Landsnet uppfylli orkusamning

Suðurnesjalína 2 | 13. maí 2016

Landsnet uppfylli orkusamning þrátt fyrir dóm

Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa ekki trú á öðru en að Landsnet leysi úr málum eftir að Hæstiréttur felldi úr gildi ákvörðun ráðherra um eignarnám landareigna fyrir Suðurnesjalínu 2 og uppfylli orkusamninga sem hafa verið gerðir um afhendingu raforku til Suðurnesja.

Landsnet uppfylli orkusamning þrátt fyrir dóm

Suðurnesjalína 2 | 13. maí 2016

Deilur Landsnets og landeigenda snúast meðal annars um hvort að …
Deilur Landsnets og landeigenda snúast meðal annars um hvort að leggja eigi Suðurnesjalínu 2 í jörðu eða um loftlínu. mbl.is/Einar Falur

Bæj­ar­yf­ir­völd í Reykja­nes­bæ hafa ekki trú á öðru en að Landsnet leysi úr mál­um eft­ir að Hæstirétt­ur felldi úr gildi ákvörðun ráðherra um eign­ar­nám land­ar­eigna fyr­ir Suður­nesjalínu 2 og upp­fylli orku­samn­inga sem hafa verið gerðir um af­hend­ingu raf­orku til Suður­nesja.

Bæj­ar­yf­ir­völd í Reykja­nes­bæ hafa ekki trú á öðru en að Landsnet leysi úr mál­um eft­ir að Hæstirétt­ur felldi úr gildi ákvörðun ráðherra um eign­ar­nám land­ar­eigna fyr­ir Suður­nesjalínu 2 og upp­fylli orku­samn­inga sem hafa verið gerðir um af­hend­ingu raf­orku til Suður­nesja.

Í stuttri yf­ir­lýs­ingu frá Reykja­nes­bæ seg­ir að eng­ar upp­lýs­ing­ar hafi borist frá Landsneti um taf­ir á raf­orku­samn­ing­um. Raf­orka til 1. áfanga United Silcon hef­ur verið tryggð en næsti áfangi sé áætlaður árið 2019. Þá sé áætlað að Thorsil hefji fram­kvæmd­ir árið 2018.

Hæstirétt­ur felldi úr gildi ákvörðun iðnaðarráðherra um að heim­ila eign­ar­nám á jörðum land­eig­enda á Vog­um á Vatns­leysu­strönd í gær. Sneri hann þar við dóm­um Héraðsdóms Reykja­vík­ur í mál­um land­eig­end­anna gegn Landsneti og ís­lenska rík­inu. For­send­ur Hæsta­rétt­ar voru þær að fyr­ir­tækið hefði ekki kannað nægi­lega mögu­leik­ann á að leggja lín­una í jörðu.

Í til­kynn­ingu frá Landsneti vegna dóm­anna í mál­un­um í gær kom fram að þeir breyti for­send­um lagn­ing­ar Suður­nesjalínu 2. Þórður Boga­son, lög­fræðing­ur Landsnets, sagði við mbl.is að ljóst sé að úr­bæt­ur í sam­ræmi við dóm­inn muni valda töf­um á lagn­ingu henn­ar.

Fyrri frétt­ir mbl.is:

Eign­ar­nám vegna Suður­nesjalínu ógilt

Breyt­ir for­send­um upp­bygg­ing­ar

mbl.is