Seldi allt og flutti í húsbíl

Gullkistan | 8. desember 2015

Seldi allt og flutti í húsbíl

„Ég hafði verið á leigumarkaði í nokkur ár og flutt reglulega. Í hvert skipti sem ég flutti losaði ég mig við eitthvað af eigunum og sá hversu tilgangslaust það var að flytja með mér allskonar dót sem ég notaði sjaldan eða jafnvel aldrei. Ég byrjaði upp úr því að kynna mér mínimalískan lífsstíl og fann að það var eitthvað sem heillaði mig. Ég skoðaði allskonar umfjallanir um fólk sem býr í smáhúsum (tiny houses) og jafnvel í húsbílum. Á sama tíma var ég farin að fá útþrá frá Íslandi, komin með leið á myrkrinu, kuldanum, efnahagsástandinu og stjórnarfarinu og langaði til að prófa að ferðast í lengri tíma en bara í venjulegu sumarfríi. Ég átti pening og ákvað að nota hann ekki til að borga inn á húsnæðislánin og taka sénsinn á að verðbólgan myndi eyða honum, heldur nota hann til að prófa eitthvað alveg nýtt og ferðast í nokkra mánuði. Ég keypti húsbíl í Þýskalandi og ákvað að losa mig við megnið af búslóðinni áður en ég færi. Ég fór út með um það bil tvær ferðatöskur og skildi eftir nokkra kassa í geymslunni heima,“ segir Sif Traustadóttir Rossi dýralæknir þegar hún er spurð út í ævintýri sín.

Seldi allt og flutti í húsbíl

Gullkistan | 8. desember 2015

Sif Traustadóttir Rossi með hundinn sinn hana Sunnu.
Sif Traustadóttir Rossi með hundinn sinn hana Sunnu.

„Ég hafði verið á leigu­markaði í nokk­ur ár og flutt reglu­lega. Í hvert skipti sem ég flutti losaði ég mig við eitt­hvað af eig­un­um og sá hversu til­gangs­laust það var að flytja með mér allskon­ar dót sem ég notaði sjald­an eða jafn­vel aldrei. Ég byrjaði upp úr því að kynna mér míni­malísk­an lífs­stíl og fann að það var eitt­hvað sem heillaði mig. Ég skoðaði allskon­ar um­fjall­an­ir um fólk sem býr í smá­hús­um (tiny houses) og jafn­vel í hús­bíl­um. Á sama tíma var ég far­in að fá útþrá frá Íslandi, kom­in með leið á myrkr­inu, kuld­an­um, efna­hags­ástand­inu og stjórn­ar­far­inu og langaði til að prófa að ferðast í lengri tíma en bara í venju­legu sum­ar­fríi. Ég átti pen­ing og ákvað að nota hann ekki til að borga inn á hús­næðislán­in og taka séns­inn á að verðbólg­an myndi eyða hon­um, held­ur nota hann til að prófa eitt­hvað al­veg nýtt og ferðast í nokkra mánuði. Ég keypti hús­bíl í Þýskalandi og ákvað að losa mig við megnið af bú­slóðinni áður en ég færi. Ég fór út með um það bil tvær ferðatösk­ur og skildi eft­ir nokkra kassa í geymsl­unni heima,“ seg­ir Sif Trausta­dótt­ir Rossi dýra­lækn­ir þegar hún er spurð út í æv­in­týri sín.

„Ég hafði verið á leigu­markaði í nokk­ur ár og flutt reglu­lega. Í hvert skipti sem ég flutti losaði ég mig við eitt­hvað af eig­un­um og sá hversu til­gangs­laust það var að flytja með mér allskon­ar dót sem ég notaði sjald­an eða jafn­vel aldrei. Ég byrjaði upp úr því að kynna mér míni­malísk­an lífs­stíl og fann að það var eitt­hvað sem heillaði mig. Ég skoðaði allskon­ar um­fjall­an­ir um fólk sem býr í smá­hús­um (tiny houses) og jafn­vel í hús­bíl­um. Á sama tíma var ég far­in að fá útþrá frá Íslandi, kom­in með leið á myrkr­inu, kuld­an­um, efna­hags­ástand­inu og stjórn­ar­far­inu og langaði til að prófa að ferðast í lengri tíma en bara í venju­legu sum­ar­fríi. Ég átti pen­ing og ákvað að nota hann ekki til að borga inn á hús­næðislán­in og taka séns­inn á að verðbólg­an myndi eyða hon­um, held­ur nota hann til að prófa eitt­hvað al­veg nýtt og ferðast í nokkra mánuði. Ég keypti hús­bíl í Þýskalandi og ákvað að losa mig við megnið af bú­slóðinni áður en ég færi. Ég fór út með um það bil tvær ferðatösk­ur og skildi eft­ir nokkra kassa í geymsl­unni heima,“ seg­ir Sif Trausta­dótt­ir Rossi dýra­lækn­ir þegar hún er spurð út í æv­in­týri sín.

