Ætlar að starfa áfram við fréttamennsku

Egyptaland | 5. febrúar 2015

Ætlar að starfa áfram við fréttamennsku

Ástralski blaðamaðurinn Peter Greste, sem sat í fangelsi í Egyptalandi í 400 daga en var látinn laus fyrr í vikunni, segir að hann ætli að halda áfram að starfa við fréttamennsku.

Ætlar að starfa áfram við fréttamennsku

Egyptaland | 5. febrúar 2015

00:00
00:00

Ástr­alski blaðamaður­inn Peter Greste, sem sat í fang­elsi í Egyptalandi í 400 daga en var lát­inn laus fyrr í vik­unni, seg­ir að hann ætli að halda áfram að starfa við frétta­mennsku.

Ástr­alski blaðamaður­inn Peter Greste, sem sat í fang­elsi í Egyptalandi í 400 daga en var lát­inn laus fyrr í vik­unni, seg­ir að hann ætli að halda áfram að starfa við frétta­mennsku.

Greste, sem er fréttamaður hjá Al-Jazeera, kom heim til Ástr­al­íu í gær. Hann seg­ir að það hafi verið komið vel fram við hann í fang­els­inu í Kaíró en hann var sakaður um stuðning við stjórn­mála­flokk­inn Bræðralag mús­líma sem er bannaður í Egyptalandi.

„Mig hef­ur dreymt um þessa stund svo oft og þetta sem ég upp­lifi núna er svipað því sem ég átti von á. En þetta er miklu, miklu betra,“ sagði Greste þegar hann ræddi við blaðamenn í Bris­bane í gær. 

Greste viður­kenn­ir að dvöl­in í fang­els­inu hafi verið lík­am­leg sem og and­leg þrekraun. En hann og fé­lag­ar hans hjá Al-Jazeera, sem einnig voru hand­tekn­ir sakaðir um stuðning við Bræðalag mús­líma, þeir Mohamed Fah­my og Baher Mohamed hafi mætt virðingu í fang­els­inu og ekki beitt­ir harðræði. Þeir hafi haft aðgang að því sem þeir þurftu á að halda þrátt fyr­ir að dvöl­in hafi verið langt frá því lúx­us­dvöl. Enda ekki við því að bú­ast þar sem þeir hafi verið í fang­elsi.

„Staðreynd­in er sú að ég er við þokka­lega góða heilsu og ég veit ekki til þess að ég glími við nokk­ur heilsu­vanda­mál.““

For­sæt­is­ráðherra Ástr­al­íu, Tony Ab­bott, hrósaði leiðtoga Egypta­lands, Abdel Fattah al-Sisi, fyr­ir laus Greste en Ab­bott sagðist hafa rætt við starfs­bróður sinn í Egyptalandi og þakkað hon­um fyr­ir sinn hlut í að vinna að lausn blaðamanns­ins.

Seg­ir al-Sisi sómakær­an mann­vin 

Sisi, sem er fyrr­um her­for­ingi, hef­ur verið harðlega gagn­rýnd­ur af mann­rétt­inda­sam­tök­um fyr­ir það hvernig staðið er að því að brjóta á bak aft­ur stjórn­ar­and­stöðuna. Hundruð stuðnings­manna for­vera hans í starfi, Mohamed Morsi, hafa verið dæmd­ir til dauða und­an­farn­ar vik­ur fyr­ir að hafa tekið þátt í mót­mæl­um.

En Ab­bott seg­ir að al-Sisi sé sómakær vin­ur. Hann sé mann­vin­ur og sýni öðrum samúð. „Ég verð að segja að ég held að hann sé maður sem Ástr­alir geti haldið áfram aðvinna með að marg­vís­leg­um mál­um.“

Greste og starfs­bræður hans voru hand­tekn­ir þegar Egypt­ar og Kat­ar­bú­ar deildu hart um diplóma­tísk atriði en Al-Jazeera sjón­varps­stöðin er í eigu stjórn­valda í Kat­ar. Frétta­stöðin hafði gagn­rýnt harðlega hvernig var staðið að því að  brjóta á bak aft­ur starf­semi Bræðralags mús­líma eft­ir að her­inn tók völd­in og hrakti Morsi frá völd­um. Síðan þá hafa stjórn­völd í Kat­ar reynt að bæta sam­skipt­in við Egypta­land og Al-Jazeera hef­ur lokað ar­ab­ísku­mæl­andi stöð sinni sem studdi Bræðralag mús­líma.

Greste ætl­ar ekki að hætta í blaðamennsk­unni. „Ég vil ekki hætta starfi mínu. Ég er fréttamaður. Það er það sem ég vinn við,“ sagði hann og bætti við að hann væri að skoða ýmsa mögu­leika þar að lút­andi.

Á sama tíma og Greste hef­ur verið lát­inn laus þá eru fé­lag­ar hans enn á bak við lás og slá. Hann seg­ir að þeir hafi myndað náin tengsl í fang­els­inu og það hafi verið erfitt að yf­ir­gefa þá. 

mbl.is