Upphluturinn fundinn

Þjóðbúningurinn | 8. september 2015

Klæddu gínuna úr og stálu upphlutnum

Upphlutur er í eigu Heimilisiðnaðarfélags Íslands sem var stolið af sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina, er kominn í leitirnar. Með góðri samvinnu lögreglu, Heimilisiðnaðarfélagsins og starfsfólks Ráðhússins tókst að hafa upp á þjófunum og finna þýfið, segir í frétt um málið á vef Reykjavíkurborgar.

Klæddu gínuna úr og stálu upphlutnum

Þjóðbúningurinn | 8. september 2015

Um er að ræða upphlut sem á að svipa til …
Um er að ræða upphlut sem á að svipa til þeirra sem konur klæddust á árunum 1910 til 1920. Af Facebook-síðu Þjóðbúningastofu 7íhöggi ehf.

Upp­hlut­ur er í eigu Heim­il­isiðnaðarfé­lags Íslands sem var stolið af sýn­ingu í Ráðhúsi Reykja­vík­ur um helg­ina, er kom­inn í leit­irn­ar. Með góðri sam­vinnu lög­reglu, Heim­il­isiðnaðarfé­lags­ins og starfs­fólks Ráðhúss­ins tókst að hafa upp á þjóf­un­um og finna þýfið, seg­ir í frétt um málið á vef Reykja­vík­ur­borg­ar.

Upp­hlut­ur er í eigu Heim­il­isiðnaðarfé­lags Íslands sem var stolið af sýn­ingu í Ráðhúsi Reykja­vík­ur um helg­ina, er kom­inn í leit­irn­ar. Með góðri sam­vinnu lög­reglu, Heim­il­isiðnaðarfé­lags­ins og starfs­fólks Ráðhúss­ins tókst að hafa upp á þjóf­un­um og finna þýfið, seg­ir í frétt um málið á vef Reykja­vík­ur­borg­ar.

Frétt mbl.is: Stal upp­hlut úr Ráðhús­inu

Sýn­ing­in Af­reks­kon­ur var opnuð síðastliðinn fimmtu­dag í til­efni af því að í ár eru 100 ár liðin frá því að ís­lensk­ar kon­ur fengu kosn­inga­rétt. Tveir bún­ing­ar voru til sýn­is, þjóðbún­ing­ur og upp­hlut­ur, sem áttu að sýna klæðaburð kvenna á ár­un­um 1910 -20.  Bún­ing­arn­ir voru báðir á gín­um sem komið var fyr­ir uppi á flygli í Tjarn­ar­sal Ráðhúss­ins.

Þjóf­arn­ir tóku aðra gín­una niður af flygl­in­um, fóru afsíðis inn í geymslu, ann­ar stóð vakt á meðan hinn klæddi gín­una úr upp­hlutn­um. Því næst gengu þeir út með upp­hlut­inn og skildu gín­una eft­ir í geymsl­unni. Verðmæti bún­ings­ins var um ein millj­ón króna.

Um leið og stuld­ur­inn upp­götvaðist var strax haft sam­band við lög­reglu og skoðaðar mynd­ir úr ör­ygg­is­mynda­vél­um í Ráðhús­inu. Málið var kært til lög­reglu sem kannaðist strax við hverj­ir væru þarna að verki og höfðu upp á þjóf­un­um og þýf­inu.

Heim­il­isiðnaðarfé­lag Íslands fagn­ar því að bún­ing­ur­inn hafi skilað sér ásamt öll­um fylgi­hlut­um og Reykja­vík­ur­borg fagn­ar því að málið hafi fengið far­sæl­an endi.

Þjófnaður af þessu tagi hef­ur aldrei áður átt sér stað á sýn­ing­um í Ráðhús­inu og verður í kjöl­farið farið ít­ar­lega ofan í ör­ygg­is­mál í hús­inu meðan á sýn­ing­um stend­ur til að koma í veg fyr­ir að svona lagað geti átt sér stað, sam­kvæmt frétt Reykja­vík­ur­borg­ar.

mbl.is