Sif segir að það fari vel um hana og Sunnu …
Sif seg­ir að það fari vel um hana og Sunnu í hús­bíln­um og hún sakni einskis.


Þegar Sif er spurð hvað sé al­ger­lega ómiss­andi í hús­bíln­um seg­ir hún að það séu tól til þess að geta búið til mat.  

„Það er í raun fátt sem er al­ger­lega ómiss­andi en ég er með potta, pönnu og helstu nauðsynj­ar til að geta eldað í bíln­um. Svo er ég með föt til skipt­anna en það er ekki mikið pláss þannig að ef ég kaupi til dæm­is nýja flík verð ég að losa mig við eitt­hvað annað í staðinn til að hafa pláss. Ég er líka með far­tölvu og snjallsíma sem ég gæti ekki hugsað mér að vera án. Sím­inn er með inn­byggt gps og hjálp­ar mér að rata, hvort sem ég er í bíln­um eða að ráfa um borg­ir og bæi í Evr­ópu. Ég er með nokkr­ar bæk­ur í bíln­um, þegar ég er búin að lesa þær skil ég þær gjarn­an eft­ir á tjald­stæðum þannig að aðrir geti notið þeirra líka. Ég hef gam­an af að teikna og lita og er með full­orðinslita­bæk­ur, stíla­bæk­ur og liti í bíln­um til að stytta mér stund­ir. Bíll­inn er um sex metr­ar á lengd og rétt um tveir að breidd þannig að í heild eru þetta tæp­ir 12 fer­metr­ar. Ég hef kom­ist að því að ein mann­eskja þarf ekki mikið meira en þetta til að lifa góðu lífi; baðher­bergi með sal­erni og sturtu, rúm með góðri dýnu, eld­hús­ein­ingu með gashell­um og ís­skáp og borð og sæti þannig að um 4-5 geti setið við borðið. Í bíln­um er meira að segja auka­rúm fyr­ir gesti! Það er renn­andi vatn í krön­um og hægt að hafa heitt vatn þegar þarf. Þegar veðrið er gott, sem er næst­um á hverj­um degi á sumr­in utan Íslands, þá er hægt að vera með borð og stóla úti og njóta þess að vera ut­an­dyra.“

Við hvað losaðir þú þig helst áður en þú fórst á vit þess­ara æv­in­týra?

„Ég losaði mig við næst­um all­ar bæk­urn­ar mín­ar, nema hand­bæk­ur og fag­bæk­ur sem væri dýrt að end­ur­nýja. Eft­ir sjö mánaða ferðalag hef­ur líka komið í ljós að það er ekk­ert sem ég sakna nema nokkr­ar bæk­ur. Ég hef reynd­ar ekki átt sjón­varp síðan 2008 og þau fáu hús­gögn sem ég átti orðið eru enn í hús­inu mínu í Reykja­vík sem ég leigi út. Ég losaði mig við stærst­an hluta af föt­un­um mín­um en hélt eft­ir ein­hverju sem að ég hélt að ég myndi kannski nota síðar. Ég losaði mig við allskon­ar hluti sem höfðu safn­ast upp í gegn­um tíðina, allt skraut og all­ar stytt­ur og þess hátt­ar. Eft­ir á að hyggja mun ég lík­lega fara í gegn­um þetta aft­ur þegar ég kem næst til Íslands og losa mig við meiri­hlut­ann af því sem eft­ir er.“

Sif klæðist helst kjólum en ef hún kaupir nýjan kjól …
Sif klæðist helst kjól­um en ef hún kaup­ir nýj­an kjól þarf hún að losa sig við ein­hverja flík úr fata­skápn­um.

