Rannsaka enn meintan veiðiþjófnað

Veiðiþjófar á Ströndum | 21. júní 2016

Rannsaka enn meintan veiðiþjófnað

Rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum á meintum veiðiþjófnaði nokkurra manna í Hornvík á Hornströndum á Vestfjörðum fyrr í mánuðinum stendur enn yfir. Ekki er búið að yfirheyra alla sakborninga í málinu.

Rannsaka enn meintan veiðiþjófnað

Veiðiþjófar á Ströndum | 21. júní 2016

Frá Hornströndum. Mynd úr safni.
Frá Hornströndum. Mynd úr safni. Sigurður Ægisson

Rann­sókn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum á meint­um veiðiþjófnaði nokk­urra manna í Horn­vík á Horn­strönd­um á Vest­fjörðum fyrr í mánuðinum stend­ur enn yfir. Ekki er búið að yf­ir­heyra alla sak­born­inga í mál­inu.

Rann­sókn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum á meint­um veiðiþjófnaði nokk­urra manna í Horn­vík á Horn­strönd­um á Vest­fjörðum fyrr í mánuðinum stend­ur enn yfir. Ekki er búið að yf­ir­heyra alla sak­born­inga í mál­inu.

Hóp­ur karl­manna var staðinn að verki í vík­inni. Þar eru þeir sagðir hafa komið sér fyr­ir í neyðar­skýli og stundað ólög­leg­ar veiðar. Starfsmaður ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­is kom upp um menn­ina og sagði hann í sam­tali við mbl.is að aðkom­an hefði verið slæm. Til­kynna þarf  um komu í friðlandið fram til 15. júní en það var ekki gert.

Hlyn­ur Haf­berg Snorra­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Vest­fjörðum, seg­ir í sam­tali við mbl.is að lög­regla telji að vitn­is­b­urðir þeirra vitna sem eru til staðar í mál­inu séu komn­ir fram. „Við erum að enn með málið í rann­sókn og erum búin að yf­ir­heyra nokkra sak­born­inga en við höf­um ekki yf­ir­heyrt alla enn þá,“ seg­ir Hlyn­ur.

Þessa dag­ana er lög­regla að skoða gögn máls­ins og fá vitn­is­b­urði sem komið hafa fram í mál­inu ásamt framb­urði sak­born­inga sem hafa verið yf­ir­heyrðir. „Það er verið að meta þessi gögn, sem og aðra þætti,“ seg­ir Hlyn­ur.

Hann seg­ir að lög­regla telji að nöfn allra sak­born­ing­anna liggi fyr­ir. Ekki ligg­ur fyr­ir hvenær rann­sókn máls­ins lýk­ur en Hlyn­ur tek­ur fram að málið sé litið al­var­leg­um aug­um.

mbl.is