Rennt yfir söguna með myndum Ara Magg

HönnunarMars | 10. mars 2016

Rennt yfir söguna með myndum Ara Magg

Í tilefni af HönnunarMars og tíu ára afmæli Farmers Market verður haldinn viðburður í versluninni úti á Granda þar sem gestir og gangandi geta kynnt sér nýjar vörur og sömuleiðis rennt yfir sögu Farmers Market. „Við verðum með innsetningu og yfirlitssýningu á myndum sem ljósmyndarinn Ari Magg hefur unnið fyrir okkur undanfarin ár, þær eru orðnar allmargar,“ segir Jóel Pálsson, eigandi Farmers Market.

Rennt yfir söguna með myndum Ara Magg

HönnunarMars | 10. mars 2016

Sveitarómans, sjálfbærni og sígildi hafa einkennt Farmers Market frá upphafi.
Sveitarómans, sjálfbærni og sígildi hafa einkennt Farmers Market frá upphafi. Ljósmynd/ Ari Magg

Í til­efni af Hönn­un­ar­Mars og tíu ára af­mæli Far­mers Mar­ket verður hald­inn viðburður í versl­un­inni úti á Granda þar sem gest­ir og gang­andi geta kynnt sér nýj­ar vör­ur og sömu­leiðis rennt yfir sögu Far­mers Mar­ket. „Við verðum með inn­setn­ingu og yf­ir­lits­sýn­ingu á mynd­um sem ljós­mynd­ar­inn Ari Magg hef­ur unnið fyr­ir okk­ur und­an­far­in ár, þær eru orðnar all­marg­ar,“ seg­ir Jóel Páls­son, eig­andi Far­mers Mar­ket.

Í til­efni af Hönn­un­ar­Mars og tíu ára af­mæli Far­mers Mar­ket verður hald­inn viðburður í versl­un­inni úti á Granda þar sem gest­ir og gang­andi geta kynnt sér nýj­ar vör­ur og sömu­leiðis rennt yfir sögu Far­mers Mar­ket. „Við verðum með inn­setn­ingu og yf­ir­lits­sýn­ingu á mynd­um sem ljós­mynd­ar­inn Ari Magg hef­ur unnið fyr­ir okk­ur und­an­far­in ár, þær eru orðnar all­marg­ar,“ seg­ir Jóel Páls­son, eig­andi Far­mers Mar­ket.

„Við höf­um átt afar ánægju­legt sam­starf við Ara Magg ljós­mynd­ara und­an­far­in átta ár.  Hann skil­ur hug­mynda­fræðina og þekk­ir okk­ur vel. Mynd­irn­ar hugs­um við gjarn­an sem „still­ur“ úr kvik­mynd sem aldrei hef­ur verið gerð og kokk­um oft upp heil­mikla sögu í kring­um hverja mynd þó að sag­an sjálf komi hvergi fram. Þetta er ekki síður gert til að skemmta okk­ur sjálf­um við tök­urn­ar. Reynd­ar geng­um við svo skref­inu lengra við tök­ur á síðustu hóp­mynd og gerðum litla Far­mers Mar­ket-stutt­mynd líka sem Óttar Guðna­son tók,“ út­skýr­ir Jóel og bend­ir á að stutt­mynd­ina má sjá á vef þeirra, www.far­mers­mar­ket.is.

Eins og áður sagði verða einnig nýj­ar vör­ur kynnt­ar á Hönn­un­ar­Mars, svo sem nýj­ar yf­ir­hafn­ir, peys­ur, kjól­ar, und­irfatnaður og fylgi­hlut­ir. „Það er ým­is­legt nýtt að bæt­ast við lín­una okk­ar á næst­unni,“ seg­ir Jóel. Hann seg­ir sveitaróm­ans, sjálf­bærni og sí­gildi ein­kenna fyr­ir­tækið og nýju vör­urn­ar sömu­leiðis.

Sýn­ing­in verður opnuð hinn 11. mars klukk­an 20:00 í versl­un­inni Far­mers & Friends á Hólma­skóð 2.

Á ljósmyndasýningunni verður rennt yfir sögu fyrirtækisins
Á ljós­mynda­sýn­ing­unni verður rennt yfir sögu fyr­ir­tæk­is­ins Ljós­mynd/ Ari Magg
Ljós­mynd/ Ari Magg
mbl.is