Fegin að ekki voru tíu í teitinu

Ákærðir fyrir hópnauðgun | 1. október 2016

Fegin að ekki voru tíu í teitinu

„Við erum í svolitlu áfalli enn þá, ekki það – við bjuggumst ekki við einu eða neinu, en samt sem áður, þegar þessi dómur fellur þá er hann eins og köld gusa í andlitið. Því þetta er svo endanlegt og ekkert hægt að gera meir.“

Fegin að ekki voru tíu í teitinu

Ákærðir fyrir hópnauðgun | 1. október 2016

Lilja segir skilaboð dómanna tveggja vera skýr; að það megi …
Lilja segir skilaboð dómanna tveggja vera skýr; að það megi hafa mök við stúlku svo lengi sem hún streitist ekki af afli á móti. mbl.is/Eggert

„Við erum í svo­litlu áfalli enn þá, ekki það – við bjugg­umst ekki við einu eða neinu, en samt sem áður, þegar þessi dóm­ur fell­ur þá er hann eins og köld gusa í and­litið. Því þetta er svo end­an­legt og ekk­ert hægt að gera meir.“

„Við erum í svo­litlu áfalli enn þá, ekki það – við bjugg­umst ekki við einu eða neinu, en samt sem áður, þegar þessi dóm­ur fell­ur þá er hann eins og köld gusa í and­litið. Því þetta er svo end­an­legt og ekk­ert hægt að gera meir.“

Þetta seg­ir Lilja Guðný Björns­dótt­ir, móðir stúlk­unn­ar sem kærði fimm menn fyr­ir að hafa nauðgað sér í íbúð í Breiðholti í maí árið 2014. Hæstirétt­ur kvað upp dóm sinn í mál­inu í gær og staðfesti þar niður­stöðu héraðsdóms, um að sýkna skyldi menn­ina af ákæru um nauðgun.

„Mér finnst það viður­kenn­ing í sjálfu sér að þetta fór þó alla leið í Hæsta­rétt, það er alls ekki allt sem nær þangað,“ seg­ir Lilja í sam­tali við mbl.is. „En þetta eru al­veg gríðarleg von­brigði og enn og aft­ur hef­ur rétt­ar­kerfið brugðist þolanda nauðgun­ar. Þetta er sorg­leg niðurstaða fyr­ir okk­ur öll og fyr­ir sam­fé­lagið í heild.“

Amma stúlk­unn­ar fékk tauga­áfall

Í yf­ir­lýs­ingu sem Lilja sendi frá sér í kjöl­far sýknu­dóms héraðsdóms, í nóv­em­ber á síðasta ári, sagði hún að til skamms tíma litið hefði verið auðveld­ast fyr­ir dótt­ur henn­ar að sleppa því að leggja fram kæru, eins og ætl­un henn­ar hafi verið fyrstu dag­ana eft­ir at­vikið.

Frétt mbl.is: „Voru að svala fýsn­um sín­um“

Að ákveða að kæra svona brot er erfitt og dreg­ur dilk á eft­ir sér. Öll fjöl­skylda brotaþola  sem og vin­ir henn­ar og kunn­ingj­ar verða fyr­ir gríðarlegu áfalli við þess­ar frétt­ir og til að mynda fékk amma henn­ar tauga­áfall og endaði á bráðamót­töku,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu Lilju þá.

Spurð hvernig til­finn­ing henn­ar sé núna, eft­ir að æðsti dóm­stóll lands­ins hef­ur staðfest sýknu­dóm yfir mönn­un­um, seg­ist Lilja telja að kær­an hafi verið þess virði.

