30 milljarðar í flutningskerfi Landsnets

Suðurnesjalína 2 | 2. mars 2016

30 milljarðar í flutningskerfi Landsnets

Fyrirhugaðar fjárfestingar Landsnets í flutningskerfinu nema hátt í 35 milljörðum króna næstu þrjú árin og er aukningin umtalsverð í samanburði við framkvæmdir félagsins á síðustu árum.

30 milljarðar í flutningskerfi Landsnets

Suðurnesjalína 2 | 2. mars 2016

Úr stjórnstöð Landsnets.
Úr stjórnstöð Landsnets. Ljósmynd/Landsnet

Fyr­ir­hugaðar fjár­fest­ing­ar Landsnets í flutn­ings­kerf­inu nema hátt í 35 millj­örðum króna næstu þrjú árin og er aukn­ing­in um­tals­verð í sam­an­b­urði við fram­kvæmd­ir fé­lags­ins á síðustu árum.

Fyr­ir­hugaðar fjár­fest­ing­ar Landsnets í flutn­ings­kerf­inu nema hátt í 35 millj­örðum króna næstu þrjú árin og er aukn­ing­in um­tals­verð í sam­an­b­urði við fram­kvæmd­ir fé­lags­ins á síðustu árum.

Þetta kom fram í kynn­ingu Nils Gúst­avs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra fram­kvæmda- og rekstr­ar­sviðs Landsnets á útboðsþingi Sam­taka iðnaðar­ins fyr­ir helgi og greint er frá á heimasíðu Landsnets.

Um 11 millj­arðar króna eru áætlaðar í fjár­fest­ing­ar í flutn­ings­kerfi Landsnets á þessu ári, tæp­ir 14 millj­arðar á næsta ári og tæp­ir 10 millj­arðar árið 2018. Um veru­lega aukn­ingu er að ræða þegar horft er til liðinna ára og þarf að fara allt aft­ur til árs­ins 2007 til að finna sam­bæri­leg­ar fjár­fest­ing­ar í flutn­ings­kerfi fé­lags­ins.

Stærstu verk­efn­in sem eru í fram­kvæmd eða und­ir­bún­ingi hjá Landsneti eru á Norðaust­ur­landi og á Suðvest­ur­landi.

Mörg verk­efni í burðarliðnum

Verk­efnið Krafla – Þeistareyk­ir - Bakki fel­ur í sér bygg­ingu tveggja 220 kV há­spennu­lína, sam­tals rúm­lega 61 km að lengd, og þriggja tengi­virkja til að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við Þeistareykja­virkj­un og virkj­un­ina við meg­in­flutn­ings­kerfið.

Á vefsíðu Landsnets seg­ir að und­ir­bún­ing­ur verk­efn­is­ins hafi gengið vel og að útboð vegna ein­stakra verk­hluta séu haf­in, eða á döf­inni, en áætlan­ir gera ráð fyr­ir að verk­inu ljúki í sept­em­ber árið 2017.

Á Norðaust­ur­landi er lagn­ing 220 kV há­spennu­línu milli Kröflu og Fljóts­dals í und­ir­bún­ingi. Lína verður 122 km að lengd og er mat á um­hverf­isáhrif­um henn­ar á loka­stigi. Útboðshönn­un verður boðin út í vor og er reiknað með að fram­kvæmd­ir fari að mestu fram árin 2017-18.

Und­ir­bún­ing­ur fram­kvæmda er í gangi vegna Sand­skeiðslínu 1, sem er 27 km löng 220 kV loftlína frá Sand­skeiði að Hafnar­f­irði, sem þarf að reisa svo hægt sé að fjar­lægja Hamra­nes­lín­ur 1 og 2 eins og sam­komu­lag er um við Hafn­ar­fjarðarbæ. Útboðshönn­un verður boðin út á næstu vik­um en áætlað er að und­ir­bún­ings­fram­kvæmd­ir fari fram árin 2016-2017 og lína verði reist árin 2017-2018.

Landsnet

Á Reykja­nesi er vinna að hefjast í næsta mánuði við Suður­nesjalínu 2, 32 km langa 220 kV há­spennu­línu frá Hafnar­f­irði að Rauðamel. Und­ir­bún­ings­fram­kvæmd­ir fara fram á þessu ári og reisa á lín­una á næsta ári. Á Reykja­nesi er einnig unnið að und­ir­bún­ingi Fitjalínu 3, níu km langs 132 kV jarðstrengs frá tengi­virki á Fitj­um að tengi­virki Landsnets í Helgu­vík. Verkið fel­ur einnig í sér stækk­un tengi­virk­is­ins í Helgu­vík.

Á Vest­ur­landi má nefna lagn­ingu 66 kV jarðstrengs milli Grund­ar­fjarðar og Ólafs­vík­ur og á Vest­fjörðum verður flutn­ings­geta til Vest­fjarða auk­in með nýj­um spenni í tengi­virk­inu við Mjólkár­virkj­un. Á Suður­landi er verið að byggja nýtt tengi­virki í Vest­manna­eyj­um, í sam­starfi við HS Veit­ur, sem ger­ir kleift að auka flutn­ings­getu raf­orku til Vest­manna­eyja.

Á Suður­landi er einnig unnið að lagn­ingu 66 kV jarðstrengs milli Sel­foss og Þor­láks­hafn­ar og að und­ir­bún­ingi breyt­inga á tengi­virk­inu í Búr­felli­vegna fyr­ir­hugaðrar teng­ing­ar Búr­fells II.

mbl.is