Peter Greste sleppt úr haldi

Egyptaland | 1. febrúar 2015

Peter Greste sleppt úr haldi

Ástralska blaðamanninum Peter Greste var í dag sleppt úr haldi eftir meira en fjögur hundruð daga í egypsku fangelsi. Greste var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa stutt við Bræðralag múslíma, stjórnmálaflokk sem nú er skilgreindur sem hryðjuverkasamtök, í Egyptalandi.

Peter Greste sleppt úr haldi

Egyptaland | 1. febrúar 2015

Peter Greste.
Peter Greste. AFP

Ástr­alska blaðamann­in­um Peter Greste var í dag sleppt úr haldi eft­ir meira en fjög­ur hundruð daga í egypsku fang­elsi. Greste var dæmd­ur í sjö ára fang­elsi fyr­ir að hafa stutt við Bræðralag mús­líma, stjórn­mála­flokk sem nú er skil­greind­ur sem hryðju­verka­sam­tök, í Egyptalandi.

Ástr­alska blaðamann­in­um Peter Greste var í dag sleppt úr haldi eft­ir meira en fjög­ur hundruð daga í egypsku fang­elsi. Greste var dæmd­ur í sjö ára fang­elsi fyr­ir að hafa stutt við Bræðralag mús­líma, stjórn­mála­flokk sem nú er skil­greind­ur sem hryðju­verka­sam­tök, í Egyptalandi.

Þrír blaðamenn voru upp­haf­lega hand­tekn­ir og dæmd­ir en ekki hef­ur feng­ist staðfest hvort hinum tveim­ur, Mohammed Fah­my og Baher Mohamed, verður einnig sleppt. Egypsk yf­ir­völd sögðu menn­ina hafa notað fjöl­miðil sinn, Al-Jazeera, til að aðstoða Bræðralag mús­líma.

Þeir Greste og Fah­my voru hand­tekn­ir á hót­el­her­bergi í Kaíró 29. des­em­ber 2013 eft­ir að hús­leit var gerð í húsa­kynn­um Al-Jazeera.

Greste starfaði áður hjá BBC og fékk meðal ann­ars Pea­bo­dy-verðlaun­in árið 2011 fyr­ir heim­ild­ar­mynd um Sómal­íu.

mbl.is