. 

Kepp­and­inn seg­ir einnig að fyrsta æf­ing­in hafi verið fjög­urra klukku­stunda löng og hneig hann að lok­um niður. „Ég hélt að ég myndi deyja,“ seg­ir hann í sam­tali við New York Post. „Ég gat ekki meira.“ Þá öskraði þjálf­ar­inn. „Stattu upp.“

Í um­fjöll­un New York Post kem­ur einnig fram að kepp­end­ur hafi þurft að leita sér lækn­is­hjálp­ar, nokkr­um sinn­um vegna al­var­legra veik­inga. Ryan Ben­son, fyrsti sig­ur­veg­ari sjón­varpsþátt­araðar­inn­ar, var tæp 150 kíló þegar hann hóf keppni en rúm­lega 94 kíló í lok­in.

Eft­ir að hafa staðið uppi sem sig­ur­veg­ari var hann svo illa hald­inn af vannær­ingu að blóð var að finna í þvagi hans. Í dag er Ben­son um 150 kíló á ný.

Notaði gufubaðið í sex klukku­stund­ir á dag

„Ég borðaði barna­mat. Ég vafði rusla­pok­um utan um mig til að svitna. Við notuðum gufubaðið í sex klukku­stund­ir á dag. Við hætt­um að borða og drekka og æfðum í fjór­ar klukku­stund­ir á dag. Fólk féll í yf­irlið hjá lækn­in­um,“ seg­ir Suz­anne Mendoca, en hún tók þátt í ann­arri þáttaröð Big­gest Loser.

Hún seg­ir al­veg ljóst af hverju sjón­varps­stöðin NBC sem sýn­ir þætt­ina í Banda­ríkj­un­um fram­leiði ekki þætti þar sem kepp­end­ur hitt­ist aft­ur eft­ir að hafa lokið keppni. „Af hverju,“ spyr hún. „Af því að við erum öll orðin feit á ný.“

Kem­ur fram­leiðend­um þátt­anna til varn­ar

Eins og áður sagði eru sum­ir kepp­end­urn­ir ánægðir með ár­ang­ur sinn og þátt­töku í The Big­gest Loser. Vincent Higger­son, sem tók þátt í tólftu þáttaröðinni í Banda­ríkj­un­um, missti rúm­lega 50 kíló og seg­ir þátt­tök­una hafa breytt lífi sínu. 

Í ný­legu viðtali kem­ur hann fram­leiðend­um þátt­anna til varn­ar. Hann seg­ist ekki áfell­ast Hibb­ard fyr­ir þau orð sem hún hef­ur látið falla um þætt­ina. Hann seg­ist aldrei hafa fundið fyr­ir for­dóm­um frá þjálf­urn­um vegna þyngd­ar sinn­ar og þver­tek­ur fyr­ir að um heilaþvott hafi verið að ræða. 

Fram­kom­an í Big­gest Loser teld­ist brot­leg

Gætu ekki vottað Big­gest Loser

Þættirnir hafa sætt mikilli gagnrýni, bæði erlendis og hér á …
Þætt­irn­ir hafa sætt mik­illi gagn­rýni, bæði er­lend­is og hér á landi. Mynd­in teng­ist frétt­inni ekki beint. Golli / Kjart­an Þor­björns­son
Í þættinum er fylgst með hópi einstaklinga keppa í þyngdartapi. …
Í þætt­in­um er fylgst með hópi ein­stak­linga keppa í þyngd­artapi. Mynd­in teng­ist frétt­inni ekki beint. Krist­inn Ingvars­son
mbl.is