Hvað er í fata­skápn­um þínum í dag?

„Ég elska kjóla og er með nokkra sparikjóla með mér og nota hvert tæki­færi til að klæðast þeim. Síðan er ég með nokkra bóm­ull­ar­kjóla til að nota á sumr­in, stutt­bux­ur, eitt par af síðbux­um og jakka og létt­ar peys­ur til að hafa yfir mig á kvöld­in. Ég þurfti reynd­ar að kaupa mér vetr­ar­föt núna ný­lega eft­ir að ég ákvað að fara ekki aft­ur til Íslands um ára­mót­in eins og ég hafði ætlað. Það er ekki mikið pláss þannig að ég þarf að hugsa vand­lega um hverja flík sem er bætt í safnið og vera dug­leg að losa mig við föt á móti. Reynd­ar játa ég að ég hef ekki gam­an af því að kaupa föt þannig að ég geri það helst ekki nema ef eitt­hvað er að detta í sund­ur og þarf að end­ur­nýja eða eins og núna þegar mig vantaði hlý föt. En ég er bara með eina þykka peysu, eitt par af vett­ling­um, eina úlpu og svo fram­veg­is. Ekki skúff­ur og skápa full af föt­um sem ég gæti mögu­lega notað ein­hvern tím­ann. Ég geymi eng­in föt sem passa ekki leng­ur á mig, ég vil held­ur fara með þau í Rauða kross­inn og að ein­hver ann­ar geti notað þau. Það sama gild­ir um skó, ég er bara með nokk­ur pör af skóm og sandala til að nota á sumr­in. Ég hugsa að í heild sé ég kannski með 10 pör af skóm; spari­skó, vetr­ar­skó, striga­skó, létta sum­arskó og sandala.“

Um þess­ar mund­ir er Sif stödd í katta­at­hvarfi á Norður-Ítal­íu (Parod­i's Cats á face­book) og ætl­ar að dvelja þar fram yfir ára­mót.

„Hús­bíll­inn er geymd­ur á bíla­stæði þar til í lok janú­ar en þá fer ég á hon­um til Róm­ar. Um jól­in fer ég til Spán­ar að hitta mömmu mína og son­ur minn kem­ur frá Íslandi til að eyða jól­un­um með okk­ur. Ég reikna með að búa í hús­bíln­um í 1-2 mánuði eft­ir ára­mót­in á meðan ég leita mér að hús­næði í Róm en ég ætla mér að vera þar í nokkra mánuði. Eft­ir það er al­veg óráðið hvað ég geri og hvert lífið leiðir mig.“

Sakn­ar þú ein­hvers sem þú losaðir þig við?

„Nei, alls ekki. Ég mun lík­lega losa mig við enn meira þegar ég fer í gegn­um kass­ana næst.“

Hvernig nærðu að fjár­magna ferðalagið í hús­bíln­um?

„Ég hef reiknað út að kostnaður­inn við að ferðast í hús­bíl er í raun svipaður og kostnaður við að búa heima hjá sér. Þegar ég ferðast lang­ar vega­lengd­ir fer mik­ill pen­ing­ur í dísel og vegatolla en svo er hægt að finna ódýr tjald­stæði og búa ein­hvers staðar mjög ódýrt með því að keyra styttra. Ég var ekki með nein­ar tekj­ur til að byrja með og hef bara lifað af þeim pen­ing sem ég átti áður en ég fór. En núna er ég að vinna í að koma mér upp heimasíðu og von­ast til að hafa tekj­ur af því áfram að hjálpa gælu­dýra­eig­end­um en bara á ann­an hátt núna en áður. Ég er með ráðgjöf, fyr­ir­lestra og nám­skeið fyr­ir hunda­eig­end­ur á síðunni www.sifdyrala­ekn­ir.is.

Ég hef ferðast ein með hund­in­um mín­um, henni Sunnu, og ferðabloggið okk­ar er á face­book und­ir nafn­inu „Sunny on the Road“. Þar er hægt að sjá allskon­ar mynd­ir frá ferðalag­inu og sag­an er sögð frá henn­ar sjón­ar­horni sem ger­ir það svo­lítið öðru­vísi og skemmti­legt.“

Sif og Sunna.
Sif og Sunna.
mbl.is