Landsnet semur við Thorsil

Suðurnesjalína 2 | 19. október 2015

Landsnet semur við Thorsil

Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag um raforkuflutninga fyrir kísilver Thorsil ehf. í Helguvík. Gert er ráð fyrir að rekstur kísilversins hefjist í ársbyrjun 2018 og skal framkvæmdum Landsnets lokið í desember 2017. 

Landsnet semur við Thorsil

Suðurnesjalína 2 | 19. október 2015

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, og Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsil, …
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, og Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsil, undirrita samning Landsnets og Thorsil í dag.

For­stjóri Landsnets und­ir­ritaði í dag sam­komu­lag um raf­orku­flutn­inga fyr­ir kís­il­ver Thorsil ehf. í Helgu­vík. Gert er ráð fyr­ir að rekst­ur kís­il­vers­ins hefj­ist í árs­byrj­un 2018 og skal fram­kvæmd­um Landsnets lokið í des­em­ber 2017. 

For­stjóri Landsnets und­ir­ritaði í dag sam­komu­lag um raf­orku­flutn­inga fyr­ir kís­il­ver Thorsil ehf. í Helgu­vík. Gert er ráð fyr­ir að rekst­ur kís­il­vers­ins hefj­ist í árs­byrj­un 2018 og skal fram­kvæmd­um Landsnets lokið í des­em­ber 2017. 

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að Landsnet skal, sam­kvæmt sam­komu­lag­inu, tryggja orku­flutn­inga til kís­il­vers Thorsil með teng­ingu við raf­orku­flutn­ings­kerfið á Reykja­nesi. Það verði gert með lagn­ingu 132 kílóvolta (kV) jarðstrengs milli Fitja og Stakks, tengi­virk­is Landsnets sem nú sé verið að byggja í Helgu­vík, og stækk­un tengi­virk­is­ins. Und­ir­bún­ing­ur að hönn­un verks­ins hefst strax hjá Landsneti og er stefnt að því að fyrstu fram­kvæmd­ir hefj­ist haustið 2016.

„Þessi fram­kvæmd eyk­ur af­hend­ingarör­yggi til viðskipta­vina okk­ar í Helgu­vík því að tveir 132 kV jarðstreng­ir verða á milli Stakks, af­hend­ing­arstaðar okk­ar þar, og tengi­virk­is­ins á Fitj­um að fram­kvæmd­um lokn­um. Jafn­framt stytt­ist í að fram­kvæmd­ir hefj­ist við Suður­nesjalínu 2, milli Hafn­ar­fjarðar og Rauðamels, sem styrk­ir flutn­ings­kerfið á Reykja­nesi til muna og gjör­breyt­ir af­hend­ingarör­yggi raf­orku fyr­ir bæði íbúa og fyr­ir­tæki á svæðinu,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Landsnets, í til­kynn­ingu.

Þá seg­ir að kostnaður við teng­ingu kís­il­vers Thorsil við meg­in­flutn­ings­kerfi Landsnets og stækk­un tengi­virk­is­ins Stakks í Helgu­vík sé áætlaður um 2,5 millj­arðar króna. Áætluð aflþörf kís­il­vers Thorsil sé 87 mega­vött (MW) að jafnaði og verða fram­leidd um 54 þúsund tonn af kís­il­málmi þar á ári í tveim­ur ofn­um.

mbl.is