„Auðvitað þarf alltaf að gera málamiðlanir“

HönnunarMars | 10. mars 2016

„Auðvitað þarf alltaf að gera málamiðlanir“

List án landamæra tekur þátt í HönnunarMars í ár og í tilefni þess voru þrjú teymi sett saman fyrir sýningu á Hlemmi Square. Eitt teymið skipar Atli Viðar Engilbertsson, sem kjörinn var Listamaður Listar án Landamæra árið 2013, og vöruhönnuðurinn Helga Björg Jónasardóttir. Þau Atli og Helga hafa undanfarnar vikur unnið saman að verkum sem sýnd verða á sýningunni.

„Auðvitað þarf alltaf að gera málamiðlanir“

HönnunarMars | 10. mars 2016

Listamaðurinn Atli Viðar Engilbertsson og vöruhönnuðurinn Helga Björg Jónasardóttir skipa …
Listamaðurinn Atli Viðar Engilbertsson og vöruhönnuðurinn Helga Björg Jónasardóttir skipa eitt teymið sem List á landamæra setti saman fyrir HönnunarMars. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

List án landa­mæra tek­ur þátt í Hönn­un­ar­Mars í ár og í til­efni þess voru þrjú teymi sett sam­an fyr­ir sýn­ingu á Hlemmi Square. Eitt teymið skip­ar Atli Viðar Engil­berts­son, sem kjör­inn var Listamaður List­ar án Landa­mæra árið 2013, og vöru­hönnuður­inn Helga Björg Jónas­ar­dótt­ir. Þau Atli og Helga hafa und­an­farn­ar vik­ur unnið sam­an að verk­um sem sýnd verða á sýn­ing­unni.

List án landa­mæra tek­ur þátt í Hönn­un­ar­Mars í ár og í til­efni þess voru þrjú teymi sett sam­an fyr­ir sýn­ingu á Hlemmi Square. Eitt teymið skip­ar Atli Viðar Engil­berts­son, sem kjör­inn var Listamaður List­ar án Landa­mæra árið 2013, og vöru­hönnuður­inn Helga Björg Jónas­ar­dótt­ir. Þau Atli og Helga hafa und­an­farn­ar vik­ur unnið sam­an að verk­um sem sýnd verða á sýn­ing­unni.

„Ég nálgaðist verk­efnið þannig að skoða verk og hug­mynd­ir Atla og þróa vöru út frá því. Atli sendi mér hand­rit af söng­leikj­um og kvik­mynd­um, auk mynda af pappa­döm­um og pappal­ista­verk­um. Atli hafði hannað bún­inga fyr­ir per­són­ur eins söng­leiks­ins sem kall­ast Svava og sveit­ung­arn­ir sjö. Bún­ing­arn­ir voru skreytt­ir áhuga­verðu mósaík-munstri sem við enduðum á að vinna út frá,“ seg­ir Helga. Afrakst­ur­inn eru bol­ir og slæður sem hannaðar eru út frá bún­inga­hönn­un Atla. „Tex­tílprent­un Íslands sá um að prenta mynstr­in á silki og bóm­ullar­efni sem notuð eru í boli, slæður og jafn­vel eitt­hvað fleira. Ásamt bol­un­um og slæðunum sýn­um við líka glæ­nýja pappa­dömu.“

Atli og Helga segj­ast hafa nálg­ast sam­starfið með opn­um huga og þess vegna hafi allt gengið vel. „Auðvitað þarf alltaf að gera mála­miðlan­ir, sem er eðli­legt í sam­starfi þar sem tvö ólík sjón­ar­horn mæt­ast,“ segja þau Helga og Atli.

Sýn­ing sem þessi opn­ar marg­ar dyr fyr­ir lista­menn

Atli seg­ir spenn­andi að taka þátt í Hönn­un­ar­Mars. „Hátíðin er stór á landsvísu og er fjölþjóðleg með gest­um og þátt­tak­end­um er­lend­is frá. Það opn­ar mögu­leika á spjalli við er­lenda viðskiptaaðila,“ seg­ir Atli. „Ég samdi líka fyrsta tit­il­lag Hönn­un­ar­mars, þeir sem hafa heyrt það eru spennt­ir. Von­andi fá gest­ir Hönn­un­ar­Mars tæki­færi til að heyra lagið í lif­andi flutn­ingi við setn­ingu sýn­ing­ar­inn­ar.“

Þau Atli og Helga eru sam­mála að sýn­ing­in hafi mikla þýðingu fyr­ir þátt­tak­end­ur. Að mati Atla er það að fá að hitta fólk sem hef­ur áhuga á viðskipt­um hafa mesta þýðingu fyr­ir hann. „Hérna skap­ast nýr vett­vang­ur skapa og koma sköp­un­ar­verk­um á fram­færi.“

mbl.is/​Skapti Hall­gríms­son
mbl.is