Skyggnst inn í ferlið á bak við Omnom-súkkulaðið

HönnunarMars | 10. mars 2016

Skyggnst inn í ferlið á bak við Omnom-súkkulaðið

„Sýningin snýst um að sýna ferlið á bak við súkkulaðið frá Omnom. Við verðum með tvær innsetningar, önnur sýnir ferlið frá því að vera með kakóbaunir í höndunum þar til það er orðið að súkkulaði og hin sýnir hönnunarferlið,“ útskýrir André Úlfur Visage, hönnuður og einn af eigendum Omnom, um sýningu Omnom á HönnunarMars 2016.

Skyggnst inn í ferlið á bak við Omnom-súkkulaðið

HönnunarMars | 10. mars 2016

Áhugasamir frá tækifæri til að kynnast Omnom-súkkulaðinu betur á HönnunarMars.
Áhugasamir frá tækifæri til að kynnast Omnom-súkkulaðinu betur á HönnunarMars.

„Sýn­ing­in snýst um að sýna ferlið á bak við súkkulaðið frá Omnom. Við verðum með tvær inn­setn­ing­ar, önn­ur sýn­ir ferlið frá því að vera með kakóbaun­ir í hönd­un­um þar til það er orðið að súkkulaði og hin sýn­ir hönn­un­ar­ferlið,“ út­skýr­ir André Úlfur Visa­ge, hönnuður og einn af eig­end­um Omnom, um sýn­ingu Omnom á Hönn­un­ar­Mars 2016.

„Sýn­ing­in snýst um að sýna ferlið á bak við súkkulaðið frá Omnom. Við verðum með tvær inn­setn­ing­ar, önn­ur sýn­ir ferlið frá því að vera með kakóbaun­ir í hönd­un­um þar til það er orðið að súkkulaði og hin sýn­ir hönn­un­ar­ferlið,“ út­skýr­ir André Úlfur Visa­ge, hönnuður og einn af eig­end­um Omnom, um sýn­ingu Omnom á Hönn­un­ar­Mars 2016.

„Við erum eini ís­lenski súkkulaðifram­leiðand­inn sem býr til súkkulaði beint úr kakóbaun­um,“ seg­ir Andre Úlfur en Omnom flyt­ur inn baun­ir frá til dæm­is Madaga­sk­ar, Tans­an­íu og Ník­arag­úa. Ferlið á bak við súkkulaðið er spenn­andi og nokkuð flókið en teymið á bak við Omnom vill leyfa fólki að skyggn­ast inn í það ferli, allt frá því þegar baun­irn­ar koma til lands­ins, þær eru ristaðar og meðhöndlaðar á sinn ein­staka hátt og þar til súkkulaðinu er hellt í mót og pakkað inn í höfuðstöðvum Omnom.

Gest­ir sýn­ing­ar­inn­ar fá ekki ein­ung­is að fræðast um ferlið á bakvið Omnom súkkulaðið held­ur fá þeir einnig tæki­færi til að pakka súkkulaðinu í umbúðir og myndskreyta þær. Gest­ir fara því heim með sína eig­in út­gáfu af Omnom súkkulaði.

Flytja brátt í stærra hús­næði

Aðspurður hvað sé framund­an seg­ir André að tölu­verðar breyt­ing­ar séu á döf­inni. Á næstu mánuðum mun Omnom flytja úr mjög litlu hús­næði yfir í stærra hús­næði sem ger­ir þeim meðal ann­ars kleift að búa til fleiri teg­und­ir, en ým­is­legt fleira spenn­andi kem­ur í ljós á næstu vik­um að sögn André. „Við höf­um átt fullt í fangi með að anna eft­ir­spurn. Nýja hús­næðið verður á hinum nýju sæl­kera­slóðum Reykja­vík­ur eða á Grand­an­um, nán­ar til­tekið á Hólma­slóð 4 og sýn­ing Omnom á Hönn­un­ar­Mars verður í hluta þess hús­næðis.“ 

Skraut­leg­ar umbúðir Omnom

Omnom súkkulaðið ætti ekki að fara fram­hjá nein­um í búðar­hill­un­um enda eru umbúðirn­ar utan um súkkulaðið ansi lit­skrúðugar og skraut­leg­ar. Hönn­un umbúðanna var í hönd­um André Úlfs sem lagði áherslu á að þær væru vandaðar og skemmti­leg­ar. Umbúðirn­ar eru gerðar úr hörðum pappa, skreytt­um teikn­ing­um eft­ir Andre Úlf og minna helst á um­slag. Omnom súkkulaðiteg­und­ir Omnom kom fyrst á markað í lok árs 2013, en á bak við Omnom standa fjór­ir sæl­ker­ar og eig­end­ur, þeir André Úlfur, Kjart­an Gísla­son, Karl Viggó Vig­fús­son og Óskar Þórðar­son. 

Umbúðirnar utan um Omnom eru einstakar.
Umbúðirn­ar utan um Omnom eru ein­stak­ar.
Baunirnar eru ristaðar í höfuðstöðvum Omnom, mislengi eftir tegund súkkulaðisins.
Baun­irn­ar eru ristaðar í höfuðstöðvum Omnom, mis­lengi eft­ir teg­und súkkulaðis­ins.
mbl.is