Samið um Suðurnesjalínu

Suðurnesjalína 2 | 18. janúar 2016

Samið um undirbúning Suðurnesjalínu

Landsnet hefur samið við Íslenska aðalverktaka um undirbúningsvinnu vegna byggingar Suðurnesjalínu, 220 kílóvolta háspennulínu frá Hraunhellu í Hafnarfirði að Rauðamel norðan Svartengis. Sjö buðu í verkið og átti ÍAV lægsta tilboðið upp á 320 milljónir en kostnaðaráætlun Landsnets hljóðaði upp á tæplega 390 milljónir.

Samið um undirbúning Suðurnesjalínu

Suðurnesjalína 2 | 18. janúar 2016

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, og Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri …
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, og Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV, handsala samkomulag vegna undirbúningsvinnu Suðurnesjalínu 2. Ljósmynd/ Landsnet

Landsnet hef­ur samið við Íslenska aðal­verk­taka um und­ir­bún­ings­vinnu vegna bygg­ing­ar Suður­nesjalínu, 220 kílóvolta há­spennu­línu frá Hraun­hellu í Hafnar­f­irði að Rauðamel norðan Svarteng­is. Sjö buðu í verkið og átti ÍAV lægsta til­boðið upp á 320 millj­ón­ir en kostnaðaráætl­un Landsnets hljóðaði upp á tæp­lega 390 millj­ón­ir.

Landsnet hef­ur samið við Íslenska aðal­verk­taka um und­ir­bún­ings­vinnu vegna bygg­ing­ar Suður­nesjalínu, 220 kílóvolta há­spennu­línu frá Hraun­hellu í Hafnar­f­irði að Rauðamel norðan Svarteng­is. Sjö buðu í verkið og átti ÍAV lægsta til­boðið upp á 320 millj­ón­ir en kostnaðaráætl­un Landsnets hljóðaði upp á tæp­lega 390 millj­ón­ir.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Landsnets þar sem seg­ir að verkið fel­ist í stór­um drátt­um í slóðagerð, jarðvinnu og bygg­ingu und­ir­staðna en línu­leiðin er rúm­ir 32 kíló­metr­ar og verða möstr­in alls 100 tals­ins.

 „Nýja lín­an mun að miklu leyti fylgja nú­ver­andi Suður­nesjalínu 1 frá Hafnar­f­irði að Rauðamel, nema aust­ast á svæðinu þar sem gert er ráð fyr­ir að hún liggi í nýju línu­belti tölu­vert fjær nú­ver­andi byggð í Hafnar­f­irði. Landraski verður haldið í lág­marki og jafn­framt er orðið við til­mæl­um sveit­ar­fé­laga á svæðinu og helstu fag­stofn­ana um að reisa nýju lín­una í nú­ver­andi mann­virkja­belti, þar sem fyr­ir eru Suður­nesjalína 1 og Reykja­nes­braut.“

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni hefst und­ir­bún­ings­vinn­an um leið og aðstæður leyfa og skal verk­inu að fullu lokið fyr­ir sept­em­ber­lok 2016. Áformað er að reisa lín­una sum­arið 2017 og teng­ingu ljúki á því ári.

mbl.is