Innlit í fúnkishús á Seltjarnarnesi

Heimili | 13. maí 2016

Innlit í fúnkishús á Seltjarnarnesi

Berglind Berndsen innanhússarkitekt FHI hannaði þetta glæsilega hús sem staðsett er á Seltjarnarnesi. Húsið sjálft er teiknað af Kjartani Sveinssyni. Fúnkisstíllinn ræður ríkjum í húsinu og voru eigendur og innanhússarkitekt sammála um að halda þyrfti í stíl hússins. 

Innlit í fúnkishús á Seltjarnarnesi

Heimili | 13. maí 2016

Hillurnar eru teiknaðar af Berglindi Berndsen.
Hillurnar eru teiknaðar af Berglindi Berndsen. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Berg­lind Berndsen inn­an­húss­arki­tekt FHI hannaði þetta glæsi­lega hús sem staðsett er á Seltjarn­ar­nesi. Húsið sjálft er teiknað af Kjart­ani Sveins­syni. Fúnk­is­stíll­inn ræður ríkj­um í hús­inu og voru eig­end­ur og inn­an­húss­arki­tekt sam­mála um að halda þyrfti í stíl húss­ins. 

Berg­lind Berndsen inn­an­húss­arki­tekt FHI hannaði þetta glæsi­lega hús sem staðsett er á Seltjarn­ar­nesi. Húsið sjálft er teiknað af Kjart­ani Sveins­syni. Fúnk­is­stíll­inn ræður ríkj­um í hús­inu og voru eig­end­ur og inn­an­húss­arki­tekt sam­mála um að halda þyrfti í stíl húss­ins. 

„Ég ákvað að blanda sam­an svört­um sprautu­lökkuðum eik­ar­inn­rétt­ing­um ásamt hvítsprautuðum skáp­um, sem okk­ur fannst passa mjög vel við fúnk­is­stíl húss­ins. Fyr­ir breyt­ing­ar var eld­húsið þröngt L-laga og lokað var inn í borðstofu. Vinnuplássið var lítið, með litl­um borðkrók sem olli því að af­gang­ur­inn af pláss­inu var dautt rými,“ seg­ir Berg­lind.

Hún seg­ir að bæði henni og eig­end­um húss­ins hafi fund­ist skipta miklu máli að eld­húsið væri rúm­gott og með miklu skápaplássi þar sem borðstof­an er hluti af eld­hús­inu.

„Hús­gögn og ljós voru svo val­in í sam­ræmi við stíl húss­ins auk þess sem eig­end­ur áttu mikið af fal­leg­um fylgi­hlut­um í anda þeirr­ar stemmn­ing­ar sem verið var að leit­ast eft­ir. Lýs­ing­in skipti einnig miklu máli við hönn­un­ina en leit­ast var við að hafa góða vinnu­lýs­ingu ásamt fal­legri stemmn­ings­lýs­ingu í allri íbúðinni.

Baðher­berg­inu var einnig breytt mjög mikið. Það var áður mjög þröngt og nýtt­ist illa.

Fjöl­skyld­an er stór og var því mik­il­vægt að hanna rúm­gott baðher­bergi með stórri inn­rétt­ingu sem nýtt­ist vel fyr­ir alla fjöl­skyldumeðlimi.“ seg­ir Berg­lind. 

Hvaðan er inn­rétt­ing­in? Inn­rétt­ing­in er sér­smíðuð af

Jó­hanni Arn­ar­syni í KJK

Borðplat­an? Marm­araplata frá Granít­stein­um

Tæk­in? Siem­ens frá Smith og Nor­land

Gól­f­efni? Hvíttuð, reykt eik frá Agli Árna­syni

Gólf­mott­an? IKEA

Sófi, stofu­borð, skrif­borð? Hay frá Epal

Svörtu ljós­kast­ar­arn­ir? Svart­ir sí­val­ing­ar frá Lúmex

Ljósið yfir borðstofu­borðinu? Svart OCTO ljós frá Mód­ern

Borðstofu­borðið? Eik­ar­borð frá Habitat

Íbúðin er opin og björt. Grjóthleðslan á veggnum spilar fallega …
Íbúðin er opin og björt. Grjót­hleðslan á veggn­um spil­ar fal­lega á móti öðru í rým­inu. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Mottan er úr IKEA, loftljósið úr Módern og stólarnir úr …
Mott­an er úr IKEA, loft­ljósið úr Mód­ern og stól­arn­ir úr Penn­an­um. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Grái liturinn spilar vel á móti öðru í rýminu.
Grái lit­ur­inn spil­ar vel á móti öðru í rým­inu. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Eldhúsið er með hvítri sprautulakkaðri innréttingu og svo er skápaveggurinn …
Eld­húsið er með hvítri sprautulakkaðri inn­rétt­ingu og svo er skápa­vegg­ur­inn úr bæsaðri eik. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Hér sést skápaveggurinn í eldhúsinu nánar.
Hér sést skápa­vegg­ur­inn í eld­hús­inu nán­ar. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Barnaherbergið er glæsilegt.
Barna­her­bergið er glæsi­legt. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Flísarnar á gólfinu eru svartar og hvítar og mæta ljósum …
Flís­arn­ar á gólf­inu eru svart­ar og hvít­ar og mæta ljós­um flís­um á veggj­un­um. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Speglaskápur setur svip sinn á baðherbergið.
Spegla­skáp­ur set­ur svip sinn á baðher­bergið. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Baðherbergið er stílhreint og fallegt.
Baðher­bergið er stíl­hreint og fal­legt. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Grái liturinn kemur vel út í hjónaherberginu.
Grái lit­ur­inn kem­ur vel út í hjóna­her­berg­inu. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Í hjónaherberginu eru hvítir sprautulakkaðir fataskápar.
Í hjóna­her­berg­inu eru hvít­ir sprautulakkaðir fata­skáp­ar. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Vegglamparnir úr Lumex koma vel út.
Vegglamp­arn­ir úr Lumex koma vel út. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
Gestasalernið er fallega hannað.
Gesta­sal­ernið er fal­lega hannað. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son
mbl.is