„Ekki endi­lega fyr­ir hana sjálfa, allt í kring­um þetta er búið að vera hræðilega erfitt fyr­ir hana, en upp­sker­an er sú að henni líður samt bet­ur, því nú er hún búin að gera það sem hún get­ur. Ef hún hefði ekki kært þá hefði þetta verið mikið verra núna. Því þótt niðurstaðan hafi verið sýkna get­ur hún að minnsta kosti huggað sig við það að hún gerði allt sem hún gat.“

Fræða þarf dómara, lögfræðinga og lögreglu um áhrif áfalla og …
Fræða þarf dóm­ara, lög­fræðinga og lög­reglu um áhrif áfalla og hvernig áfall­a­streita lýsi sér, seg­ir Lilja. mbl.is/​Eggert

„Vit­um öll að þetta var nauðgun“

Lilja seg­ir skila­boð dóm­anna tveggja vera skýr; að það megi hafa mök við stúlku svo lengi sem hún streit­ist ekki af afli á móti.

„Þá má líka bjóða vin­um sín­um með án þess að spyrja brotaþola, og svo mega bara all­ir þeir sem eft­ir eru í teit­inu taka þátt. Ég er mjög feg­in að það voru bara fimm eft­ir í þessu teiti en ekki tíu eða fleiri,“ seg­ir Lilja. 

„Að trúa því, að ein­hver vilji taka við hverj­um sem er og ein­fald­lega hleypa þeim, sem eiga leið um her­bergið, að í kyn­lífs­at­höfn­um, er bara al­gjört bull.“

Frétt mbl.is: „Al­gjör­lega venju­legt kyn­líf“

„Við vit­um öll að þetta var nauðgun og við vit­um líka öll að nauðgun er glæp­ur þó að öðru of­beldi sé ekki beitt sam­hliða at­hæf­inu. Við lær­um öll að meta aðstæður frá unga aldri, og þegar það renn­ur upp fyr­ir dótt­ur minni að hún eigi við of­ur­efli að etja gefst hún upp og met­ur aðstæður á þann veg að með því minnki hún lík­ur á meiri skaða.

Þótt það sé jafn­vel bara einn ger­andi er það staðreynd að hann er yf­ir­leitt sterk­ari en brotaþoli í þess­um mál­um. Því er ekki óal­gengt að brotaþolar gef­ist fljót­lega upp.“

Áfall­a­streita kem­ur ekki af sjálfu sér

Þá seg­ir Lilja að taka þurfi virki­lega á mál­um sem þess­um, svo kyn­ferðisof­beldi verði ekki liðið leng­ur í sam­fé­lag­inu.

„Nauðgun er of­beldi hvort sem öðru of­beldi er beitt sam­hliða at­hæf­inu eða ekki. Það virðist skorta eitt­hvað í meðferð kyn­ferðis­brota­mála, sem veld­ur því að nán­ast úti­lokað er að ná fram sak­fell­ingu nema um annað of­beldi sé að ræða,“ seg­ir hún og bæt­ir við að fræða þurfi dóm­ara, lög­fræðinga og lög­reglu um áhrif áfalla og hvernig áfall­a­streita lýsi sér.

„Áfall­a­streita kem­ur ekki af sjálfu sér og það er ekki hægt að gera sér hana upp. Það er staðreynd.“

Lilja segir dóminn dæmi um kerfislægt obeldi gegn þolendum nauðgana.
Lilja seg­ir dóm­inn dæmi um kerf­is­lægt obeldi gegn þolend­um nauðgana. mbl.is/Þ​órður

Hefði verið auðvelt að skríða í fel­ur

Hún tek­ur fram að henni finn­ist brotaþolar eiga skilið mikla virðingu fyr­ir að kæra.

„Það hefði verið svo þægi­legt, á sín­um tíma, að skríða bara í fel­ur og segja eng­um frá. Þess vegna er ekki oft kært dag­inn eft­ir brot, en samt er það talið henni til tóm­læt­is að kæra ekki um leið, sem er óneit­an­lega skrýtið.

Þessi dóm­ur er dæmi um kerf­is­lægt of­beldi gegn þolend­um nauðgana og það op­in­bera of­beldi sem hef­ur viðgeng­ist lengi. Við höfðum svo sann­ar­lega von­ast eft­ir ann­arri niður­stöðu og öðrum skila­boðum út í sam­fé­lagið. En svona fór þetta, og þá dug­ir ekk­ert annað en að una því, leggja þetta að baki og halda áfram.“

mbl.is