Heldur baráttunni áfram

Egyptaland | 2. febrúar 2015

Heldur baráttunni áfram

Ástralski blaðamaðurinn Peter Greste ætlar að halda áfram að  berjast fyrir lausn félaga sinna sem enn sitja í fangelsi í Egyptalandi, að sögn fjölskyldu hans í dag. Greste var látinn laus úr fangelsi í Egyptalandi í gær en hann hefur setið á bak við lás og slá í meira en 400 daga. Hann var ákærður fyrir stuðning við Bræðralag múslíma.

Heldur baráttunni áfram

Egyptaland | 2. febrúar 2015

00:00
00:00

Ástr­alski blaðamaður­inn Peter Greste ætl­ar að halda áfram að  berj­ast fyr­ir lausn fé­laga sinna sem enn sitja í fang­elsi í Egyptalandi, að sögn fjöl­skyldu hans í dag. Greste var lát­inn laus úr fang­elsi í Egyptalandi í gær en hann hef­ur setið á bak við lás og slá í meira en 400 daga. Hann var ákærður fyr­ir stuðning við Bræðralag mús­líma.

Ástr­alski blaðamaður­inn Peter Greste ætl­ar að halda áfram að  berj­ast fyr­ir lausn fé­laga sinna sem enn sitja í fang­elsi í Egyptalandi, að sögn fjöl­skyldu hans í dag. Greste var lát­inn laus úr fang­elsi í Egyptalandi í gær en hann hef­ur setið á bak við lás og slá í meira en 400 daga. Hann var ákærður fyr­ir stuðning við Bræðralag mús­líma.

Greste, sem starfar fyr­ir ensku­mæl­andi hluta Al-Jazeera-sjón­varps­stöðvar­inn­ar, flaug til Kýp­ur í gær­kvöldi ásamt bróður sín­um, Michael, eft­ir að hafa verið lát­inn laus úr Tora-fang­els­inu í Kaíró í gær, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem AFP-frétta­stof­an fékk hjá egypsk­um yf­ir­völd­um í dag.

Greste var hand­tek­inn ásamt fé­lög­um sín­um, Mohamed Fah­my og Baher Mohamed, í des­em­ber 2013 og voru þeir sakaðir um að styðja við sam­tök­in Bræðralag mús­líma sem eru bönnuð í Egyptalandi.

Hand­taka þeirra vakti mikla reiði víða um heim og kröfðust meðal ann­ars stjórn­völd í Washingt­on og Sam­einuðu þjóðirn­ar þess að þeir yrðu látn­ir laus­ir.

„Hann ætl­ar ekki að gleyma fé­lög­um sín­um tveim­ur,“ seg­ir Andrew bróðir Grestes í símaviðtali við AFP-frétta­stof­una í morg­un. „Hann bað mig að koma því til skila að hann muni ekki hætta bar­átt­unni ... þeir eru alsak­laus­ir líkt og ég,“ hef­ur Andrew eft­ir bróður sín­um.

For­eldr­ar Greste lýstu yfir ham­ingju sinni með lausn hans á blaðamanna­fundi í Bris­bane í dag. En Peter Greste er kom­inn til Kýp­ur að sögn föður hans, Jur­is, og ekki er vitað hvenær hann kemst heim til Ástr­al­íu. 

Al-Jazeera-sjón­varps­stöðin hef­ur boðað her­ferð til þess að vinna að því að hinir fjöl­miðlamenn­irn­ir tveir verði einnig látn­ir laus­ir úr haldi. „Við mun­um ekki unna okk­ur hvíld­ar fyrr en Baher og Mohamed verða einnig látn­ir laus­ir,“ seg­ir Mostefa Souag, starf­andi fram­kvæmda­stjóri Al-Jazeera Media Network.

Greste, sem varð 49 ára í fang­els­inu, hafði unnið fyr­ir nokkr­ar frétta­stof­ur, þar á meðal Reu­ters og BBC, áður en hann hóf störf fyr­ir Al-Jazeera English.

Hann var frétta­rit­ari BBC í Kabúl árið 1995 og sneri þangað aft­ur árið 2001 þegar Banda­ríkja­her gerði inn­rás í Af­gan­ist­an.

Frá ár­inu 2009 starfaði hann frá Naíróbí í Ken­ía og fékk meðal ann­ars Pea­bo­dy-verðlaun­in árið 2011.

Frétt BBC

Juris Greste, faðir Peter Greste, Andrew bróðir Peters og móðir …
Jur­is Greste, faðir Peter Greste, Andrew bróðir Peters og móðir blaðamanns­ins, Lois Greste ( AFP
Peter Greste
Peter Greste EPA
mbl.is