Breytir forsendum uppbyggingar

Suðurnesjalína 2 | 12. maí 2016

Breytir forsendum uppbyggingar

Ákvörðun meirihluta Hæstaréttar um að fella úr gildi stjórnvaldsákvarðanir iðnaðarráðherra sem heimiluðu Landsneti að taka land eignarnámi á fimm jörðum á Reykjanesi vegna uppbyggingar Suðurnesjalínu 2 breytir forsendum fyrir lagningu línunnar. Niðurstaða dómsins mun þannig seinka brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja. Þetta segir í tilkynningu frá Landsneti.

Breytir forsendum uppbyggingar

Suðurnesjalína 2 | 12. maí 2016

Landsnet áformar að reisa Suðurnesjalínu 2 á Reykjanesi. Landeigendur unnu …
Landsnet áformar að reisa Suðurnesjalínu 2 á Reykjanesi. Landeigendur unnu í dag mál fyrir Hæstarétti um að fella eignarnám vegna lagningar línunnar úr gildi. mbl.is/Einar Falur

Ákvörðun meiri­hluta Hæsta­rétt­ar um að fella úr gildi stjórn­valdsákv­arðanir iðnaðarráðherra sem heim­iluðu Landsneti að taka land eign­ar­námi á fimm jörðum á Reykja­nesi vegna upp­bygg­ing­ar Suður­nesjalínu 2 breyt­ir for­send­um fyr­ir lagn­ingu lín­unn­ar. Niðurstaða dóms­ins mun þannig seinka brýn­um fram­kvæmd­um við upp­bygg­ingu flutn­ings­kerf­is raf­orku til Suður­nesja. Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá Landsneti.

Ákvörðun meiri­hluta Hæsta­rétt­ar um að fella úr gildi stjórn­valdsákv­arðanir iðnaðarráðherra sem heim­iluðu Landsneti að taka land eign­ar­námi á fimm jörðum á Reykja­nesi vegna upp­bygg­ing­ar Suður­nesjalínu 2 breyt­ir for­send­um fyr­ir lagn­ingu lín­unn­ar. Niðurstaða dóms­ins mun þannig seinka brýn­um fram­kvæmd­um við upp­bygg­ingu flutn­ings­kerf­is raf­orku til Suður­nesja. Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá Landsneti.

Frétt mbl.is: Eign­ar­nám vegna Suður­nesjalínu ógilt

Þórður Boga­son, lög­fræðing­ur Landsnets, seg­ir í sam­tali við mbl.is að í dómn­um sé ekki deilt um mik­il­vægi lín­unn­ar, en það hafi meðal ann­ars sýnt sig 6. fe­brú­ar árið 2015 þegar lín­an datt út að allt raf­magn fór af Suður­nesj­um. Er nú­ver­andi lína sú eina á svæðið. Með dómn­um er eign­ar­nám sem iðnaðarráðherra heim­ilaði árið 2014 fellt úr gildi.

Hann seg­ir næstu skref af hálfu Landsnets vera að bæta úr þeim ann­mörk­um sem tald­ir eru upp í dómn­um. Þannig sé kallað eft­ir ná­kvæm­ari upp­lýs­ing­um um mögu­leg­an jarðstreng í stað þess að leggja lín­ur. Seg­ir Þórður ljóst að þetta muni valda töf­um á lagn­ingu lín­unn­ar.

Spurður hvort annað línu­stæði verði skoðað í ljósi dóms­ins seg­ist hann ekki geta svarað fyr­ir það. Ljóst sé að fyrsta skrefið verði að rök­styðja bet­ur valið á þess­um kosti. 

Suður­nesjalína 2 sem fyr­ir­hugað er að reisa er 200 kílóvolta lína, en fyr­ir er 132 kílóvolta lína. Spurður hvort stóriðju­upp­bygg­ing í Helgu­vík muni kalla á fleiri lín­ur seg­ir Þórður að ekki sé gert ráð fyr­ir því. Í staðinn sé horft til þess að skipta eldri lín­unni út fyr­ir 220 kílóvolta línu, en það sé eitt­hvað til að skoða seinna meir.

Í til­kynn­ingu Landsnets kem­ur fram að niðurstaða dóms­ins hafi komið á óvart, en ákvörðunin snéri við dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur frá 30. júní 2015. „Niðurstaða Hæsta­rétt­ar mun óhjá­kvæmi­lega valda seink­un­um á brýn­um fram­kvæmd­um við upp­bygg­ingu flutn­ings­kerf­is raf­orku til Suður­nesja. Landsnet von­ar að þær verði ekki langvar­andi og leit­ast verður við að lág­marka það tjón sem af þeim kann að hljót­ast,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. Þá kem­ur fram að af ör­ygg­is­ástæðum sé aðkallandi fyr­ir sam­fé­lag og at­vinnu­starf­semi á Reykja­nesskaga að flutn­ings­kerfi raf­orku verði styrkt.

Tals­verð at­vinnu­upp­bygg­ing er áformuð í Helgu­vík hjá Reykja­nes­bæ, en þar á meðal ann­ars að reisa tvö kís­il­ver. Eru það fyr­ir­tæk­in Thorsil og United Silicon sem ætla í upp­bygg­ingu þar. Sam­kvæmt frétt á vef Landsnets frá því í októ­ber í fyrra samdi Landsnet við Thorsil um raf­orku­flutn­inga fyr­ir kís­il­ver fyr­ir­tæk­is­ins en þá var áformað að opna verið í byrj­un árs 2018. Ekki er vitað hvort dóm­ur­inn muni hafa ein­hver áhrif á þau áform.

mbl.is