Sömdu við HAY eftir DesignMatch

HönnunarMars | 10. mars 2016

Sömdu við HAY eftir DesignMatch

Hönnuðir tala gjarnan um að HönnunarMars sé þeim ómetanleg hátíð því á henni fá þeir tækifæri til að koma hönnun sinni á framfæri. DesignMatch er þáttur í HönnunarMars þar sem einblínt er á tengslamyndun við erlenda aðila með mögulegt samstarf í huga. Þessi þáttur hefur reynst mörgum hönnuðum vel en þær Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir eru meðal þeirra sem hafa farið í gegnum DesignMatch með góðum árangri.

Sömdu við HAY eftir DesignMatch

HönnunarMars | 10. mars 2016

Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir eru meðal þeirra sem hafa …
Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir eru meðal þeirra sem hafa farið í gegnum DesignMatch með góðum árangri.

Hönnuðir tala gjarn­an um að Hönn­un­ar­Mars sé þeim ómet­an­leg hátíð því á henni fá þeir tæki­færi til að koma hönn­un sinni á fram­færi. Design­Match er þátt­ur í Hönn­un­ar­Mars þar sem ein­blínt er á tengslamynd­un við er­lenda aðila með mögu­legt sam­starf í huga. Þessi þátt­ur hef­ur reynst mörg­um hönnuðum vel en þær Snæfríð Þor­steins og Hildigunn­ur Gunn­ars­dótt­ir eru meðal þeirra sem hafa farið í gegn­um Design­Match með góðum ár­angri.

Hönnuðir tala gjarn­an um að Hönn­un­ar­Mars sé þeim ómet­an­leg hátíð því á henni fá þeir tæki­færi til að koma hönn­un sinni á fram­færi. Design­Match er þátt­ur í Hönn­un­ar­Mars þar sem ein­blínt er á tengslamynd­un við er­lenda aðila með mögu­legt sam­starf í huga. Þessi þátt­ur hef­ur reynst mörg­um hönnuðum vel en þær Snæfríð Þor­steins og Hildigunn­ur Gunn­ars­dótt­ir eru meðal þeirra sem hafa farið í gegn­um Design­Match með góðum ár­angri.

„Árið 2013 hitt­um við Sebastian Wrong á Design Match en hann er í for­svari fyr­ir WRONG FOR HAY sem er hluti af dönsku HAY sam­steyp­unni. Í fram­hald­inu gerðum við fimm ára samn­ing við fyr­ir­tækið um fram­leiðslu og dreif­ingu á  „Rifgötuðum daga­töl­um“ sem við höfðum þá fram­leitt í nokk­ur ár. Við héld­um þó fram­leiðslu­rétti inn­an­lands í okk­ar hönd­um. Samn­ing­ur­inn fel­ur í sér afar öfl­uga dreif­ingu á heims­markað enda er HAY fyr­ir­tæki með afar sterka stöðu inn­an hönn­un­ar­heims­ins. Ann­ars veg­ar reka þeir eig­in versl­an­ir en eru jafn­framt með vör­ur í fjöl­mörg­um versl­un­um, stór­um sem smá­um um heim all­an,“ segja þær Snæfríð og Hildigunn­ur. Þær segja sam­starfið hafa verið ánægju­legt. „Það er auðvitað mik­il­vægt að kom­ast með vör­ur á hinn stóra markað og það er ánægju­legt að sjá vör­una dafna og lifa góðu lífi í hinum ýmsu heims­hlut­um.“

Danska merkið HAY er merki sem marg­ir Íslend­ing­ar kann­ast við enda hef­ur það fest sig í sessi í hönn­un­ar­heim­in­um síðan það var stofnað árið 2002. „Veldi hins danska fyr­ir­tæk­is HAY sýn­ir glöggt hin marg­vís­legu tæki­færi sem fel­ast í hönn­un. Fyr­ir­tækið er frem­ur ungt, en tókst á stutt­um tíma að skapa sér af­burðar­stöðu á heims­markaði.“

Snæfríð og Hildigunnur segja samstarfið við HAY hafa verið ánægjulegt.
Snæfríð og Hildigunn­ur segja sam­starfið við HAY hafa verið ánægju­legt.
mbl.is