Hætti að drekka og lífið stórlagaðist

Gullkistan | 4. janúar 2016

Hætti að drekka og lífið stórlagaðist

„Fyrir sléttum tveimur árum varð ég síðast blindfullur. Mér fannst að ég ætti að taka mér pásu frá drykkju, kjötáti og einbeita mér að því að vera iðinn. Hérna er stuttur listi yfir hluti sem ég hef áorkað síðan ég setti tappann í flöskuna.“

Hætti að drekka og lífið stórlagaðist

Gullkistan | 4. janúar 2016

Andy Boyle sagði skilið við áfengið og uppskar alveg heilan …
Andy Boyle sagði skilið við áfengið og uppskar alveg heilan helling. Til vinstri er að finna nýlega mynd, en sú hægri er rúmlega tveggja ára gömul. Skjáskot medium.com

„Fyr­ir slétt­um tveim­ur árum varð ég síðast blind­full­ur. Mér fannst að ég ætti að taka mér pásu frá drykkju, kjötáti og ein­beita mér að því að vera iðinn. Hérna er stutt­ur listi yfir hluti sem ég hef áorkað síðan ég setti tapp­ann í flösk­una.“

„Fyr­ir slétt­um tveim­ur árum varð ég síðast blind­full­ur. Mér fannst að ég ætti að taka mér pásu frá drykkju, kjötáti og ein­beita mér að því að vera iðinn. Hérna er stutt­ur listi yfir hluti sem ég hef áorkað síðan ég setti tapp­ann í flösk­una.“

Svona hefst pist­ill grín­ist­ans Andy Boyle, þar sem hann lýs­ir því hvernig líf hans tók stakka­skipt­um eft­ir að hann sagði skilið við áfengi.

„Ég missti 34 kíló, keypti mér geðveika íbúð, kláraði fyrsta upp­kast af bók, fór að hreyfa mig, fyrst þris­var í viku, síðan fjór­um sinn­um, fór úr stærð XXL í Lar­ge, kom fram á þrem­ur gam­an-hátíðum, kláraði mörg upp­köst af mörg­um sjón­varpsþátt­um og kvik­mynd­um og hætti að hata sjálf­an mig. Í raun fór ég bara að hafa gam­an að sjálf­um mér.“

Hlut­ir sem ég hef lært

Þú þarft ekki að drekka til þess að skemmta þér
Viðburðirn­ir breyt­ast ekki þótt þú kjós­ir að drekka ekki. Þú ert ennþá þú, kannski ögn feimn­ari, en er það svo slæmt?

Auk þess átt þú ekki á hættu að gleyma at­b­urðum kvölds­ins, sem er alltaf kost­ur.

Þú upp­lif­ir færri eft­ir­sjár
Það er ólík­legt að þú vakn­ir upp, lít­ir á sím­ann og sjá­ir skila­boð sem þú vild­ir síður hafa sent.

Fólk mun dæma þig
Þetta kann að virðast skrýtið, en það er fullt af fólki sem mun bein­lín­is dæma þig fyr­ir að drekka ekki áfengi. Búðu þig und­ir að heyra setn­ing­ar líkt og:

„Láttu ekki svona, þú get­ur fengið þér einn bjór. Það er ekki eins og þú sért að fara á fund.“

„Þú ert ekk­ert skemmti­leg/​ur nema að þú fáir þér í glas.“

Þú munt sofa mun bet­ur
„Ég hef ekki sofið svona vel síðan í mennta­skóla. Vá hvað það er frá­bært. Þið verðið bara að taka mig á orðinu.“

Minni dep­urð
„Ég veit ekki hvort ég þjáðist af þung­lyndi, en ég varð oft leiður“ seg­ir Boyle. „Mér er ekki eins illa við sjálf­an mig, líkt og hér áður fyrr. Ég hef tekið sjálf­an mig og líf mitt í sátt. Það er engu lík­ara en ég hafi þrýst á hnapp í heil­an­um á mér, þar sem í stað þess að verða strax nei­kvæður reyni ég að líta á björtu hliðarn­ar.“

Meiri sam­kennd með öðrum
„Fyr­ir nokkr­um vik­um var ég næst­um keyrður niður af brjáluðum öku­manni sem síðan jós yfir mig fúkyrðum. Hér áður fyrr hefði ég lík­lega tekið mynd af hon­um og deilt á sam­fé­lags­miðlum und­ir því yf­ir­skini að hann væri al­ger fá­viti. Í stað þess áttaði ég mig á því að hann var lík­lega að eiga öm­ur­leg­an dag. Hugs­an­lega var hann seinn á fund, kannski var hann að drífa sig upp á spít­ala að heim­sækja fár­sjúk­an ást­vin, kannski átti hann bara ekki eins ást­ríka for­eldra og ég.“

Þú eign­ast fullt af pen­ing­um
„Ég keypti íbúð. Ég vil gjarn­an láta sem út­borg­un­in hafi ekki komið til vegna þess hversu mik­inn pen­ing ég sparaði við að hætta að drekka, og þar með hætta að kaupa skyndi­bita und­ir áhrif­um. En sann­leik­ur­inn er sá að ég sparaði lík­lega ¼ af upp­hæðinni bara með því að setja tapp­ann í flösk­una.“

Þú þreyt­ist fyrr
„Venju­lega fer ég í rúmið í kring­um 23 á kvöld­in. Þegar ég drakk ennþá virkaði áfengi líkt og eldsneyti sem hélt mér gang­andi, svo ég gæti leitað að nýj­um æv­in­týr­um. Nú þegar ég er hætt­ur að drekka er ég ekki á yf­ir­snún­ingi að leita að nýj­um æv­in­týr­um. Ég er ánægður með það sem ég hef áorkað yfir dag­inn, og ef lík­am­inn vill fara í rúmið er ég sátt­ur við það.“

Þú verður af­kasta­meiri
„Þegar þú eyðir ekki öll­um frí­tíma þínum á barn­um kem­ur þú meira í verk. Ég les meira, skrifa meira og læri meira.“

„Ef þú hef­ur ein­hvern tím­ann hugsað með sjálf­um þér, „þetta drykkju­dæmi er ekki svo frá­bært leng­ur“ er í lagi að taka pásu. Ég hætti bara, mér reynd­ist það frek­ar auðvelt. Ég veit að það er ekki auðvelt fyr­ir alla, en mundu bara að ég hef fundið enda­laust af frá­bæru fólki sem get­ur vel skemmt sér án áfeng­is. Og það get­ur þú líka.“

mbl.is