Hver er þessi Channing Tatum?

Channing Tatum | 12. maí 2015

Hver er þessi Channing Tatum?

Unga kynslóðin og þá sérstaklega kvenþjóðin heldur vart vatni yfir því að leikarinn Channing Tatum sé staddur hér á landi. Eftir því sem fólk færist fjær þrítugu í aldri virðist þekkingin á afrekum kyntröllsins hinsvegar fara minnkandi og eldri notendur samfélagsmiðla hafa lýst yfir furðu sinni á umstanginu. Því er ekki úr vegi að taka saman helstu staðreyndirnar um þennan mæta mann.

Hver er þessi Channing Tatum?

Channing Tatum | 12. maí 2015

Channing Tatum virðist ekki mótfallinn því að sitja fyrir á …
Channing Tatum virðist ekki mótfallinn því að sitja fyrir á myndum með aðdáendum og hafa fjölmargir fengið mynd af sér með kappanum síðan hann kom í gærmorgun.

Unga kyn­slóðin og þá sér­stak­lega kvenþjóðin held­ur vart vatni yfir því að leik­ar­inn Chann­ing Tatum sé stadd­ur hér á landi. Eft­ir því sem fólk fær­ist fjær þrítugu í aldri virðist þekk­ing­in á af­rek­um kyntrölls­ins hins­veg­ar fara minnk­andi og eldri not­end­ur sam­fé­lags­miðla hafa lýst yfir furðu sinni á umstang­inu. Því er ekki úr vegi að taka sam­an helstu staðreynd­irn­ar um þenn­an mæta mann.

Unga kyn­slóðin og þá sér­stak­lega kvenþjóðin held­ur vart vatni yfir því að leik­ar­inn Chann­ing Tatum sé stadd­ur hér á landi. Eft­ir því sem fólk fær­ist fjær þrítugu í aldri virðist þekk­ing­in á af­rek­um kyntrölls­ins hins­veg­ar fara minnk­andi og eldri not­end­ur sam­fé­lags­miðla hafa lýst yfir furðu sinni á umstang­inu. Því er ekki úr vegi að taka sam­an helstu staðreynd­irn­ar um þenn­an mæta mann.

Frá Ricky Mart­in mynd­bandi til heims­frægðar 

Chann­ing Tatum er fædd­ur þann 26. Apríl 1980 í Ala­bama. Tatum var upp­götvaður sem fyr­ir­sæta á göt­um Miami og vann í kjöl­farið fyr­ir fjölda þekktra merkja s.s. Gap, American Eagle Out­fitters og Abercrombie &Fitch. Fyrsta hlut­verk hans fyr­ir fram­an kvik­mynda­vél­ina var hins­veg­ar í tón­list­ar­mynd­bandi Ricky Mart­in við lagið „She Bangs“.

Tatum hóf leik­list­ar­fer­il sinn fyr­ir al­vöru árið 2004 í litlu hlut­verki í CSI: Miami. Árið eft­ir lék hann í sinni fyrstu kvik­mynd, Coach Cart­er en árið 2006 sló hann í gegn sem hjar­ta­knús­ari þegar hann landaði aðal­hlut­verk­um í dans­mynd­inni Step Up og gam­an­mynd­inni She‘s the Man. Mót­leik­kona hans í Step Up var Jenna Dew­an en út frá hlut­verk­um þeirra blossaði raun­veru­leg ást. Parið gekk í hjóna­band árið 2009 og á sam­an dótt­ur­ina Ever­ly sem fædd­ist árið 2013.

Tatum á að baki spennu­mynd­ir á við G.I Joe: The Rise of Cobra og Pu­blic Enemy en hef­ur þó ekki ótt­ast að sýna mýkri hliðar í drama­tísk­um kvik­mynd­um á borð við Dear John og The Vow. Sem önn­ur aðal­per­són­an í gam­an­mynd­un­um 21 og 22 Jump Street sýndi Tatum enn og aft­ur að hann hef­ur ekki áhuga á því að fella sig að einni ákveðinni teg­und kvik­mynda og virðist raun­ar sem svo að hon­um sé slétt sama um hefðbundn­ar kröf­ur Hollywood.

Hjar­ta­knús­ari og kyntröll

Allt frá því að hann steig sín fyrstu spor sem ung­ur götu­dans­ari í Step Up hef­ur Tatum kitlað hjörtu kvenþjóðar­inn­ar og ef­laust ein­hverra karl­manna líka. The Vow og Dear John höfðu jafn­framt sitt að segja um kven­hylli kapp­ans en eng­in kvik­mynd hef­ur haft viðlíka áhrif og Magic Mike sem bygg­ir að hluta til á eig­in reynslu Tatum sem fata­fellu.

magic mike animated GIF

Tatum starfaði í um átta mánuði sem fata­fella og eró­tísk­ur dans­ari und­ir nafn­inu Chan Craw­ford, þá aðeins 18 ára gam­all. „Þetta virt­ist vera skemmti­legt á þeim tíma og ég kom út óskaddaður. Þetta er ekk­ert sem ég skamm­ast mín fyr­ir og ég er ekki mjög stolt­ur af þessu held­ur. Ég vildi tala um það við upp­haf fer­ils míns en blaðamanna­full­trú­inn minn vildi ekki leyfa mér það,“ sagði leik­ar­inn um málið í viðtali við The Sidney Morn­ing Her­ald árið 2010.

Svo fór að Tatum gerði kvik­mynd byggða á reynslu sinni með hjálp leik­stjór­ans Steven Soder­bergh. Í kjöl­farið var hann val­inn kynþokka­fyllsti maður heims af People tíma­rit­inu og nú er önn­ur kvik­mynd um töfra Mikka vænt­an­leg og ber sú titil­inn Magic Mike XXL. Tatum er met­inn á um 50 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala og fram­leiðir í aukn­um mæli eig­in kvik­mynd­ir. 

mbl.is