Vann mynstrið út frá steinum

HönnunarMars | 10. mars 2016

Vann mynstrið út frá steinum

Í tilefni af HönnunarMars mun Cintamani kynna nýja vetralínu í versluninni í Bankastræti 7. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri til að sjá allt það nýjasta sem í boði verður næsta vetur. Línan, sem er innblásin af íslenskri náttúru, einkennist meðal annars af eftirtektaverðum mynstrum en Helga Lilja Magnúsdóttir, fatahönnuður, gerði eitt þeirra.

Vann mynstrið út frá steinum

HönnunarMars | 10. mars 2016

Mynstur eftir Helicopter.
Mynstur eftir Helicopter. Ljósmynd/ Rut Sigurðardóttir

Í til­efni af Hönn­un­ar­Mars mun Cinta­mani kynna nýja vetr­alínu í versl­un­inni í Banka­stræti 7. Þar gefst gest­um og gang­andi tæki­færi til að sjá allt það nýj­asta sem í boði verður næsta vet­ur. Lín­an, sem er inn­blás­in af ís­lenskri nátt­úru, ein­kenn­ist meðal ann­ars af eft­ir­tekta­verðum mynstr­um en Helga Lilja Magnús­dótt­ir, fata­hönnuður, gerði eitt þeirra.

Í til­efni af Hönn­un­ar­Mars mun Cinta­mani kynna nýja vetr­alínu í versl­un­inni í Banka­stræti 7. Þar gefst gest­um og gang­andi tæki­færi til að sjá allt það nýj­asta sem í boði verður næsta vet­ur. Lín­an, sem er inn­blás­in af ís­lenskri nátt­úru, ein­kenn­ist meðal ann­ars af eft­ir­tekta­verðum mynstr­um en Helga Lilja Magnús­dótt­ir, fata­hönnuður, gerði eitt þeirra.

„Guðrún Lár­us­dótt­ir, fram­leiðslu og vöruþró­un­ar­stjóri Cinta­mani, vann einu sinni með mér hjá Nikita. Hún hef­ur fylgst með mér eft­ir að ég hætti þar og séð það sem ég hef verið að gera með merkið mitt Helicopter. Guðrún hafði sam­band við mig fyr­ir rúmu ári síðan og spurði hvort ég vildi vinna munst­ur fyr­ir Cinta­mani,“ seg­ir Helga Lilja. Helga ákvað að vinna með steina­mynst­ur líkt og hún hef­ur gjarn­an gert í gegn­um tíðina. „Steinn­inn heill­ar mig stans­laust. Stein­ar mynduðust fyr­ir mörg­um hundruðum til millj­ón­um ára og hafa hægt og bít­andi þjapp­ast sam­an og þrosk­ast og tekið á sig þá mynd sem þeir eru með í dag. Lit­irn­ir eru svo óend­an­leg­ir, jafn­vel í grá­um stein­um...þar eru lit­irn­ir al­veg jafn ótrú­leg­ir.“

Helga gerði nokkr­ar til­lög­ur að mynstri og eitt varð fyr­ir val­inu. Helga er him­in­lif­andi með út­kom­una. „Ég er búin að sjá úlpu með prent­inu, hún er æðis­leg! Ég hlakka mikið til að sjá af­gang­inn.“

Opn­un­in er í dag á milli kl 17:00-19:00.

Nýja vetrarlínan verður kynnt í verslun Cintamani í Bankastræti.
Nýja vetr­ar­lín­an verður kynnt í versl­un Cinta­mani í Banka­stræti. Ljós­mynd/ Rut Sig­urðardótt­ir
Ljós­mynd/ Rut Sig­urðardótt­ir
Ljós­mynd/ Rut Sig­urðardótt­ir
Ljós­mynd/ Rut Sig­urðardótt­ir
Helga Lilja Magnúsdóttir gerði mynstur fyrir nýjustu línu Cintamani.
Helga Lilja Magnús­dótt­ir gerði mynstur fyr­ir nýj­ustu línu Cinta­mani. Ljós­mynd/ Steph­an Stephen­sen
mbl.is