Landsfundur vill selja RÚV

Landsfundur vill selja RÚV

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti með atkvæðagreiðslu breytingar á drögum að ályktun fjárlaganefndar flokksins er kveður nú m.a. á um að selja eigi rekstur flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Ríkisútvarpið.

Landsfundur vill selja RÚV

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2015 | 24. október 2015

Ríkisútvarpið í Efstaleiti.
Ríkisútvarpið í Efstaleiti. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins samþykkti með at­kvæðagreiðslu breyt­ing­ar á drög­um að álykt­un fjár­laga­nefnd­ar flokks­ins er kveður nú m.a. á um að selja eigi rekst­ur flug­stöðvar Leifs Ei­ríks­son­ar og Rík­is­út­varpið.

Lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins samþykkti með at­kvæðagreiðslu breyt­ing­ar á drög­um að álykt­un fjár­laga­nefnd­ar flokks­ins er kveður nú m.a. á um að selja eigi rekst­ur flug­stöðvar Leifs Ei­ríks­son­ar og Rík­is­út­varpið.

Álykt­un­in sagði áður: „Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hvet­ur til að hugað verði að sölu rík­is­eigna s.s. ákveðnum eign­ar­hlut rík­is­ins í Lands­bank­an­um. Ráðast þarf í út­tekt á hag­kvæmni hús­næðis rík­is­stofn­ana og ríkið selji í fram­hald­inu all­ar þær eign­ir sem ekki eru nauðsyn­leg­ar.“

Eft­ir breyt­ingu hljóðar til­lag­an svo: „Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tel­ur að selja eigi ákveðnar rík­is­eign­ir, svo sem eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, rekst­ur flug­stöðvar Leifs Ei­ríks­son­ar og ann­an versl­un­ar­rekst­ur Isa­via, sem og RÚV, ásamt hluta af rekstri Lands­virkj­un­ar, þ.e. ein­stak­ar virkj­an­ir.“

Á morg­un verða umræður um til­lög­ur allra mál­efna­nefnda og álykt­an­ir verða af­greidd­ar. 

mbl.is